Leita í þessu bloggi

laugardagur, júlí 30, 2011

Jæja börnin góð, þá er komið að því. Örlítið fréttabréf með því helsta sem á daga okkar hefur drifið í ameríku.
Við flugum til Boston og bílaleigubílar voru uppseldir svo við redduðum hóteli eina nótt. Lestarferð daginn eftir frá Boston til Hudson, og þá var vöruflutningalest að fara um sem lestin okkar þurfti að bíða eftir. Lestarferðin okkar var því 6 og hálfur tími fyrir 255 kílómetra leið. Mér skilst að lestarkerfið sé í lamasessi...einkavæðingin hefur rústað því. Borðuðum á Daba á fimmtudag í síðustu viku. Tjilluðum endalaust mikið á föstudag, og svo komu sverrir og óli á laugardag. við æfðum á sunnudag, mánudag og þriðjudag. Á þriðjudagskvöldinu fórum við í útvarpsviðtal hjá mjög skemmtilegum náunga sem heitir Daniel Seward sem fer fyrir tilraunahljómsveitinni Bunnybrains og rekur plötubúðina John Doe Records. Við spiluðum nokkur lög þar og svo voru tónleikar niðri við ánna á miðvikudagskvöld. Ég og Óliver erum líka búin að fara einu sinni að synda í vatni rétt hjá, og þar sáum við frosk! Svo voru órafmagnaðir tónleikar á Spotty Dog á föstudagskvöld, í gærkvöld sem sagt. Þeim var útvarpað í beinni og hægt er að hlusta hér:

http://archive.free103point9.org/2011/07/Hellvar_SpottyDog_20110729.mp3

Ég var ekki alveg að átta mig á því að þetta væri læf, hélt að það ætti bara að taka tónleikana upp og spila seinna, og því segi ég nú víst bæði "shit" og "fuck" þarna einhvers staðar. Hressandi, en þar sem þetta er lítil lókal-stöð rekin af vinahópi, fremur en eitthvað stórt batterí á ég líklega ekki yfir höfði mér lögsókn....
Í dag ætla ég að tjilla og svo spilum við á tónleikum í kvöld í Chatham á stað sem heitir Peint o'grwr, og er með rótarbjór á krana! Rótarbjórinn mun því renna ljúft ofaní mallakútinn minn í kvöld. Já, svo er Farmer's market hér ofan í götunni á laugardögum og ég ætla að kíkja aðeins þangað og kaupa grænmeti og ávexti og brauð. Síjúleiter alligeiter.

fimmtudagur, júlí 21, 2011

http://www.ruv.is/topp30http://www.blogger.com/img/blank.gif
Elsku hjörtun mín, kjósiði nú Hellvar-I should be cool einu sinni á dag um ókomna framtíð. Er á leið upp á flugvöll til usa í mánuð og kynning á Hellvar-tónlist verður því í netheimum en ekki í sýnilegheitum á tónleikum eða öðru líkamlegu. Það er í ykkar höndum að þetta lag fái að hljóma og hljóma þar til allir syngja hástöfum með:
"I should be cool when I think of you
think of you, but I am blue.
I should be cool but instead I'm blue,
I miss you, when I think of you."

þriðjudagur, júlí 19, 2011

Harry Potter hefur nú verið borinn saman í tví- og þrívídd af mér. Ég tel mig ekki vera sérlegan áhugamann um þrívíddarbíó, en fannst reyndar Avatar helvíti góð í þrívídd, og fannst manni maður vera að fá eitthvað aukreitis út úr upplifuninni. Það sama er varla hægt að segja um Potter og félaga. Myndin er á allan hátt drungaleg enda er efnið alls ekki neitt gamansamt. Harry, Ron og Hermione eru því mun meira sannfærandi í gömlu góðu tvívíddinni. Ég sat reyndar frekar framarlega á þeirri sýningu og upplausn bíótjaldsins gerði upplifunina því mjög "muddy" en það jók kannski bara á óhugnaðinn. Þannig að: Tvívídd: kúl, þrívídd: prump, Bókin: best!
Svo eru núna 2 dagar í að við förum til BNA og verðum í mánuð. Það er nú soldið skemmtilegt. Ég á reyndar eftir að þrífa íbúðina, pakka niður, þvo bílinn, prómótera soldið plötu, setja í nokkrar vélar og fara í klippingu....en hey, 2 dagar.....hahahhahahahahahah. Platan okkar, Stop that noise, er rétt ókomin og lagið "I should be cool" er næsta smáskífulag af henni. Hér er fhttp://www.blogger.com/img/blank.gifréttatilkynning og upplýsingar um giggin á ensku:

Hellvar is just releasing their new album Stop that Noise and is
touring New York in the end of July - Beginning of August.

July 27th @ Hudson Water music concert Series - Hudson, NY.
July 28th @ The Drowned Monkey - Cunning NY
July 29th @ Spotty Dog (acoustic gig) - Hudson, NY.
July 30th @ Peint 'o Grwr - Chatham, NY
August 3rd @ Goodbye Blue Monday, Brooklyn, NY.


Hellvar - I should be cool
http://www.youtube.com/watch?v=SeAdeu_Bf3Q

laugardagur, júlí 16, 2011

Vá, ég hef ekki bloggað í meira en 2 vikur. Það er sökum anna. Lög ferða hafa hugtekið mig. Flug Eistna og fleirra. Var að sjá Harry Potter. Get ekki beðið að sjá hana aftur. Hef ekki orð til að lýsa henni. 3D er rusl samt. Fer aftur í bara venjulegt bíó, sem nú er kallað 2D því það er komið eitthvað hærra. Það að lesa venjulegar bækur er þá líka 2D lestur, með tilkomu Kindle og rafrænum útgáfum í I-pad og allt það. Ég er 2D-manneskja. Ég þarf ekki þriðju víddina búna til fyrir mig, því ég er sjálf í þrívídd og því verður þrívíddin til í huga mér. Þarf að sjá H.P. strax aftur, helst án hlés. Ætli það sé hægt að skora á Bíó Paradís að hafa hana hlélausa fyrir fólk sem lítur ekki á bíóferðir sem afsökun til að úða í sig sætindum?
Síjúleiteraligeiter.