Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Er hugsanlegt að ég hafi of mikið að gera þessa viku? já,...það er möguleiki. Fresta því hér með að skrifa eitthvað hér þar til ég er búin að syngja lagið „Ég og heilinn minn“, í 3ja riðri Evrósjónar, næstkomandi laugardagskvöld. Sé ekki fram úr augunum vegna alls kyns æfinga og funda og æfinga og æfinga og...dreymdi að ég dytti og allir fóru að hlægja að mér...
Hm, fall er fararheill, skulum við vona. En allavega, ef þið fílið lagið, þá hvet ég ykkur til að kjósa það. Má annars ekki alveg segja svona á manns eigin síðu....???
(vona það)
Love,
Heiða

sunnudagur, janúar 28, 2007

Mjög náðug stund sem ég á hér alein í rólegheitum. Heyri suðið í handboltaleik innan úr herbergi, Óliver fór út að leika, og allir sem ég átti að hringja í eru að horfa á sama leikinn og enginn með kveikt á símunum sínum. Vá hvað ég er sátt við stundina sem er að líða.

föstudagur, janúar 26, 2007

Afmælisdagurinn var bestur, bara. Var vakin með morgunmat í rúmið sem Óliver og Elvar höfðu gert, Óliver fékk að hræra í hafragrautnum og það gekk voða vel hjá honum. Svo fékk ég pakka í rúmið frá Óliver: glös, kisusokka og krossgátublað. Labbaði í Öskjuhlíð með Elvari eftir hádegið og faðmaði þar meðal annars tvö tré. Fengum okkur ís í Perlunni, ég fékk Tiramisu-ís. Svo fórum við aðeins í hljóðver, sem er náttúrulega alltaf svakalega gaman. Svo keyptum við borðplötu á skrifborðið okkar (takk pabbi og mamma!) og fórum svo í kaffi og samlokur, öll fjölskyldan, til Thelmu. Svo keypti ég inn, fór svo í mátun á búningi, svo á V.G.-fund, svo á Pub-quiz, og svo kom ég heim og vaskaði upp, hengdi upp úr vél, og bjó til hið stórkostlega Tabulé, sem er nokkurs konar kúskús-salat, hrillilega gott. Sofnaði seint og síðar meir, því ég var með svo mikla orku eftir þennan frábæra dag.

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Það er gott að vera mikilvægur, en mikilvægara að vera góður, sagði meðal annars Love Guru. Ég er alveg búin að sjá það að mér finnst ekkert spennandi að vera mikilvæg, og er ekki alveg að fatta allar þessar pælingar ríka fólksins að vera mikilvægari, stærri, meira áberandi eða merkilegri en næsti ríki maður eða kona. Er ekki merkilegast af öllu í heiminum þegar fólk gerir eitthvað fyrir náungann af óeigingirni og jafnvel í kyrrþei? Maður á ekkert heldur að vera góður og blása það upp til að merkja sjálfan sig í leiðini. Djöfulsins öfugsnúin þvæla er í þjóðfélaginu í dag. Við ættum bara öll að skammast okkar að vera svona mikil efnishyggjuþjóð. Mér finnst það ætti að banna fólki að eiga meira en einn fólksbíl á húshald, meira en eitt sjónvarp á fjölskyldu, og engar undantekningar yrðu gerðar! Þá fyrst færi nú að reyna á að fjölskyndur myndu gera eitthvað saman. Samnýta bíl á morgnanna, eða finna aðrar leiðir til að koma öllum í vinnur/skóla. Koma sér saman um hvað á að glápa á í sjónvarpinu, eða finna aðrar leiðir til að verja kvöldstundunum sínum. Bottom line:
Við þurfum ekki öll þessi gæði, þessar vellystingar, þennan lúxus. Þetta eru allt gerfiþarfir, og það er ekkert mál að lifa innihaldsríku og hamingjusömu lífi þótt maður eigi ekki allt sem mann langar í. Mig langar í hluti, sem mig er búið að langa í lengi, en það má alveg láta sig dreyma þótt maður hlaupi ekki til handa, fóta og kredidkorts og kaupu bara allt. Óliver langaði í stóran pleimókastala. Hann var búinn að vera að biðja um hann í tæpt ár þegar ég gaf honum hann síðasta sumar. Hann leikur sér rosa sjaldan með hann, því það var bara einfaldlega miklu skemmtilegra að langa í hann og skoða myndina og láta sig dreyma en að hafa hann fyrir framan sig. Væntingarnar og dagdraumarnir tóku hlutnum sjálfum fram svo um munaði. Þetta litla dæmi á við um svo margt. Við erum alltaf að reyna að kaupa draumana okkar. Þeir fást bara ekki uppfylltir með því að fá eitthvað nýtt drasl. Fariði út að labba, kostar ekkert. Í sund saman, hræódýrt. Spiliði saman á spil, ódýrt og skemmtilegt. Eldiði saman og borðið góðan mat, gleði hlátur og ánægja sem verður ekki keypt.
Það sýður á mér hérna...NIÐUR MEÐ KAPÍTALISMANN!

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Æ, ég er með ,,Leysum vind" á heilanum. HVERS VEGNA?
....Við komum saman og leyyyysuuum viiiind
Kræst.

sunnudagur, janúar 21, 2007

Þá er að taka til. Hendinni. Ég ætti kannski að reyna að gerast fullorðin og kaupa ryksugupoka í Elkó á morgun, en það er víst ekki nóg að eiga ryksugu. Við erum svo rosalega gleymin stundum, ég og Elvar, þegar kemur að einhverjum svona praktískum hlutum eins og að muna að kaupa ryksugupoka. Hvernig er hægt að muna eftir svoleiðis, þegar fátækt verður meiri með hverjum deginum, ríka fólkið ríkara, firringin meiri og stéttaskiptingin á Íslandi nálgast nýjar hæðir? Mjög falleg félagasamtök hafa kennt mér að Eymd sé valkostur, og því fer ég eftir á hverjum degi, en því miður er fátækt ekki valkostur á Íslandi dagsins í dag. Ryk í hornum eða ekki. Annars tjáir Gunnar Hjálmarsson sig rosalega vel um íslenska firringu og stéttarskiptingu á blogginu sínu í dag.

föstudagur, janúar 19, 2007

Enn ein snilldin, fengin frá Betu.

YEAR-END SURVEY LIKE NO OTHER...POST YOUR ANSWERS!

1.) Where did you go spring break in 2006?
I don’t recall going anywhere spring 2006.

2.) What was your status by Valentine's Day?
In love.
3.) Were you in school (anytime this year)?
I wanted to be, and tried to attend some classes in the University, but ended up not having enough time.

4.) How did you earn your keep?
As a singer, radio-host and a journalist.

5.) Did you ever have to go to the hospital?
Yes.

6.) Did you have an encounter with the police?
I was stopped at a random check but they let me go, as I had not broken any law.

7.) Where did you go on vacation?
Rome, Italy, Mil Palmeras, Spain and Berlin, Germany

8.) What did you purchase that was over $500?
Most of the things in Iceland cost this much, so you end up buying nothing.

9.) Did you know anybody who got married?
Yes.

10.) Did you know anybody who passed away?
Yes.

11.) Have you ran into anybody you graduated high school with?
A lot of people.

12.) Did you move anywhere?
To Keflavík, from Reykjavík.

13.) What sporting events did you go to?
No sporting events, fortunately.

15.) Are you registered to vote?
Of course.

16.) If so, did you do your patriotic duty on Nov. 7?
We don’t do that in Iceland.

17.) Where do you live now?
Kef.

18.) Describe your birthday-
I had the time of my life in Rome with the sweetest man in the world.

19.) What's the one thing you thought you would never do but did in 2006?
Host a Quiz-show about Eurovision on TV.


20.) What is one thing you regretted this year?
I never regret anything.

21.) What's something you learned about yourself?
I am not as modern as I thought, I guess I am a bit Retro-thinking.

22.) Any new additions to your family?
We tried to save a kitten and it repaid us by shitting all over our bed, so we threw him out.

23.) What was your best month?
October, when we toured Berlin.

24.) What from pop culture will you remember 2006 by?
I think 2006 was really strong musicwise, that is if you follow alternative and indie-music.

25.) How would you rate this year with a scale from 1 (shitty) to 10 (the shit) ?
8,5 overall. Very good indeed, but this year will be even better.

So the year is ending... confess that in 2006 you...

() stayed single
( ) got your first kiss
( ) had your heart broken.
( ) broke someone else's heart
(x) had a stalker
(x) had a good relationship with someone
( ) questioned your sexual orientation
( ) came out of the closet
( ) had an abortion
( ) gotten married
( ) had a divorce
( ) had a gay marriage
(x) liked someone you'll never forget
( ) asked someone out
( ) broke a promise
( ) broke up with someone you still loved.
( ) done something you've regretted
( ) lost a chance with someone you might have fallen in love with
( ) lost faith in love
(x) cried after hearing a song

WORK
( ) got a promotion
( ) got a pay raise
(x) started a new job
( ) lost your job
(x) quit your job
( ) dated a co-worker
( ) dated your boss
( ) dated your boss' daughter/son
( ) had sex at your/their work place
(x) did something you were proud of
(x) discovered a new talent
(x) proved yourself an idiot
( ) embarassed yourself in front of the class/work
(x) were involved in something you'll never forget
(x) met a new friend
(x) have best friends
( ) lost a good friend

OTHER
(x) painted a picture
(x) wrote a poem/song
(x) ran a mile
(x) listened to music you couldn't stand
( ) skinny-dipped
( ) went to a sleepover
( ) went to camp / went camping
( ) threw a surprise party
(x) laughed till you cried
( ) flirted shamelessly
(x) visited a foreign country
(x) cooked a disastrous meal.
( ) lost something important to you
(x) got a gift you adore
(x) realized something new about yourself
( ) dyed/bleached/highlights your hair
( ) came close to losing your life
( ) someone close to you died
(x) went to a party
(x) missed someone
( ) got arrested
(x) read a great book
(x) saw a great movie
( ) saw a movie so scary that it made you cry
(x) saw your favorite band/artist live
(x)saw someone famous in person
(x) did something you want to tell everyone
(x) Enjoyed this year overall

fimmtudagur, janúar 18, 2007

Fékk þetta frá Sunnu. Þetta er svona spurningalisti sem I-pod á shuffle, eða annar mp3-spilari svarar. Þetta er mín útkoma....hahah:

1. How does the world see me?
If You Love a Woman - Dirty Pretty Things

2. Will I have a happy life?
Gone Daddy Gone - Gnarls Barkley

3. What do my friends think of me?
The Sound of failure - The Flaming Lips

4. Do people secretly lust after me?
Goin' on - The Flaming Lips

5. How can I make myself happy?
Slippery Dick - Peaches

6. What should I do with my life?
Online - Gnarls Barkley

7. Will I ever have children?
Ooh - Scissor Sisters

8. What is some good advice for me?
Get it - Peaches

9. How will I be remembered?
Storm coming - Gnarls Barkley

10. What's my signature dancing song?
Gin & Milk - Dirty Pretty Things

11. What's my current themesong?
It's beginning to get to me - Snow Patrol

12. What do others think is my current themesong?
From Safety to where...? - Joy Division

13. What shall they play at my funeral?
Dead Souls - Joy Division

14. What type of women/men do I like?
You ride, We Ride, In My Ride - Hot Chip

15. How's my love life?
Haven't got a Clue - The Flaming Lips

Ákvað að gera aðra tilraun, bara að gamni, þótt þetta sé nokkuð gott.

1. How does the world see me?
Invincible - Muse

2. Will I have a happy life?
The Wizard Turns On... - The Flaming Lips

3. What do my friends think of me?
Shining Escalade - Hot Chip

4. Do people secretly lust after me?
Blues From Down Here - TV On the Radio

5. How can I make myself happy?
Warsaw - Joy Division

6. What should I do with my life?
Take Care - Hot Chip

7. Will I ever have children?
I Don't Feel Like Dancin' - Scissor Sisters

8. What is some good advice for me?
Kiss You Off - Scissor Sisters

9. How will I be remembered?
Headlights On Dark Roads - Snow Patrol

10. What's my signature dancing song?
I was a Lover - TV on the Radio

11. What's my current themesong?
The Yeah Yeah Yeah song - The Flaming Lips

12. What do others think is my current themesong?
One One One - Hot Chip

13. What shall they play at my funeral?
Deadwood - Dirty Pretty Things

14. What type of women/men do I like?
Fuck Or Kill - Peaches

15. How's my love life?
The W.A.N.D. - The Flaming Lips

Hið stórmerkilega er að bæði lögin sem tengjast útför innihalda orðið dead í sér, bæði hið stórgóða Dead Souls með Joy Division og hið prýðilega Deadwood með Dirty Pretty Things. Jájá, þetta er skemmtilegur leikur sko. Í fyrra skiptið er ástarlífið ráðgáta, en í seinna skipti er það S.V.I.P.A. á útlensku. Hehehe. Kannski bara ég geri tilraun, geri svona úttekt einu sinni á dag, til gamans.

miðvikudagur, janúar 17, 2007

dugir ekki að drolla, nú er að bretta upp ermar og framkvæma. prufaði Pilates í fyrsta skipti í gær. Niðurstaða: Æði. Fer í jóga á eftir, verður líklega bara líka æði. Svo eru það fundir og mannfagnaðir. Dagbókin að fyllast. Líf og fjör. Næturvaktin næsta laugardag verður bara frá 12-2. Ætla að spila lög sem tengjast skíðum og snjó, í þeirri von að það verði bráðum hægt að skella sér á skíði í Bláfjöllum. Þetta verður því svona sambærilegt við það að dansa regndans, og fá rigningu. Spila snjó/skíðalög og fá skíðafæri. Endilega að vera með í þema strax í dag, tillögur hér í komment. Ástarkveðjur,

mánudagur, janúar 15, 2007

ég þarf held ég bara sterkt kaffi til að koma mér í gang, en annars er ég að sofna, og tiltölulega nývöknuð. gæti verið orkan í honum óliver sem virkar svona svæfandi á mig, en hann er heima úr leikskólanum, alveg stútfullur af kvefi. lætur það þó ekki aftra sér í að vera í ninjaleikjum í sófasettinu og hoppa til og frá milli hósta og kvefuppsogs. já, orkubolti, og ég er sófasnúður með þung augnalok. bráðum vakna ég...með vorinu.

sunnudagur, janúar 14, 2007

ég er ekkert alltaf sérstaklega hrifin af snjó...en ég elska skafla. vá, hvað það eru stórir skaflar núna. ég er handviss um að nú verður bráðum tími til að fara í bláfjöll á skíði. en nú....smá glam.

föstudagur, janúar 12, 2007

fimmtudagur, janúar 11, 2007



Þetta er gaman!
ú-hú. nú er ég að gera doldið leyndó, sem ég hef aldrei prófað áður. það virðist vera ágætt, jájá. þetta er gaman, jibbí. heiða alein í stuði.

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Jæja. Lífið. Nokkuð gott. Ef lífið er gott er gott þá lífið? Ég er ekki viss....ætla að prufa að fara í jóga á eftir, og gufu á eftir. Fyrst ætla ég að samt að gera eitthvað annað, og svo eitthvað enn annað. En ef þetta virðist óljóst, er það alveg í lagi. Ég er ó-ljós í dag.

þriðjudagur, janúar 09, 2007

trúi ekki að klukkan sé aftur orðin eitt og ég ekki farin að sofa. ætla að reyna að gera eitthvað smá á morgun. það er mikilvægt að gera EITTHVAÐ og ekki EKKERT. ég er eirðarlaus og óþolinmóð eftir að fá kraft í köggla (hvar eru kögglarnir á manni?) Kannski sund gefi mér kraft. ... Power.... Please... jæja, farin að sofa

mánudagur, janúar 08, 2007

Er ég orðin svo vön því að drekka espressó að mér finnist venjulegt kaffi vont? Te, eins og ég sagði áður, er hins vegar alltaf gott. Besta er grænt jasmínte með hunangi og mjólk. Það er heilsudrykkurinn minn. Farin að fá mér svoleiðis og víííííí lyfin klárast á morgun. Þá er ég orðin Heiða mínus magabakterían Helíóbakter. Splunkuný tilvera, hvernig ætli það verði? Besta fjárfesting síðasta árs: Sonic Youth DVD-diskurinn. Hann er svo góður að það skiptast á gæsahúðir, kekkir í háls, kuldahrollar og stuðóp.
Að lokum: Til hamingju með sextuxafmælið, David Bowie. Ég er laus til að koma í kökuboð á miðvikudag, föstudag og sunnudag. Aðra daga í þessari viku er ég upptekin...

sunnudagur, janúar 07, 2007

laugardagur, janúar 06, 2007

Your Dominant Intelligence is Musical Intelligence

Every part of your life has a beat, and you're often tapping your fingers or toes.
You enjoy sounds of all types, but you also find sound can distract you at the wrong time.
You are probably a gifted musician of some sort - even if you haven't realized it.
Also a music lover, you tend to appreciate artists of all kinds.

You would make a great musician, disc jockey, singer, or composer.
Tja, helst í fréttum? Nú, ég er ekki með nema eins og hálfan mátt í höndunum (sjaldgæf aukaverkun), svo er mér stundum kalt inní maganum (weird...) og svo svaf ég í 16 tíma og var samt þreytt...er enn þreytt. Þetta er allt tímabundið ástand vegna lyfja. Muna það, EKKI varanlegt ástand (note to self). Ég er vakandi, en samt soldið slöpp og máttlaus. Hef ekkert að lesa, búin með bókasafnsbækurnar. Þarf að lesa eitthvað þar til mig tekur að syfja. Kannski dreg ég bara upp eina góða Kim-bók eftir snillinginn Jens K. Holm, hinn danska. Þar eru glæpir leysanlegir, og hinir góðu vinna að lokum. Allir eru sanngjarnir, og meira segja vondu kallarnir viðurkenna sök sína og verða því ósjálfrátt batnandi fólk, sem er best að lifa. Danmörk sjöunda áratugarins, í smábæ. Sakleysi, sem fyrirfinnst ekki lengur í þessum heimi. Gott að það er enn hægt að lesa bækur og hverfa inn í aðra (og betri) heima.

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Hér er ég, alls og einskis, og get ekki annað.
eins og aspas í brauðrétti alheimsins
eins og pipar í piparsósu almættis
eins og wasabi í soyasósu æðri máttarvalda.

þriðjudagur, janúar 02, 2007

...og enn er verið að japla á konfektmolum, ostum og graflaxi, svona í bland við annað hollara. Enda liggur hátíðarmaturinn undir skemmdum, og um að gera að gúffa þessu bara í sig, illu er best af lokið. Hollustan er þó að læða sér inn, og ég fékk mér til dæmis heilsusjeik í morgunmat (ab-mjólk, mjólk, hveitiklíð, banani og hnetusmjör), og fór í spinning-tíma áðan, alveg hreint stórgóðan. er að spá í að blanda spinning, jóga og pilates saman úr stundatöflu Perlunnar, líkamsræktar í Kef. og synda svo líka með. Þetta all saman í bland ætti að tryggja að a) ég fæ ekki leið á líkamsrækt, b) skammdegisþunglyndi ráðist ekki á mig eftir hátíðarnar og ...síðast en ekki síst... c) ég nái að tálga af mér svona 2 kíló, svo ég verði ofurmegabeib. Að sjálfsögðu er aðalmálið reyndar bara að ná upp góðu þoli, svo að maður geti hoppað og skoppað og blási ekki úr nös, enda er það bara svo skemmtilegt. Heilsa mín verður nú líklega eitthvað í lágmarki í viku eða svo þar sem ég er að taka Metronidazol Alpharma, Nexium esomeprazol og Klacid clarithromycin samkvæmt læknisráði. Líður svolítið eins og Megasi í "Við sem heima sitjum", en útkoman að viku lokinni á að vera: Dauði Helíóbakter!
Að lokum, bætti hér inn link á Orra. Skil ekkert í mér að hafa ekki linkað á hann fyrir löngu, ég sem les hann oft.
Mig dreymdi eitthvað um kókópöffs í nótt, man ekki hvað það var en þó að það var ekkert léttvægt.

mánudagur, janúar 01, 2007

vúhú, 2007. finn á mér að þetta verður geggjað ár. byrja það á að fá mér killer-morgunmat:
2 brauðsneiðar, og á milli tómatur, avokado, beikon, ítölsk spægipylsa, smjör, brauðostur, brie, rauð paprika, salt og pipar. er að fara að borða núna...hér eftir smástund hvernig þetta bragðaðist.......mmmmmmdílissjös.