Leita í þessu bloggi

föstudagur, nóvember 05, 2004

Dagurinn í dag pakkaður af gleði, eins og náttúrulega allir góðir dagar eiga að vera. Byrjaði í þvottahúsinu á að nota tímann og læra smá Schelling á meðan þvottur þvoðist. Las fyrstu blaðsíðuna í Philosophy und Religion....42 orð sem ég þurfti að fletta upp og glósa. 1 blaðsíða, 42 orð sem ég skil ekki. Þýska er erfið, úff. Set mér nú takmark: glósa lágmark eina blaðsíðu í Schelling á dag, helst 3, þá verða orðin væntanlega færri og færri, og orðin í kollinum mínum fleiri og fleiri.
Í kolli mínum geymi ég gullið
sem gríp ég höndum tveim
svo fæ ég vexti
og vaxtavexti
og vexti líka af þeim

Þetta er gömul auglýsing. Man hvað mér þótti þetta skemmtilegt lag.
En...eftir að hafa lært og þvegið, og strákarnir voru búnir í fótbolta í almenningsgarði, ætluðum ég og Elvar og Óliver og Christoph og Jaako Kári í dýragarð, en hann var lokaður og við fundum tívolí í staðinn. Veeeeiiiii! Ég elska tívolí. Borðuðum svo á ítölskum veitingastað, góða og safaríka steik. Nú sit ég pakksödd og þreytt og glöð. Allveg svakalega fínn dagur. Reynum að komast í dýragarð á morgun, en svo þurfa gestirnir því miður að fara heim með lestinni til Frankfurt annað kvöld. Þá spila ég líka á tónleikum annað kvöld á staðnum TIVOLI , Kopenhagenerstrasse 14, í Prenzlauer Berg. Það er spennandi, hlakka til þótt ég fái nú bara að taka tvö lög. Alein með kassagítarinn. Líka pínu stressuð, ekkert mikið samt. Ef vel tekst til fæ ég svo að spila aftur fyrsta laugardag í desember, og þá taka heilt tónleikaprógram, og fæ e.t.v. eitthvað aðeins borgað og svona!!! Ég þarf bara að massa þetta á morgun. Allir að mæta...

Engin ummæli: