Leita í þessu bloggi

sunnudagur, maí 30, 2010

Ég held með Haruki Murakami í kosningunni sem fer fram í hausnum á mér um hver sé skemmtilegasti rithöfundurinn. Öðrum held ég ekki með.

fimmtudagur, maí 27, 2010

veit ekki með hverjum ég held í júróvisjón, því eistland datt út. horfði á nokkur lög áðan og held að mér líki ansi vel við spán, með sitt sirkússtuð:

...en líka við þýskaland sem skartar sætri eðlilegri stúlku með kokkneihreim á enskunni sinni. Það lag minnir mig líka bara helling á sigursveit músiktilrauna 2010, Of monsters and men með hinni æðislegu söngkonu nönnu innanborðs. Hún syngur nú ekki með þessum hreim, en það er eitthvað sambærilegt við tónlist þeirrar sveitar og framlag þýskalands í ár:

hér er Of monsters and men á æfingu:

...svo er þarna lagið sem gunni var að tala um í síðasta Alla leið, Opa frá Grikklandi:

ég var ekki búin að átta mig á því lagi, en bakraddirnar eru svo ógeðslega flottar. Öll húa, og hó, eins og í laginu War með Edwin Starr, en það er flottasta lag sem ég pósta hér í dag, tekur því miður öll Júrólög í nefið. Hvers vegna semur fólk ekki betri lög í dag?

þriðjudagur, maí 25, 2010

Ég geri hér með þessi orð að mínum, en þau er að finna á http://vf.is/Politikin/44618/default.aspx ef þið viljið lesa í upprunalegu umhverfi. Konan, Kikka, er snillingur, og greinin ber því merki. Svona er þetta bara, krakkar mínir, og ég hvet ALLA til að lesa og læra.

„Búa bara hálfvitar í Reykjanesbæ?“

Þessa spurningu fékk ég í símanum fyrir stuttu, frá bróður mínum sem býr norður í landi. Hann og fleiri skilja ekki hvernig íbúar Reykjanesbæjar hafa sýnt það í skoðanakönnunum að þeir ætli að kjósa yfir sig óbreytt ástand. þ.e. algert gjaldþrot bæjarfélagsins.


Sameining bæjarfélaga
Fyrir 16 árum voru sveitafélögin Keflavík, Njarðvíkurnar og Hafnir sameinuð og allar eignir sveitafélagana settar í sameiginlegan pott sveitafélagsins Reykjanesbæjar. Ekki voru allir sáttir við sameininguna en þeir sem kölluðu helst eftir henni lýstu því hvernig hagræðing myndi hljótast af þessum gerningi og hagsmunum bæjarbúa væri best borgið í sameiginlegu sveitafélagi. Íbúarnir voru rúmlega tíu þúsund og möguleikar að byggja upp blómlegt samfélag úr sameinuðu sveitafélögunum töluverðir. Átta árum síðar fóru fram örlagaríkar kosningar þar sem núverandi meirihluti náði völdum og hefur haldið þeim síðan, án gagnrýni, án lýðræðis og án þess að bera hag íbúa bæjarins fyrir brjósti. Þetta er ekki gamalt sveitafélag sem berst nú í bökkum.


Smá útúrdúr til sveitafélagsins Farum í Danmörku
Nánast á sama tíma stjórnaði Peter Brixtofte bæjarfélaginu Farum í Danmörku og kom með nýja, róttæka stjórnunaraðferð sem var uppfrá þessu kölluð “Farum módelið” bæjarfélaginu til heiðurs. Farum módelið gekk út á það að selja allar eignir bæjarins til eignarhaldsfélags, nota hagnaðinn í allavega og allskonar fyrir hinn og þennan sem Peter Brixtofte þekkti, eða hitt og þetta sem Peter Brixtofte vildi. Snilldin fólst svo í því að leigja eignirnar aftur, en reyndar á töluvert hærra verði en það hefði kostað að halda þeim við og reka sjálf. En við þetta fékkst lausafé sem hafði verið bundið í fasteignunum, og það var jú mikilvægt fyrir bæjarstjóra sem vildi eyða peningum og reysa misvellukkuð minnismerki um sjálfann sig að hafa nóg af peningum.


Aftur til Reykjanesbæjar
Árið 2002 bjuggu um 11000 íbúar í Reykjanesbæ og skuldir bæjarins voru um einn milljarður. Það þýðir að hver bæjarbúi skuldaði rúmar 90 þúsund krónur og bærinn átti allar skólabyggingar, leikskólabyggingar, íþróttamannavirki, Stapann og fleira og fleira, sem sagt fullt af eignum. Þá frétti einhver af “Farum módelinu” og vildi endilega selja, bæði til að borga miljaðinn (það voru ein rökin) og líka til að losa fé svo það væri hægt að “fegra” bæinn og gera allavega og allskonar eins og sumir bæjarstjórar vilja gjarnan gera.


Aftur til Farum, skömmu síðar
Eftirlitsstofnun með sveitafélögum í Danmörku gerði athugasemd við skuldir bæjarfélagsins Farum sem voru orðnar svo miklar að því varð ekki bjargað. Sveitafélagið Farum, átti engar eignir og skuldaði margfalt það sem það hafði skuldað fyrir sölu eignanna. Sveitafélagið var lagt niður og íbúarnir, án þess að hafa nokkuð um það að segja, sameinaðir öðru svitafélagi. En bæjarstjórinn Peter Brixtofte var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir spillingu og mútugreiðslur nokkrum árum síðar.


Aftur til Reykjanesbæjar
Árið er 2010, íbúafjöldinn er um 14000 manns, hreinn pólitískur meirihluti hefur verið við völd í átta ár og nánast apað allt upp eftir Farum módeli hins dæmda glæpamanns Peters Brixtofte. Það er búið að selja allar eignirnar, og skuldirnar eru yfir 30 miljarðar, sem mér skilst að sé varlega áætlað miðað við allar bókhaldsbrellurnar sem hafa verið notaðar til að fela skuldirnar. Þetta þýðir að hver einasti íbúi Reykjanesbæjar skuldar tæpar 2,2 miljónir, og bærinn er gersamlega eignalaus og á hausnum. Meira að segja fjöreggið, stolt Suðurnesjamanna, Hitaveitan, er farin. Með þessu áframhaldi, kjósi fólk aftur yfir sig meirihluta sem ekki hefur hag bæjarbúa að leiðarljósi, þá er bæjarfélagið Reykjanesbær á leið í gjaldþrot. Íbúarnir þurfa þá að leita á náðir, eða verða neyddir til að sameinast, öðru bæjarfélagi sem fer þá með forræði yfir því sem áður var Reykjanesbær. Þannig verður draumurinn um hið sterka sameinaða bæjarfélag orðinn að sannri martröð fyrir íbúana.


Aftur að bróður mínum
Er nema von að bróðir minn spyrji hvort hér búi eintómir hálfvitar. Honum finnst, eins og svo mörgum öðrum að fólk sem kýs áfram svona meirihluta, sem hefur ekkert gert nema margfalda skuldir bæjarins síðustu árin svo gjaldþrot blasi við, vera hálfvitar. Ég hins vegar trúi því að íbúar Reykjanesbæjar sjái gerðir meirihlutans síðustu árin í réttu ljósi og átti sig á því að það er ekki í lagi að fara svona með almannaeign og ráðastafa henni eins og um einkaeign væri að ræða. Ég trúi því að íbúar Reykjanesbæjar horfist í augu við vandann sem meirihlutinn hefur skapað bæjarfélaginu einn og óstuddur og neitar að horfast í augu við. Aðeins þannig er hægt að vinna á fjármálavanda bæjarins og gera Reykjanesbæ aftur að sjálfstæðu og sterku sveitafélagi.


Og nú að kosningum
Kæru íbúar Reykjanesbæjar, ég bið ykkur, ekki láta blekkjast af glansmynd núverndi meirihluta sem er með allt niður um sig og reynir endalaust að kenna öðrum um hvernig komið er fyrir bænum okkar. Skuldasöfnunin og sala eignanna er þeirra verk. Ekki kjósa þennan meirihluta yfir okkur einu sinni enn, kæru kjósendur. Núvernadi meirihluti Sjálfstæðismanna er búinn að sigla bænum okkar í strand, ekki leyfa þeim að brenna hann líka. Ekki láta mig þurfa að svara spurningu bróður míns játandi.

Það má lesa um Peter Brixtofte og fyrrverandi sveitafélagið Farum hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Peter_Brixtofte


Kristlaug María Sigurðardóttir
Tvennt sem liggur mér á hjarta:

Svitalyktareiði...
...eins og í "ég er farinn að kaupa svitalyktareiði"

Would you like to eat Jesus?
...ja, vantar kommu í þessa setningu eða ekki?

laugardagur, maí 22, 2010

Lag dagsins fyrir mig:
skilaði næst-síðustu ritgerðinni minni í háskóla íslands á miðnætti (í bili allavega, aldrei að segja aldrei. vinnuhelgi í víkingasafni og svo gæti ég alveg hugsanlega náð að mála baðherbergi í næstu viku. elvar er búin með vorhreingerninguna svo íbúðin er draumur. ljósblátt baðherbergi, jafnvel ljósgrænblátt. fagurt og þá er hægt að liggja í baðkarinu og finnast maður vera fiskur.
Best geymda leyndarmál íslenskrar fjölmiðlunar frá upphafi eru róttæku pistlarnir í Víðsjá á Rás 1. Einn svoleiðis pistill næstum daglega, og er oftar í síðari klukkutímanum, milli 5 og 6 á daginn. Hlustið t.d. á róttæka pistilinn frá því í gær á netinu: víðsjá 21.05.2010
Fátæktarhverfi og franskt rapp, sem fær hárin til að rísa!

föstudagur, maí 21, 2010

júppí, vaknaði níu, er að leggja af stað á bókasafnið núna. nú hef ég allan daginn til að klára.

fimmtudagur, maí 20, 2010

jæja, erling tv. klingenberg í hafnarborg hf. kl. 8 í kvöld. þar tek ég þátt, ásamt 5 snillingum, auk listamannsins sjálfs auðvitað. ég sé glitta í endann á rannsóknarritgerð. hef gert blað með ca. 12 atr. sem ég þarf að klára áður en ég get skilað (finna atr.í tímabili heimsmyndanna, finna hvort talað er um worst case scenario/höfnun aðferðarinnar í framlögum til heimspekinnar, laga neðanmálsgreinar, þýða tilvitn.úr þróun á dasein-textanum, koma punktum úr enownment-texta yfir í samfellt mál og koma því fyrir á réttum stað í ritg, og fleirra í þessum dúr). Þetta hljómar eins og piece of cake og er lúmskt hellað, því ég er perfectionisti og vill helst ekki láta neitt frá mér með neinn lausan enda. lús-les yfir aftur og aftur. en nú er bara í dag og á morgun eftir, og ég veit ekki af hverju en ég bara get ekki vaknað snemma á morgnanna. var reyndar útkeyrð í gærkvöldi og yfirspennt og náði ekki að sofna fyrr en hálf-eitt, en maður myndi ætla að kl. hálf-níu væri ég útsofin. neibb. skreyddist á fætur um hálf 12. það er ungbarnasvefn, 11 tímar, takk. ég er að verða ungbarn með árunum.

miðvikudagur, maí 19, 2010

Ort í þjóðminjasafninu í dag:

Skjaldarmerkið
Tryggvi Magnússon hafði rétt fyrir sér:
Við erum þrjósk eins og þursinn,
heimsk eins og uxinn,
dramblát eins og örninn,
og illskeytt eins og eldspúandi drekinn.

mánudagur, maí 17, 2010

en þori ég vil ég og get ég klárað ritgerðina í þessari viku, og það hefur ekkert með það að gera hvort ég er stelpa eða ekki? já, ég þori get og vil. 14 síður niðurskrifaðar, og nú þarf ég aðallega að finna staði og tilvitnanir, gera neðanmálsgreinar, ásamt því að einbeita mér aðeins að in-between-ness-inu sem heidegger lítur á sem einhvers konar lausn. svo þarf ég auðvitað að draga af þessu öllu ályktun. ég hef, held ég, lýst ferlinu frá da-sein til ereignis ágætlega, meira að segja komin með sæmilega íslenska þýðingu á ereignis (sem er leyndarmál ennþá). af öðru: gerði tabulleh from scratch áðan. það var gott, og verður betra eftir nótt í ískápnum. nú vantar bara svona 30 og eitthvað stiga hita og steikjandi sól, og þá gæti ég verið eins sæl og ég var þegar ég snæddi þetta í tíma og ótíma í Marseille hér um árið....Er hægt að panta 30 stiga hita í svona 1-2 daga eftir næstu helgi? þá ætla ég nebblega að vera búin að skila og gæti hugsað mér sólbað og hjólaferðir.

föstudagur, maí 14, 2010

heiheiheidegger! hvað segirðu gott?
heiheiheiða er að skrifa um þig flott!
ég fékk áðan speltpönsur þegar ég átti að vera að læra.
maður þarf líka alltaf að muna að stoppa og sig næra.
þetta er föstudagsþula um það að vera í skóla,
ég er inná bókasafni en ekki úti að hjóla.
svo held ég að ég skelli mér í gufu og í sund,
haldi áfram á morgun með heidegger og hans dund.
ef einhver er kátur, og vill kíkj'á mig í kvöld,
þá má hann það sko alveg, ég er af stuðinu margföld.
ég verð bara heima og hlusta á músik og hlæ.
þetta verða lokaorðin vertu sæl(l) og bæ!

laugardagur, maí 08, 2010

Mér gengur hægar að galdra fram guðdómlega og frumlega ritgerð en ég hefði viljað, en það er í góðu lagi, því ég hef allan maí. Á mánudagsmorgunn ætla ég að taka daginn snemma og hendast í að ljúka "stuttu" ritgerðinni (12-14 bls. og ég er búin með ríflega 10) og skila henni eftir hádegi. "Langa" ritgerðin (um 20 síður) er hálfnuð núna, og ef ég held vel á spöðunum og spilunum og öðru sem halda þarf vel á gæti ég mögulega verið búin fyrir 20. maí. Þá á ég strangt til tekið sumarfrí út maí, því sumarönn byrjar í júní. Í júní, júlí og ágúst þarf ég að galdra "lengstu" ritgerð æfi minnar, sem mun vera allavega 70 blaðsíður, gæti orðið lengri. Þá nota ég "löngu" ritgerðina og blæs hana út svo hún lengist enn meira. Þetta er bara bók sko, for crying out loud. Einnig fer ég í tónleikaferð til ameríku í ágúst, en meira um það síðar þegar allt er á hreinu. Það sem ég vil hinsvegar ná að gera í lok mæ, sumarfríinu, er að þrífa húsið hátt og lágt og mála baðherbergið. Svo þurfum við að æfa hljómsveitina Hellvar og ljúka nokkrum lögum líka. Það er lagskipt og snar-geðbilað stuð að vera ég þessa dagana!
Neil Young á lokatóna bloggsins í dag, og hann er með boðskap sem ég hef í hjartanu:

fimmtudagur, maí 06, 2010

Thank's to Rob for providing this really really silly and entertaining video:

miðvikudagur, maí 05, 2010

3 DDR-pönkbönd, Austur-þýsk pönkbönd: Schleim keim (þýðir slímfræ) með lagið Ata, Fit, Spee, en textinn fjallar um vörur sem er hvergi hægt að fá nema í ddr:



Þetta er svo hljómsveitin Müllstation (ruslastöðin) með lagið Alles grau, og er ádeilutexti um hvað allt var grátt í ddr og hann vill gjarnan fá liti:




og að lokum L'Attentat með lagið Karriere, þarna er hann að velta fyrir sér atvinnumöguleikum í gamla ddr:



Alvöru pönk, Albert njóttu sérstaklega vel!

mánudagur, maí 03, 2010

Uppgötvanir síðustu daga:
Einn daginn ætla ég að búa í japan. Mér finnst gaman að dansa diskódans. Ég vinn ekki bara best undir pressu hendur alls ekki nema það sé pressa (ég veit, óheilbrigt). Ég þarf mikið fólk, þeim mun meira þeim mun betra, samt finnst mér alltaf best að hafa smá pláss í kring um mig. Fíla sól svo vel að þegar hún skín á skinnið mitt finnst mér eins og ég sé rafhlaða sem verið er að hlaða, bókstaflega! Dreymdi New York í nótt, þar ætla ég líka einhvern tíman að búa. Finnst ísl. sjónvarp ekki nógu skemmtilegt. Finnst gaman að horfa á bíómyndir, sérstaklega annað hvort 70's, má vera hvað sem er, eða sakamálamyndir, helst breskar. Hercule Poirot-myndin sem ég sá á DR1 í gærkvöld var hressandi. Er búin með enga ritgerð af tveimur. Ein klárast í kvöld (bara verð), hin þarf að klárast fyrir lok mai. Frestunarárátta dauðans mun ekki klára þessar ritgerðir, svo það er eins gott að henda sér af stað í bæinn.