Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, maí 31, 2007

Medal dóna og róna í Barcelóna

Nei, ég segi svona, engir dónar eda neitt svoleidis. Mikid betl á gotum úti, samt. Heitt og sólarlaust. Fer á Primaverasvaedid á eftir, en fyrsta sveitin stígur á svid eftir tvo og hálfan tíma. Ég get nú ekki séd allt en í dag held ég ad ég reyni ad ná Slint, Smashing Pumpsins, Fennesz & Mike Patton, Fujiya & Miyagi og sé svo í skottid á White Stripes ádur en ég held heim. vona ad ég hitti kannski einhverja íslendinga. Ja, allavega múm náttúrulega, en thau spila á laugardagskvold. Skrifadi fullt af skemmtilegu í lest. Thad er greinilega mjog gott ad hugsa í lestum.

laugardagur, maí 26, 2007

Fórum í smá David Bowie-partý í gær. Þar flutti dúettinn Félagsskítur lagið She's a muscular boy. Skemmtilegt að það er einmitt misheyrn á laginu She´s a must to avoid með hljómsveitinni Herman's Hermit. Veit ekki hver misheyrði svo skemmtilega en pabbi sagði mér frá þessu fyrr um kvöldið, þar sem við sátum og snæddum rauð og græn karrý. Ég afrekaði að borða hálft rautt chilli,kornin og allt, og munnurinn logaði meira en ég hafði áttað mig á að hann gæti gert. Í stað þess að þamba ógrynnin öll af vatni benti þjónninn okkur á að strá salti á tungu og varir og bíða aðeins. Undur og stórmerki, það virkar að strá salti í sárin, þau bara hættu að vera til! Þá var nú gaman. Og nú er líka gaman. Í stuði. Hver myndi ekki vera í stuði sem borðaði bæði grænt karrí og fór í David Bowie-partý í gær?

mánudagur, maí 21, 2007

hvaða ruglsnjór er nú að detta niður úr loftinu? Það er komið fram yfir miðjan maí. MIÐJAN MAÍ segi ég. Skilettekki. Var einmitt að fá freknur í heitum potti í fyrradag, og Elvar tók lit, ha. Snjór er fyrir fjöllin og þá kemst maður á skíði þar. Má líka koma um nóttina á Þorláksmessu ef þið endilega viljið. Ekki meir. Nú skrúfa ég fyrir.

sunnudagur, maí 20, 2007

Eitt herbergi, ein stelpa, einn dagur. Verkefnið: Að taka til í ruslinu. Mynd sem fær hárin á höndunum á þér til að rísa. Ekki missa af þessari: Ruslið í strákaherberginu. Þú verður áreiðanlega ekki fyrir vonbrigðum. Á næstu myndbandaleigu, Lágmúla.

föstudagur, maí 18, 2007

Gengum á fjall, reyndar meira svona upp skógi vaxna brekku. Laugarvatnsfjall. Ekki upp á topp eða neitt. Gaman. Svo langaði mig í ís, en fékk mér appelsínusafa, því ég er í átaki. Fékk mér síðan samloku með skinku osti og kokteilsósu heima, því fjallgöngur auka svengd. Er á leið í gufu2, gufa1 var í gærkvöldi. Tvær gufuferðir í einni laugarvatnsferð, nokkuð gott. Og hálf fjallganga í bónus.

miðvikudagur, maí 16, 2007

Í dag er spiderman-dagur!

mánudagur, maí 14, 2007

Líf
Ég er á lífi. Finn allavega fyrir einhverjum smákrafti í líkama. Borðaði Berlínarbollu í morgunmat kl.12 og pissu í kvöldmat kl. 22. Þess á milli svaf ég. Nú er ég að horfa á Greg House, næstum búin með alla online-þætti. Óliver sofandi, en við náðum að liggja og tjilla og horfa á nokkra X-men-þætti áðan. Elvar sofandi, hrýtur lágt og sefandi. Ég soldið vakandi, en það er notarlegt. Á morgun fer ég aðeins í bæinn og svo bara þarf ég að taka húsið í gegn og ganga frá 3 vikum af kosningaferðalögum. Það verður stuð, bara hlusta á eitthvað þungarokk, hátt, og dansa milli herbergja um leið og ég beiti töfrum til að hlutir svífi hver á sinn stað. Svona pönkaða útgáfan af Mary Poppins geri ég ráð fyrir. Gleði.

miðvikudagur, maí 09, 2007

Hvernig væri að byrja daginn á að blogga? Í dag ætla ég að: bera virðingu, vera umburðalynd, sanngjörn, þolinmóð og glöð. Ég ætla að hlusta meira en tala, heyra meira en segja. Ég mun ekki dæma því þá verð ég ekki dæmd. Svona er það nú einfalt.
Nú er það sirjós, te (m.mjólk og hunangi), banani, ferð í Grindavík, kannski jóga síðdegis. Fundur um íbúakosningar í kvöld klukkan átta í Garðinum. Á einhverjum tímapunkti lýkur verkefnunum og þá ætla ég að sofa.

þriðjudagur, maí 01, 2007

Þér er boðið á 1.maí-kaffi og 1.maí rokktónleika. Grófin 7, Kef. Kaffi hefst 4 og tónleikar uppúr 5. Fram koma Eldborgir og Sky reports úr Reykjanesbæ og Gordon Riots og We made god úr Reykjavík. Ókeypis og ekkert aldurstakmark.