Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, desember 30, 2009

Það er bara eitt "B" sem skilur að mannbætur og mannætur...spáið í því

mánudagur, desember 28, 2009

búin að komast að þessu: borðaðu bestu bitana fyrst í stað þess að geyma þar til í lokin, því þú veist aldrei hvenær þú munt verða saddur. Þessa speki má yfirfæra á annað en mat...

föstudagur, desember 25, 2009

Ég hef aldrei fyrr lokið við að skrifa ritgerð á jóladag, en það er einmitt það sem ég gerði í dag. Ég fór líka út að hjóla og hlustaði á nýja Insol-diskinn (jólagjöf frá Gunna) í nýju heddfónunum mínum (jólagjöf frá Elvari). Það er enginn á götum úti um eftirmiðdag á jóladag, og fékk ég því nettan Palli-var-einn-í-heiminum-fíling sem er alltaf hressandi. Fann hangiketslykt um allt og var því glöð að vera boðið í mat til mömmu og pabba. Er nú um það bil að fara að senda ritgerðina til kennara, og þá er ég í jólafríi það sem eftir lifir kvölds. Það er nú gaman. Ætla að taka upp tónlist, smá í kvöld og meira á morgun. Jólin eru til að gera það sem manni finnst skemmtilegast, ekki til að gera neitt leiðinlegt. Mundu það!

fimmtudagur, desember 24, 2009

Jólin.
Jó.Lin.
Jóóóóoóóóóóóóó-lin.

Þau eru núna.
Það er gleði.
Fer nú að sofa.
Vakna og þá byrjar þetta.
Allt.

þriðjudagur, desember 22, 2009

vei jibbí jei! er komin með eina einkunn fyrir heimspeki og kvikmyndir og það var nía! borgar sig greinilega að læra soldið heima....hahahahah. en nú er það síðasta ritgerðin sem ég er að klára korter í jól út af ægilegum flensuhamförum síðustu vikna hjá litlu fjölskyldunni. hálfnuð með ritgerð, erfitt að einbeita sér núna þegar mig er farið að langa að taka til í íbúðinni og gera fínt fyrir morgundaginn. en á morgun er þorláksmessa og þá ætla ég að borða skötu í þriðja sinn á ævinni, (smakkaði sumsé í hitteðfyrra í 1. sinn, og einu sinni smakkað þú getur ekki hætt á allavega mjög vel við í mínu tilviki). Hef bara farið til Sægreifans og held ég breyti því ekki, enda sagði tengdapabbi að það væri toppurinn, ég hefði einfaldlega byrjað á toppnum þegar ég smakkaði hjá sægreifanum. Jólaskreyting fyrirhuguð er: svart plastjólatré með hvítri seríu, svört jólakerti, mjög goth eða black-metal, og svartur jóladúkur á eldhúsborðið. daman (ég!) verð í svörtu glimmerpilsi sem ég náði mér í í spútnik í gær, svartri galdrakonu/rokkstjörnu-peysumussu með glimmerívafi og svörtum leggings, annað hvort berfætt eða í svörtum skóm. svart hár að sjálfsögðu. svört jól eru svöl jól, ekkert helvítis hvítjóla-kjaftæði á mínum bæ. gleðileg fokking jól, oooooohvað ég er spennt orðin og þetta er ekki kaldhæðni í alvöru!!!! ég hlakkaði nebblega ekkert til jólanna í fyrra, en þá átti ég heldur ekki svart plastjólatré og svört kerti. ég tek myndir þegar stöffið er komið upp og set hér inn (ef ég þekki mig rétt verður það ekki fyrr en mjög seint annað kvöld sem ég næ því). fór með elvari í bíó í gær, á Anvil. Mæli eindregið með henni, um kanadíska rokkhljómsveit sem slær í gegn 30 árum eftir að hún er stofnuð, því meðlimirnir (nú komnir yfir fimmtugt) náðu aldrei að auglýsa sig nógu vel, en hættu aldrei að semja og gefa út tónlist. Note to self: muna að fá sér umboðsmann fljótlega, Heiða.

þriðjudagur, desember 15, 2009



Var að leita að kennslumyndbandi í píanói fyrir eitt af bestu lögum Bowie, og rakst á þetta! Þessi strákur er greinilega mikill David Bowie-aðdáandi: Hér tekur hann hið mjög svo erfiða lag 5 years, af plötunni The rise and fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars:




Og hér er hann að syngja með plötunni, lagið Space Oddity, og í Bowie-bol og allt!
Þetta er stórkostlegt barn!

mánudagur, desember 14, 2009

Ný vika, ný verkefni. Á soldið mikið eftir að gera síðustu ritgerðina, þessa sem ég ætlaði að skila í dag. En helgin fór í "Gullfoss og Geysi", og þá var Geysir mjög öflugur, en Gullfoss lét aðeins á sér kræla líka. Pestina fékk ég frá Óliver sem var með hana frá fim.kvöldi til laugard. en ég var með hana frá laugard. til sunnudagskv. Er sem sagt að skríða saman núna, og er enn illt í maga....en....fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Ég léttist um 2 kíló, og mátti það alveg. Þetta var svona í kjólinn fyrir jólin-veiki...hmmmm. Allavega, þarf að finna sálarró í mér til að fá einbeitingu fyrir síðustu ritgerðina. Var byrjuð að handskrifa inngang og e-ð þegar allt dundi á, en nú er að duga eða drepast. Því fyrr því betra út af námslánunum. Já, henda sér í gang. Bretta upp ermar. Einn, tveir, áfram gakk. Kraftur úr sjötíu hundasúrum handa mér. Jabadabadú!

þriðjudagur, desember 08, 2009

er klædd í nærföt, ullarsokkabuxur, gallabuxur, auka ullarsokka, dr.martinsskó, bol, síðermabol, hettupeysu, hálsklút, úlpu, vettlinga, húfu, trefil. Ætla út að hjóla og sjá hvort þessi múndering dugi til að halda kuldanum í desember frá. ef það dugar hef ég fengið hreyfingu og birtu. finnst myrkur og kuldi leiðinlegur, en einhver sagði í útvarpinu um daginn að það væri ekki til neitt sem héti of kalt veður heldur bara of lítið af fötum. sönnun eða afsönnun þess fer fram rétt bráðum. dóminn birti ég í kommentum hinum megin við hjólatúr.

mánudagur, desember 07, 2009

Thad er otrulegt hvad sma kaffisopi og thyskt stollen getur gert fyrir mann arla morguns. er bara gladvoknud og eg sem var steinsofandi rett adan. var ad klara adra ritgerdina af tremur i gaer, og er ad spa i ad verdlauna mig bara og vera ekkert ad laera of mikid i dag. aetla bara ad vera i utlandinu, labba laugarveginn, skella mer i kaffi til vinkonu, fara kannski i sund og gufu. ja svona almennt slappafelsi eins og madur gerir thegar madur er i frii. thad getur ekki gert neitt til ad byrja ad lesa fyrir naestu ritgerd a thridjudegi i stad manudags. se ykkur, kvedjur fra nyfundnalandinu,reykefjalavik.

laugardagur, desember 05, 2009

Vaknaði með þetta stórkostlega lag á heilanum:


miðvikudagur, desember 02, 2009

Annar ritgerðasmíða-brandari: "oooo, sweet chai of mine" (sungið með innlifun yfir tebollanum. Annars er ein ritgerð af þremur næstum búin, vantar bara herslumuninn. byrjuð að lesa fyrir næstu, og hef fram á sunnudag á miðnætti til að skila henni inn. Það er fyrirbærafræðiritgerðin. "Fyrirbærafræðiritgerðin" er langt orð sem ég get ekki ímyndað mér að einhver útlendingur muni vera afslappaður með að reyna að bera fram ótilneydd/ur.