Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, janúar 31, 2008

Vó það eru 75 manns í að 30 þúsund hafi skoðað síðuna mína síðan hún var stofnuð árið 2003 eða 2004. Man alla vega það var um vorið. Missti af því að halda upp á ársafmæli og hef ekki pælt í því síðan. En ég fékk mér, nota bene, ekki teljara fyrr en eftir ég kom heim frá Berlín, í lok 2005. það eru því rúm tvö ár. 30.000. Það eru 15.000 á ári. Það eru því 1250 á mánuði, ja eða ríflega 41 sem skoðar síðuna á dag. Nokkuð sátt. Svo veit ég að mamma og pabbi skoða nokkuð reglulega....hehehe. Gaman aðððesssu. Sá sem er númer 30 þúsund verður eiginlega að kommenta sko.

mánudagur, janúar 28, 2008

Ég verð að segja að bloggarinn, vinur okkar og Hellvar-aðdáandinn Wim Van Hooste er alveg ótrúlega sniðugur að finna hluti á netinu. Hann verður að teljast með fróðari mönnum um íslenska tónlist, og oft mjög gaman að lesa og skoða síðuna hans. ,,Hvað gerir hann næst?" er sú tilfinning sem ég fæ stundum. Mjög gaman að sjá eiginhandaáritaðan Bat out of Hellvar á síðunni í dag, og svo mundi hann eftir afmælisdeginum mínum! Takk Wim!

miðvikudagur, janúar 23, 2008

Vampírupartý hjá mér næsta föstudag. Ef þú lest þetta og hefur ekki fengið boð frá mér en langar í vampírupartý skaltu bara koma. Leggðu inn ímeil í komment og ég mun senda þér addressu um hæl. Ég þarf að komast í þúsund og eina nótt á eftir og kaupa mér vampírutennur, og svo verð ég að fjárfesta í nokkrum beljum af rauðvíni, því það lítur út eins og blóð án þess að vera blóð. Verst ég á bara 2 rauðvínsglös. Hér með óska ég eftir að fá lánuð rauðvínsglös, nú eða bara að fólk taki með sér glös í partýið og fari svo með þau heim að notkun lokinni. Annars er lífið gott. Er að verða 37 ára og finnst ég fáránlega ung. Tilfinningin mín er að ég sé mun yngri en þegar ég varð 27, spáið í því. Það er nefnilega svo gaman að vera búin að læra að maður er eins ungur og maður hegðar sér. Það er ekki árafjöldi líkamans heldur hvað andinn er að framkvæma. Vúhú, í kvöld ætla ég að fara að búa til blanddiska með blóðugum lögum....vildi að Albert væri á landinu, og sendi honum hér með saknaðarkveðjur til Finnlands.

föstudagur, janúar 18, 2008

Er ekki bara að komast kraftur í kellu? Tja, ég ætla svo sannarlega að vona það. Er að skrifa, fer svo að syngja, svo aftur að skrifa, og annar í kanagufu verður vonandi tekinn eftir vinnu í dag. GuggThelm og allir hinir velkomnir að djoina. Kannski bara maður skelli sér á smá hlaupabretti fyrst og svo í gufusvitn. Já, allavega veikin búin. Svaf í tæpa níu tíma í nótt, vaknaði samt syfjuð. Hlustaði á Klaus Nomi fyrir svefninn, Wasting my time er stórbrotið. Hlustaði á Iggi Pop plötu frá örlí Eydís á leið í vinnu, Party eitthvað heitir hún. Gott tað! Teikninámskeið byrjar á mánudag næsta. Það verður spennó.

þriðjudagur, janúar 15, 2008

Er með flensu númer 59.834, nóg til að vera slöpp, ekki nóg til að sofa bara útí eitt með háan hita og sjá sýnir í móki, semsagt ekkert fútt. Hitalæðingur sem skilar sér í þreytu og slappleika. Kvef, hálsbólga, jafnvel smá svimi....og svitabað. Svimi svitabað er það ekki lag með Millunum? Er að reyna að lesa Þjónn, það er Fönix í öskubakkanum mínum! eftir Eirík Örn Norðdahl og hún er virkilega áhugaverð og skrýtin. Gott að missa þráðinn og dotta yfir þessari bók, og vakna svo og opna hana annars staðar og lesa eitthvað annað skrýtið og skemmtilegt. Ég er ekki að reyna að segja að hún sé bara góð til að sofna út frá!!! Bara á einhvern veginn vel við mig núna að sofna yfir bókum, eða dotta yfir þeim. Ég leiðist! Mér leiðist ég. Ég þarf að komast í gufu, þá fara bakteríurnar veg allrar veraldar. Kanagufa í íþróttahúsi í kvöld, eníboddí?

fimmtudagur, janúar 10, 2008

Öppdeit síðustu vikna er náttúrulega bara löngu orðið tímabært, en svo mikið hefur á daga mína drifið að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ok, erum að flytja á Skógarbraut 926, allir að drífa sig í kaffi. Líklega bara um 2 bílfarfar af dóti eftir, og svo að drífa sig að þrífa Suðurgötu og selja hana svo einn tveir og þrír. Hef ekkert við þessa íbúð að gera núna, ætla að búa á hinum staðnum næstu árin. Líður strax eins og heima hjá mér þarna. Vítt til veggja, nægt pláss til að hugsa, hægt að vera saman í kósí, og líka í sundur í prívati. TVÖ baðkör svo tveir geta fengið þá snilldar hugdettu á sama augnablikinu að fara í bað, og enginn þarf að bíða. Hefur náttúrulega ekki gerst enn, en hvað veit maður? Rúturnar í Rvík alveg að svínvirka. Ég prufaði í fyrsta sinn í gær, og ég var ekki nærri eins þreytt þegar ég kom til baka, og hafði orku í að gera helling heimavið.
Hápunktar síðasta ár fyrir mig: Sá New York í fyrsta sinn og kolféll. Keypti Lomo-myndavél og elska hana. Örugglega fullt af annari snilld, en þetta er svona ferskast. Já, náttúrulega að koma Bat out of Hellvar út, undir formerkjum ferskasta útgáfufyrirtæki landsins, Kimi Records. Það er ekki slæmt heldur. Berlínartúrinn með Óliver innanborðs slagaði nú hátt upp í mæli fullkomins ferðalags, og Gugga babysitter er hér með komin með æviráðningu, enda þau hvílíkt að ná saman, bæði börnin! Séykkur.

sunnudagur, janúar 06, 2008

Er flutt, er alveg að fara að sofa fyrstu nóttina. Loks að hætta að ganga frá dóti, og við erum svona kannski hálfnuð að ná í dót. Mikið eftir en versta búið, alveg eins og það á að vera. Ótrúlega spennandi!!!!