Leita í þessu bloggi

laugardagur, febrúar 28, 2009

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Espresso!
30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
það sem myndi gera góðan dag betri væri Cadbury's. mmmm ég er með þráhyggju í súkkulaði núna. verð bara að fara að kaupa mér.

föstudagur, febrúar 27, 2009

Og föstudagur og ég er drowsie, sem sé út úr heiminum. þyrfti að fá mér stóran skammt af ávöxtum og kaffi til að hressa mig aðeins við, en ég svaf frá sirka hálf-ellefu í gærkvöld til um hádegis í dag...ásamt því að hafa sofið aðeins í leisíboj-stólnum hjá paogma fyrr um kvöldið í gær. juminn, hvað maður getur sofið stundum. en ég er lasin og því er líkaminn minn að segja mér að halda kyrru fyrir. ég hlýði. langar samt núna í göngutúr og að þvo bílinn og að fara í sund og gufu og að og að og að...en nei. heima skal það vera í boði læknisins sem sagði mér að gera ekkert og losa mig við pestina. ég á bækur til að lesa, það er nú stuð. svo bara get ég horft á sjónvarpið eða verið í tölvuleik eða búið til kakó. já, nú er gaman...(hmmm, veit ekki hvort ég náði að sannfæra mig, held það samt)

fimmtudagur, febrúar 26, 2009

er með vírus...kannski þarf ég að taka því extra rólega í nokkra daga, svo hann fari...er því farin að þrífa bílinn...heheheh... en í bað fyrst...nenni ekki að hafa flensueinkenni í viku í viðbót eða tvær....ein vika er nóg. fékk samt svona skrýtin útbrot á kinnina og háls í gærkvöld sem læknirinn sagði að gæti verið ofnæmi eða óþol fyrir einhverju sem ég er að éta núna...þarf að fá að vita hvort ég er með ofnæmi...kannski er ég með kreppuofnæmi...eða kanavallaofnæmi. hmmmmm

miðvikudagur, febrúar 25, 2009


hestur að hvísla að mér leyndarmáli


afmælisheiða

þriðjudagur, febrúar 24, 2009

bað og glæpasaga. smúþþí með avókadó,banana, perusafa, hvítlauksrifi, engifer, hreinu jógúrti og sítrónusafa. lækningarsmúþþí. núna bryan ferry-plata (boys and girls), með hinu frábæra lagi don't stop the dance. jóga milli hálf-fimm og hálf-sex. fundur klukkan átta í árborg í kvöld. verð þar, en fyrst: bað og glæpasaga.

mánudagur, febrúar 23, 2009

Elvar er að elda pasta með kjötbollum og hamborgarabragði, eins og Rakel Ray gerði í sjónvarpinu áðan. Fysta skipti sem við eldum mat beint eftir að við sáum hann í sjónvarpinu. Það vildi bara svo vel til að við höfðum nýtekið út hakk og áttum allt í þetta. Er að fara að borða. Er lasin, hálsbólga og hósti og kvef og slappleiki. Tek ólífulauf og greipfrúttolíudropa, sévítamín og íbúfen. Ekki gott að detta oní íbúfen.
Matur! Segir Elvar...

sunnudagur, febrúar 22, 2009

sunnudagur,....og ég er komin heim. sætt. heim.

laugardagur, febrúar 21, 2009

Næ ég ekki bara einu bloggi á laugardegi? Jújú, ég er á Kirkjubæjarklaustri á hótelinu að bíða eftir samloku. Búin að keyra Kef-Klaustur-Höfn-Klaustur. Ég keyrði reyndar ekki neitt, en sat í bíl. Vei, og nú kemur bráðum stafli af skinku-ost-samlokum. Á morgun ætla ég að ganga upp að systrafossi áður en við leggjum af stað á Hvolsvöll.

föstudagur, febrúar 20, 2009

keypti blender í gær:



Hann var sýniseintak í Ormson og fékk ég því afslátt. Konan sem afgreiddi mig var ótrúlega næs og hjálpsöm. Kenndi mér líka trikk við að þrífa blendera. Maður hálf fyllir með vatni (eftir að vera búin að hella sjeiknum úr auðvitað) og lætur svo einn dropa af uppþvottalegi útí. Svo bara kveikir maður og hiphiphip barbabrella. Allt þvæst og engin þörf á að skrúfa botninn úr eftir hverja notkun.
Snilld!

Þetta er smúþþíinn sem ég gerði í morgunn:

Green and gone Smoothie

1 quarter to 1 half fresh pineapple
3 leaves of Kale - /lúku af spínati í staðinn
1 ripe banana (can use frozen)
4 fresh mint leaves, optional-to taste
1 quarter to 1 half inch of fresh ginger root (can use dry), to taste
2 to 4 cups water /notaði bara einn bolla af vatni

Og þennan ætla ég að gera núna:


Green Bubblegum Smoothie
200 ml fresh orange juice
1 banana
12 green grapes
12 red grapes
as much spinach as you can fit in the blender

hann á víst að bragðast eins og tyggjó! mmmmmm

fimmtudagur, febrúar 19, 2009

Nohh, bara áskorun og þakklæti fyrir að blogga í kommentakerfi. Ja, það er nefnilega það. Sit ég hér (pung) sveitt (girl's got balls) og skrái og skrái. Er að hugsa um að mæta á einn fund í hádegi og toppa hádegið með pizzusneið frá Devito's. Síðan halda meil og skráningar áfram. Ef til vill verð ég heppin stúlka og kemst í eftirmiðdagsjóga og þar með líkur þessum föstu liðum eins og venjulega. Rosalega er gaman að leggja í bílastæðishúsið í Ráðhúskjallara. Það er snilld að koma út úr bílastæðishúsi og vera inni í öðru húsi. Þurfa svo bara að hoppa yfir götu og þá kominn í vinnuhúsið. Ég fer varla út úr húsi en er samt í vinnunni. Hvað eru mörg hús í því?

þriðjudagur, febrúar 17, 2009

Jæja já, það datt út mánudagur. Það hlýtur þá bara ekki að hafa komið mánudagur, því hér er bloggað á hverjum degi. Er alveg meðða á hreinu að ég ætlaði að segja eitthvað skemmtilegt hér, en nú er það dottið út. Er á leið í mat og ætla að drekka kaffi með MAX hinum eina sanna. Jájá, rigning úti og svona. Ég er að fara í jóga á eftir. Jibbí!

sunnudagur, febrúar 15, 2009

Fór nú ekkert í Norræna húsið í gær á grænlenskt, en átti þess í stað prýðiskvöld í faðmi fjölskyldunnar þar sem við gláptum m.a. á Evrósýn. Ég og Óliver ákváðum að kjósa Færeyinginn því við vildum borga fyrir greiðann og velvildina sem Færeyingar hafa sýnt Íslendingum á erfiðum tímum. Jógvan var líka eitthvað svo látlaus og hógvær að mér fannst hann eiga þetta skilið. Evrósýn er þó líklega þekktust fyrir flest annað en látleysi og hógværð og því fór sem fór.....
Lagið sem vann er lagið sem ég hefði sýst talið að myndi vinna, og sýnist þar best og sannast hve ég er ekki í takti við hinn týpíska Íslending. Nú þarf Sjálfstæðisflokkurinn bara að fá yfirburðakosningu þann 25.apríl, þrátt fyrir allar misgjörðir sínar á síðustu árum, og ég er farin. Burt af landinu sem ég skil stundum ekkert í, en á þó að tilheyra sökum þess að ég fæddist hér. Gefum þessu samt "the benefit of the doubt", og ég fer ekki fyrr en ég hef barist fyrir réttlæti og skynsemi. Hver veit, kannski kjósa Íslendingar ekki eins og ég í Evrósýn en beita engu að síður réttsýni þegar kemur að framtíð lands og þjóðar.

laugardagur, febrúar 14, 2009



Fyndnasti maður í heimi!
já, það var víst fös.13 í gær og ég var ekkert búin að velta því neitt sérstaklega fyrir mér og lenti því ekki í neinu óhappi. hefði ég vitað hinsvegar....hefði ógæfan líklega elt mig. Í dag, 14.2, laugardag, er ég mjög meðvituð um ekkertið. borgar sig að gera lítið þegar það er hægt. mér finnst eins og ég sé stödd í miðju hverfilbyls, þið vitið, gatinu sem myndast áður en allt heldur áfram að vera tryllt. veit reyndar ekki hvað er svona tryllt sem heldur áfram...
tveir strákar í heimsókn hjá óliver og allir komnir í grímubúninga. óliver var að fá það í gegn að þeir myndu allir leika "góða" og svo væru "vondu" bara ósýnilegir. þannig sleppa þeir algerlega við að vera eitthvað að leika vonda kalla. ég er mjög ánægð með það. ég vil bara góða kalla í íbúðinni minni.

föstudagur, febrúar 13, 2009

Föstudagur, og mér tókst að blogga einu sinni á dag alla vikuna. Fór í jóga 3svar, og ætla í sund á eftir. Var að spá í að fara á grænlenska reggírokksveit í Norræna húsinu á laugardagskvöld. Hver nennir með mér?

fimmtudagur, febrúar 12, 2009

það er fimmtudagur. ég verð að vera dugleg. farin í vinnuna, þótt ég sé bara til í að sofa forever. en það er fimmtudagur. þá er föstudagur á morgun. kannski fer ég og kíki á grænlenska hljómsveit spila í norræna húsinu á laugardagskvöld. það gæti verið stuð. við gætum farið öll fjölskyldan. jájá. þarf kaffi til að vera frjó í huga og verki. kaffi it is.

miðvikudagur, febrúar 11, 2009

ég er furðulega lost, eitthvað, á miðað við hvað ég er að lifa einfaldri tilveru núna. En hálf þjóðin er víst soldið lost líka, svo þetta er bara að ganga.
Markmið1: Mæta í jóga 3svar í viku, og líka í sund og gufu öðru hverju.
Markmið2: Sofna snemma og vakna snemma.
Markmið3: Minnka kaffi og auka te. Og fjölmargir aðrir markmiðar sem ég læt ekki uppi. Annars er ég skrifstofupía, og það er kúl. Er samt ekki enn farin að mæta í stuttu leðurpilsi/köflóttu ullarpilsi og nælonsokkabuxum, enda er of kalt í það enn.
Elvar breytti, nú er kringlótt borð í stofunni.
Ég er aftur orðinn sudoku-meistari, en það er soldið erfitt að sofna á kvöldin og því hef ég brugðið á það ráð að taka sudoku með uppí rúm. Snemma í háttinn, og ......allt of seint sofnuð.

þriðjudagur, febrúar 10, 2009

þriðjudagur. vínber og bananar í 10-11 kláruðu innistæðuna. en lífið er nú fleirra en vínber og bananar. er byrjuð í jóga, á iðavöllum. það er fínt, alveg súperfínt, og er með harðsperrur um allan kvið, í hliðum og í leggjum. enda á að taka á því í teygjum. það er gaman að vera með harðsperrur í maga, því það þýðir að magavöðvar eru að styrkjast. nú ætla ég að hringja meira. ble.

mánudagur, febrúar 09, 2009

mánudagur og ég fer soldið seinna framúr en ég ætla mér, en hef líka þurft að vinna upp svefn síðan um helgina. það var ekkert svo mikið sofið sko. en nú er ég útsofin og að blogga um ekki neitt (mínar prívat svefnvenjur). er á leið í bæinn og ætla að koma mér fyrir í Von. Gott að fara að vera mikið í Voninni næstu vikur. V.G.-very good.

laugardagur, febrúar 07, 2009

Já, áfram með moðerfokking smjörið! Það þýðir ekkert að vera með fögur blogg-fyrirheit og koksa svo strax á því. Ég er á leið í sundoggufu í nýrri Sandgerðislaug með Elvari! Mæli með þessu og þar er líka sækadelísk rennibraut (segji ekki orð um það meir, það þarf bara hver og einn að reyna hana á eigin skinni) Gunni, kemuru ekki bara með familíuna næstu helgi, ha? Sund í Sandgerði og svona......
Annars langar mig ennþá rosalega mikið að hafa þátt á Rás 2. Plata vikunnar hjá mér er hin stórkostlega samnefnda fyrsta plata hljómsveitarinnar Toto, sem kom út árið 1978. Ég eignaðist hana ásamt 10 öðrum plötum á fimmtudaginn. Það var mamma sem gladdi mig með því að finna plötukassa á markaði til styrktar körfuboltadeild Keflavíkur, og hringdi hreinlega í mig og ég fékk að velja það sem var spennandi í gegn um mömmu. Vá, hvað ég á frábæra mömmu!
Allavega, lagið Goodbye girl er með skemmtilegri lögum sem ég hef hlustað á siðustu mánuði og verður að vera mitt uppáhalds. Dansaði meira að segja við það í eldhúsinu þegar ég vaknaði áðan. Hér er það!

föstudagur, febrúar 06, 2009

Þoli ekki alla þessa lélegu bloggara sem ég þekki,sem eru svona afskaplega fínir bloggarar en nenna því ekki núna. Þeim til heiðurs ákvað ég að blogga nú sjálf reglulega, því það er ekki nóg að gagnrýna hina. Maður verður sjálfur að standa sig í stykkinu, þótt maður hafi ekkert að segja. Annars spilaði ég rafmagnað trúbadoragigg í fyrsta sinn á ævinni áðan (ég veit, Billy Bragg var soldið í því...og já, Bob Dylan var einn sá fyrsti sem notaði rafmagnsgítar á trúbadoraprógram). Ekkert er nýtt undir sólinni, en þetta var mitt fyrsta skipti. Tel að það hafi gengið vel, þótt krádið væri soldið lost yfir því hversu skrýtið þetta hljómaði. Elvar sagði að á tíma hefði hrátt óverdrævsándið í gítarnum náð að jaðra við noice, svo ég er mjög sátt. Spilaði fjögur óútkomin lög: You, Temporality, Fangaðu mig og Sú er sæt. Fílaði mig eins og Neil Young, þótt ótrúlegt megi virðast. Fannst þetta eitthvað svona Crazy Horse-legt.
Langar að vera með útvarpsþátt. Óli Palli: Ef þú lest bloggið mitt er ég með þrusu-hugmyndir að útvarpsþætti....Er þetta ekki langsóttasta leið ever til að sækja um vinnu á RÚV????? Spennandi, kannski virkar þetta bara.