Leita í þessu bloggi

mánudagur, febrúar 28, 2011

Það er enginn mánudagur á þessum bæ, en samt ansi furðulegt veðurfar. Snjór, sól, bjart, dimmt, og allt í bland. Fuglarnir í trjánum fyrir utan gluggana mína í stofunni og eldhúsinu eru vægast sagt ringlaðir og vita ekki hvort þeir eru að fara eða koma. Það minnir mig á gamla klám-limru.

There was an old man from Kent
He had such a prick that it bent
To save him some trouble
He kept it double
So instead of coming, he went.

Jamm, krakkar mínir. Margt í mörgu. Fór á Svarta svaninn á laugardagskveld, hún er ógleymanleg! Minnti mig reyndar á sjoppu með sama nafni, sem var á Rauðarárstíg til fjölda ára. Sakna hennar. Vann meira að segja eitt sumar þar, þegar sjoppan sú var enn stórveldi með grilli, ísbúð, vídeóleigu og sjoppu. Fannst skemmtilegast að vinna í vídeóleiguhlutanum, næst skemmtilegast í venjulegu sjoppunni, þriðja skemmtilegast var grillið og leiðinlegast var ísbúðin. Það er rugl-leiðinlegt að þrífa ísvélar. Í dag gæti ég alls ekki hugsað mér að vinna á grilli eða í ísbúð, þar sem ég ét hvorki kjöt né ís. Horfi hins vegar mikið á góðar kvikmyndir. Talandi um slíkar, er í svo gífurlegu bíóstuði, langar mikið í kvöld. Anyone?

þriðjudagur, febrúar 22, 2011

ég veit ekki hvað er að stjórna tímanum þessa dagana en mér finnst í alvörunni að ég rétt blikki og þá sé aftur kominn miðvikudagur. já, ok reyndar er þriðjudagur í dag, en ég man mjög sterkt eftir miðvikudeginum í síðustu viku. síðan þá gerðust 100 hlutir: hitti thelmu, sótti um vinnu, hitti sunnu, hitti sif, fór á 2 bíómyndir, horfði á fullt af friends-þáttum, seldi í kolaportinu með óliver, fór nokkrum sinnum út að borða, eldaði megagóða pizzu heima, drakk mikið te, samdi eitt lag á gítarinn. sko, þegar maður mætir ekki í vinnu á sama stað á sama tíma alla virka daga þá bara gerist svo mikið og svo margt og fjölbreytt að ég finn ekki fyrir tímanum. mér finnst í alvöru eins og ég sé geimfari á fimmföldum ljóshraða eða eitthvað...
Á morgun ætla ég að reyna að gera eitthvað dull og einfalt svo ég finni aðeins fyrir tímanum. ég labba í skólann, les yfir ritgerð, tékka á pósti, les meira, fæ mér súpu í hádegi, les meira og labba svo heim. einfaldleikinn er góður.

mánudagur, febrúar 14, 2011

Jæja, það er svona mánudagur og ég er að deyja í bakinu, gat ekki sofnað í nótt fyrr en kl. 5, var að vakna. svona er bara stundum bakið. en fékk tíma hjá bakgaldramanni í fyrramálið sem getur vonandi lagað eitthvað. núna þarf ég virkilega að liggja bara í baði, en samt fór ég í gufubað og heitan pott í gær, það bara dugði ekki til....úti er hvít birta og logn, trén bærast ekki og fuglarnir sitja þar á greinum á sínum rökstólum. óliver er heima, að ná úr sér kvefpestinni, elvar er í vinnunni. elvar gerði myndband við ding an sich í gær:

þriðjudagur, febrúar 08, 2011

Ó-veður=Un-weather

laugardagur, febrúar 05, 2011

Hellvar-Ding an sich

fimmtudagur, febrúar 03, 2011

ég sverða ég hef ekki bloggað síðan ég varð fertug. þegar ég skrifa þetta orð fertug dettur mér strax í hug orðið "hortug" en það er nú ekki gott að vera svoleiðis. Annars hélt ég upp á fjóra tugina með mömmu, pabba, óliver og elvari á veitingastaðnum fiskimarkaðinum í gærkvöld, og það var sko lúxusmáltíð í lagi. hef aldrei borðað þar fyrr og fékk alveg bara stórkostlegar krabbaklær í forrétt og fullt af sushi/sashimi/nigiri í aðalrétt. óliver hámaði í sig sushi-ið líka og ég er svo glöð að hann er búinn að ná því bragði svona ungur. ég var nú eflaust um 23-24 þegar ég prófaði þetta fyrst. í dag tjillaði ég í grafarvogi þegar ég beið eftir óliver á lúðrasveitaræfingu. tónleikar á laugardag í háskólabíói. keypti bókina Morgun-engill fyrir fé sém mér áskotnaðist í afmælisgjöf frá tengdó. elska Árna Þórarinsson sem rithöfund. Finnst hann ná einhverju enn betur en Arnaldur. Ég og óliver endalaust að tjilla í dag saman, fórum á KFC (hann fékk að velja hvað sem er í kvöldmatinn) og ég fékk þá til að útbúa kjötlausa pönnuköku, bara sósu ost og grænmeti semsagt og voila! ég fékk bara strax í magann og dreif mig heim og lá í hnipri í sófanum og rotaðist svo. Óliver hæstánægður með sinn mat. Ég bara meika ekki msg-innihald í öllu KFC-gumsinu. Þetta hlýtur að vera í svona miklu magni í sósunum þeirra líka, því ekki borðaði ég kjúklingakjötið. Þannig að: Hingað og ekki lengra. Ég borga ekki lengur fyrir vanlíðan vegna matarins þar. Þetta var í síðasta sinn sem ég reyndi að gefa KFC séns. Kannski er grænmetið þeirra bara ekki ferskt heldur eða eitthvað. Bragðaðist soldi eins og gamalt dagblað með sósudrulli á, svo ég er heldur ekki að missa af miklu bragðlega séð.
Eníhú. Óliver og ég snérum roti í sófa yfir í ótrúlega kósi vídjókvöld og rifjuðum upp kynni okkar af myndinni A view to a Kill sem við vorum bæði búin að gleyma söguþræðinum í. Stórkostleg Bondmynd, og æsispennandi eltingaleikir og slagsmál á alla mögulega og ómögulega vegu. Svo var það freiðibað mitt og svo freiðibað hans núna og eftir það tekur lestur á Harry Potter við. Hvílíkt eðal-prógram fyrir einn strák og mömmu hans. Það er frí í skóla á morgun, foreldraviðtöl þannig að okkur líður eins og það sé föstudagur. Gott að fá föstudag, fimmtudag og föstudag, og svo kemur helgin....Alvöru!