Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, júní 25, 2009

út að hjóla. keypti plötu með hljómsveitinni u.k. í gær. frá 1978. rosa gott progg. logn og skýjað og sæmilega heitt er fínt veður líka.
Öppdeit: Ljóni var í slag við svarta nágrannaköttinn! Ljóni vann, hinn fór í burtu með skottið á milli lappanna. Ég er á leið út að hjóla og ætla að koma við í búð og kaupa kattanammi til að gefa honum til að hann læri að svona á að verja sig. Hann er nefnilega soldil skræfa þegar kemur að öðrum köttum. Er að hlusta á Kinston Trio! Eðalgóð gömul og nær óspiluð plata: 200 kall í Góða hirðinum!

þriðjudagur, júní 23, 2009

Á sunnudag fór ég út á götur Reykjavíkurborgar og spilaði á gítar og söng, frumsamin sem og koverlög. Ég var að taka þátt í franska tónlistardeginum Féte de la musique sem verið var að prufukeyra hér á landi í fyrsta sinn. Hef ég þó tvisvar tekið þátt í honum í Marseille með Something Else, hinni stórkostlegu nýbylgjusveit sem ég var í, árið 1990 og árið 1992. Bæði skiptin voru frábær og hvar sem maður fór voru bönd og trúbadorar og vart þverfótað fyrir þverflautuleikurum og alls kyns klassískum hljóðfæraleikurum. Og svo var fólk sem kunni lítið en tók viljan fyrir verkið og gerði bara það sem það gat. Kærði sig kollótt um árangurinn og það gerðu þeir sem sáu og heyrðu í þeim líka. Galdurinn við þessa hátið er nefnilega að það eru ekki allir svipaðir eða jafnir eða slíkt, heldur kemur fólk bara út á götu með það sem það getur og er það talið nógu gott.
Íslendingar eru eitthvað tregari en Frakkar að sýna tilfinningar sínar og vilja ekki gefa höggstað á sér, og það sannaðist líka síðasta sunnudag,....það var næstum ENGINN að spila úti á götu. Ég sá Sigvarð Ara syngja flott franskt á Café Paris, og svo hitti ég einn franskan gaur sem var að glamra Bítlalög og fleirra á Austurvelli, og tók með honum Something, og One more cup of coffee. That's it!
Svo var svið fyrir einhver bönd á Ingólfstorgi, en það þurfti að panta fyrirfram til að koma þar fram. Þegar ég labbaði þar framhjá var einhver Idol-leg gella....Svo voru tónleikar inni á Rósemberg um kvöldið sem ég fór ekki á,....en það eru tónleikar út um allan bæ inni á stöðum marga daga í viku, allan ársins hring, svo það endurspeglar nú ekki gróskumikið tónlistarlíf á Íslandi.
Það er nefnilega einmitt ímyndin sem Íslendingar hafa út á við, að við séum svo skapandi og frjó og allir að spila tónlist og svona. Hvar voru spilandi Íslendingar þann 21.júní 2009?

laugardagur, júní 20, 2009

Æ, og nú er bara runninn upp þessi prýðilegi laugadagur. er að spá í að reyna að hjóla soldið á eftir. destination óákveðin. svo bara vídeógláp, eða bókalestur, eða tiltekt, eða gönguferð með nesti, eða....veit ekki. óákveðin. en fyrst: Bað

þriðjudagur, júní 16, 2009

við æfum, semjum og spilum. afskaplega gaman. alex fer út á fimmtud. en við ætlum að klára eitt lag sem er aðeins komið af stað. svo þegar hún kemur aftur erum við með SEX ný lög!!!! noh. Lögin: Stop that noise, Morceaux de gayeté, Falsetto og I should be cool, og tvö ný til: Too late lier og (vinnuheiti) Bratislava. Nice!

sunnudagur, júní 14, 2009

Margt hefur á daga mína drifið í þessari viku og nú í vikulok er mér ljúft og skylt að greina frá framvindu hennar. Við höfum nokkrum sinnum skotist til Reykjavíkur að sýsla eitthvað, og á föstudag sáum við ánægjulega tónleika með málmblásarakvintettinum Brasskarar, í sól og logni á Austurvelli. Daginn eftir, laugardag, fórum við að fá okkur mat sem fellur af borði ofgnóttar hjá Food not bombs-snillingunum, á Lækjartorgi. Aðfararnótt fimmtudags gistu 3 Kanadamenn hjá okkur og Hellvar æfði og svo horfðum við á Back to the Future I, langþráð verkefni að horfa á þessa mynd með Óliver. Aðfararnótt föstudags og laugardags gisti Berlínarbúi hjá okkur og við héldum meira að segja veislu á föstudagskvöld, eftir að búið var að horfa á Popppunkt, að sjálfsögðu, sem er líkast til einn sá skemmtilegasti sem ég hef séð um ævina. Gylfi Ægisson er svo innilega innilega æðislegur og skemmtilegur, og svo þegar hann fékk hláturskastið hlógu bara allir líka og hvað er svo sem annað hægt? Mig langar að stofna með honum kaffiklúbb og hittast einu sinni í viku og spjalla og hlægja og drekka kaffi.
Já, en aftur að vikunni, Ég horfði á rosa góða margóskarsverðlaunaða mynd sem heitir Kramer vs. Kramer, og hef ég ætlað mér að sjá hana lengi. Elska þetta tímabil í sögunni, mid-seventees. Tók hana til að horfa á New York á þessum tíma, en drógst svo alveg inn í söguþráðinn og í raun kven- og karlfrelsisboðskapinn í henni. Hún er svo sönn og frábær, og opnar augu fólks fyrir því hvernig tímarnir voru. Þá bara vann kona heima, og karlinn "brought home the bacon",....Allt er þó breytingum háð og bara horfiði á þessa mynd, sko. Þvottavélin komin í gagnið og ég er búin að þvo nokkarar og hengja þvott út á SNÚRU sem ég hef ekki getað lengilengilengi. Það kom góð lykt, útilykt, í náttfötin mín sem ég svaf í í nótt. Svo sátt. Eftir matarveisluna á Lækjartorgi í gær fórum við í sund og gufu í vesturbæ, hittum þar Gísla Gímaldin sem stefndi okkur á Mokka, og þar var Melli líka svo kvöldið endaði í kaffihúsatjilli, sem ég elska. Og ég sá amerískan eldri mann með gamla Nikon-filmuvél sem var að taka fyrir utan Mokka og sagði: "Love your camera" við hann og við fórum að spjalla um Nikon-vélar, og þá fattaði ég hvað ég sakna gífurlega að geta ekki tekið á filmu, og framkallað sjálf. Svo pöntun dagsins er: Að finna einhvern stað sem ég kemst í framköllunaraðstöðu, og kannski kaupa notaða ódýra Nikon-vél einhvers staðar....Já, takk þetta væri gott.

þriðjudagur, júní 09, 2009

elvar borðaði kattamat í kvöld og sagði að hann væri vondur..............

sunnudagur, júní 07, 2009

laugardagur, júní 06, 2009

Ég hef alltaf fílað betur að láta sultuna ofaná ostinn á ristuðu brauði. Það er einhvern veginnn bara meira svona: ,,Já hér er sultan og ég finn mikið og sterkt bragð af henni í munninum"-fílingur. En áðan langaði mig að bera þetta tvennt saman. Svo ég gerði vísindalegan samanburð á tveimur sneiðum af ristuðu brauði. Báðar með smjöri, ein með kirsuberjasultu og SVO osti og ein með osti og SVO sömu sultu. Niðurstöðurnar komu á óvart. Ég held ég hafi fílað ostinn ofaná sultunni betur. Þá finnur maður fyrst ostbragðið og svo læðist sultann aftan að manni, og spýtist jafnvel undan ostinum uppi í manni ef maður er heppinn. Þetta liggur því ljóst fyrir: Framvegis mun ég láta sultu undir ostinn á ristaðbrauð, allavega tímabundið á meðan ég er í stuði fyrir það. Ég er greinilega að fíla svona subtle betur en bold í dag. Ákvað svo að vera mjög bresk með ristabrauðinu og fékk mér earl grey-te með 1 teskeið af sykri. Það var ekkert spes. Mundi svo að ég átti sítrónu og kreisti smá út í. Skánaði lítið. Earl grey er í mínum huga drykkur með hunangi og mjólk út í, og ég drekk ekki lengur mjólk svo það er soldið off. Möndlumjólk útí bjargar þessu samt, en vildi gjarnan athuga með möguleika mjólkurlauss earl grey. Mig minnir nefnilega endilega að bretarnir drekki það mjólkurlaust með sykri og sítrónu...þarf að gúggla þetta. Svo fékk ég jarðarber í laginu eins og hundshaus í gær og borðaði það náttúrulega undireins. Það er happa að borða ávexti og grænmeti sem eru í laginu eins og eitthvað sem maður þekkir. Enda er ég einstaklega heppin kona í dag: Sit í seventíslega eldhúsinu með appelsínugulu hinti, sem elvar málaði. Við rifum út og röðuðum inní æfó í gær. Elvar tengir í dag og þá er komin vinnuaðstaða. Ekki seinna vænna að fara að semja ódauðleg listaverk.

fimmtudagur, júní 04, 2009

við eigum eldhús! við eigum stofu! við eigum gang! við eigum garð! við eigum baðkar! og bráðum á óliver svefnherbergi og við svefnherbergi! við eigum vonandi tónlistarherbergi á morgun, og rétt bráðum eiga ég og elvar röðuð föt, en óliver á röðuð föt! rúmlega helmingur búinn. rétt bráðum. rétt rétt bráðum...

mánudagur, júní 01, 2009

Erum á leið heim í kef eftir kjötveislu, afslöppun, sjónvarpsgláp, svefn, gufuferðir og fleirra. alveg frábært að vera soldið latur stundum.