Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, desember 30, 2008

föstudagur, desember 26, 2008

Óliver toppar flesta í textagerð. Nú gengur hann um húsið og syngur: ,,Ég er að skíta á mig, því ég vil ógeðslega mikinn frið, tralalala, tralalala, tralalala." Sungið við lag Olgu Guðrúnar, Ryksugan á fullu.
Nútímajólakort: Gleðileg jól til allra vina minna, kunningja og fjölskyldu. Elska ykkur öll. Verið glöð! Heiða

mánudagur, desember 15, 2008

...og kominn þessi líka fíni mánudagur. Ég fór extra snemma að sofa í gærkvöld, og vaknaði því hress og kát. Það eru 5 dagar eftir þar til ég fer í jólafrí, 5 skemmtilegir dagar af góða og frábæra skólanum mínum. Held að það verði blekmódelteikningar á matseðlinum út vikuna. Á föstudag næsta er svo jólahátíð hjá Óliver og mér skilst að hann ætli að spila á blokkflautu, en annars vitum við minnst um það, þetta er allt svaka leyndó og gaman. Hellvar er að spila á miðvikudag 17.12.08 í tískubúð á laugavegi (í gamla Liverpúl-dótaverslunarhúsnæðinu) klukkan hálf-sex. Svo er Hellvar að spila ásamt Dýrðinni, Nóru og The Way down á Grandrokki á fimmtudagskvöldið 18.12.08 og opnar þar klukkan átta um kvöld. Ég og Guffi með styrkri hendi Elvars erum svo búin að ljúka upptökum á laginu "Kertaljós á jólanátt" sem er jólalag, og verður dreift í vikunni (í brennslu í stúdíó Kanavöllur, Skógarbraut 926 akkúrat núna). Ég er búin að lesa mikið í veikindum, m.a. Alkasamfélagið eftir Orra Harðar (frábær!), Eineigða Kisa-nýjustu bókina eftir Hugleik (æðisleg!!!) og Hugarfjötur Paulo Coelho (stórbrotin!!!). Hvernig hafið þið það annars?
P.S. Hvað er heimilisfangið þitt, Sif, er með lítið umslag með glaðningi sem þarf að senda á þig sem fyrst.

sunnudagur, desember 14, 2008

veikin búin, ég hress. bless.

mánudagur, desember 08, 2008

ég er að drepast í maganum í fjárans magakveisueitthvað. það hefur gert það að verkum að ég svaf ekkert í nótt fyrr en fimm og vaknaði svo enn að drepast um hádegi. plön mín um að mótmæla við seðlabankann í morgunn urðu því að engu...en þessi magi er ekki að hegða sér eins og ég vildi að hann gerði. ef ég er enn að drepast klukkan seint í kvöld fer ég til læknis á morgun. það borgar sig sko ekki í kreppu að hoppa að niðurstöðum þegar læknisþjónusta er svo dýr. þetta er eflaust bara ávextirnir sem voru gamlir sem ég át með bestu list í gær,og mikið af þeim, eða kjúllinn sem ég fékk á ónefndum skyndibitastað í rvk á laugardag....annað kemur víst ekki til greina sem ég hef borðað og ekki elvar. elvar kennir sér ekki meins í maga og nýtur þess nú að vera kominn í viku frí frá vinnu eftir að hafa unnið upp á nær hvern einasta dag lengi lengi lengi.

föstudagur, desember 05, 2008

Guðmundur Rúnar Júlíusson er látinn. Sendi ég fjölskyldunni hans samúðarkveðjur og lýsi hér með yfir að hann var aðaltöffarinn.