Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, maí 30, 2006

Mig langar í juicer og blender og fara að halda lífrænar djús-garðveislur. Já.

föstudagur, maí 26, 2006

You Are Dr. Pepper

You're very unique and funky, yet you still have a bit of traditionalism to you.
People who like you think they have great taste... and they usually do.

Your best soda match: Root Beer

Stay away from: 7 Up

fimmtudagur, maí 25, 2006

ooooo allt í einu hef ég ekki hugmynd um hvort ég eigi að vera með næturvaktina á laugardagskvöld eða ekki. ég hélt að ég yrði og svo kæmu bara kosningaúrslit inní öðru hverju, en nú er ég með efasemdir, og finnst eins og ég sé kannski bara ekki og það sé bara sérstakt kosningaútvarp. þetta kemst allt á hreint á morgun. ef ég verð er sko kosningaþema eins og ég sagði í gær, ef ég verð ekki verður því þema bara varpað yfir á næstu helgi þar á eftir, og þá geta allir velt sér upp úr kosninaúrslitunum og spilað kosningalög (dæmi Election day með Duran Duran)....ennívei. Í kvöld er þáttur á Rás 2 milli hálf-átta og hálf-níu og heitir hann „Góð teppi“. Þar eru coverlög og upprunalegar útgáfur spiluð.

miðvikudagur, maí 24, 2006

Þema næstu næturvaktar: Kosningar, kjósa, atkvæði/Election, vote...Kjósið ykkar óskalag hér í neðra.

þriðjudagur, maí 23, 2006

Þetta er náttúrulega bara fyrir neðan allar hellur, að blogga svona lítið. Nóg að gerast allavega. Ian Anderson í kvöld, spila á Ísafirði á morgun. Klukkustundarþáttur milli hálf-átta og hálf-níu um nei í dag og um já á morgun. Yndislegt líf í faðmi fjölskyldunnar, með fyndnasta brandarakarli sögunnar, Óliver Elvarssyni, á hverjum einasta degi. Hann klippir alls sem birtist um Lordi út úr blöðunum og hengir upp á veggi. Syngur með ,,rokkenrólhalelúja". DaVinci-code stórbrotin, ætla aftur! Ótrúlega mikið af góðri tónlist berst mér til eyrna. Svei mér þá, þetta er bara betra en best.

fimmtudagur, maí 18, 2006

Ég er búin að gera eins lítið og ég hef komist upp með í dag. Ætlaði að fara að vera eitthvað fáránlega dugleg og þvo 3 vélar og þrífa klósettið og þurrka ryk etc. en uppgötvaði svo að ég er bara ögn lasin, en bara lítið. Mér er sem sagt kalt og með hálsbólgu, svo ég er bara búin að liggja undir feldi, hlusta á nýja tónlist og lesa alls konar á netinu. Mér hefur ekkert leiðst. Svo borðaði ég hollt salat úr salatbar Nóatúns og drakk trópí með, og fékk mér jasminte áðan svo slæmskan ætti bráðum að fara að víkja. Finnst samt alveg rosalega mikið eins og ég geti bara ekki verið heima úr vinnunni í allan dag. Það er sko ekki þáttur í kvöld, náttúrulega júróvisjón, og ég er búin að vera svo dugleg að vinna alls kyns að það liggur ekkert á svo sem, en þetta er bara svona ónotatilfinning einhver. Finnst ég eigi að fara uppeftir og vera bara stutt, en allavega fara. Get haldið áfram að vinna Næturvörðinn um Eyjar. Eru þetta merki um vinnualkisma eða hvað? Ég veit að ég er ekki ómissandi, og að það gerist ekkert ef ég tek því rólega heima í einn dag en samt...
É'r klikk.
Áfram Silvía!

mánudagur, maí 15, 2006

Vantar að hætta að vera með beinverki, það er svo gaman í vinnunni að ég get ekki verið heima veik. Er samt með beinverki og smá hausverk, búin að taka verkjalyf. Næst á dagskrá er að drekka te og horfa á C.S.I. Óliver er fyndinn. Ég held hann sé að þróa með sér kaldhæðnishúmor. Hann sagði að pabbi sinn væri með snyrtilegar tær áðan, og þegar ég lagði smáspöl frá Austurbæ og við þurftum að ganga aðeins til að komast í leikhúsið sagði hann: ,,Sumir keyra í leikhús".
Næsta þema Næturvarðarins eru eyja/island-eyjur/islands.Má vera um Vestmannaeyjar, en líka um hvaða aðrar eyjar sem fólki dettur í hug.

laugardagur, maí 13, 2006

Rauðhetta er góð mynd. Rosalega fyndin. Ég hló ótrúlega mikið, sérstaklega að geitinni. Vildi að ég byggi í fjallakofa og þyrfti að syngja allt.

föstudagur, maí 12, 2006

takk fyrir allar ofsafengið, klikkað, geðveikt, brjálað, ruglað, geðsjúkt, yfirnáttúrulega, stórbrotið, æðislega, frábærlega góðu hugmyndirnar. (fannst ég ekki búin að nota nógu mikið af yfirdrifnum lýsingarorðum upp á síðkastið, bætti hér með úr því). Já Hemmi minn, kominn föstudagur, og nú er ég bara með hnetuköku og kaffi í maganum að melta á fullu og nýbúin að taka ógurlega (flott yfirdrifið lýsingarorð) mikið af góðum fugla- og fluglögum á safninu, og er að hlusta (núna er platan Magnyl með Botnleðju í, hún er rosa fín!). Ólyst, snilldarlag. Já, langar á alla tónleikana sem verða í næstu viku, ætla að reyna að fara á Joönnu á þri. og Coco Rosie á mið, en veit ekki hvort ég meika að sleppa að horfa á Silvíu og fara aftur á Joönnu Newsom á fimmtudag, en hún er geðbilað góð (gott lýsingarorð). sko ef það vill einhver horfa á You row, viss Jón? heima hjá mér þá ætla ég að vera í stuði og drekka einn bjór, og halda með Silvia Night.

Annars mæli ég með diskinum Apple O' með hljómsveitinni Deerhoof!
Vá!

miðvikudagur, maí 10, 2006

fundir....finnst erfitt sitja sérstaklega talað peninga. ég aldrei og gaman tala peninga? ekki. veit aldrei. ef finn daginn ég farin elska tala peninga, er líka fullorðin. næsta Næturvarðarins flug fuglar.
(Þetta blogg er tilraunablogg og einungis annað hvert orð birt)

þriðjudagur, maí 09, 2006

Hey, ég hef líklega hitt á óskastundina í gær. Ég sit úti á Segafredo-kaffihúsinu á Lækjartorgi, og drekk Latte Macciato og talaði um listir og kosti og galla þess að brjóta reglur, og ferðalög og alls konar við vin minn, hann Wolf. Frábær morgunn, og nú þarf ég á bókasafnið, í Þjóðarbókhlöðuna og í Smekkleysu. Verð að redda Coco Rosie til að spila í útvarpinu og svo á ég plötur með Paul Lydon sem hitar upp fyrir þær. Joönnu Newson-plötuna á ég líka, og tvær plötur með Smog sem spilar líka á þeim tónleikum. Ú-lalalala. Þetta verður sko skemmtilegur maí-mánuður. Svo bara þarf ég að fara að pakka pínu niður bráðum, því 1. júní flytjum við.

mánudagur, maí 08, 2006

Æ, mér leiðist, og mig langar að fara og gera eitthvað verulega krassandi. Verst að ég þarf að redda pening og borga leigu og reikninga, og það er alveg laust við að vera krassandi. Ég væri miklu heldur til í að setjast á kaffihús, borða súkkulaðiköku og ræða um existentialisma við einhvern skemmtilegan. Hmmmm, smá konflikt....

sunnudagur, maí 07, 2006

Ég synti 1 kílómetra! Fyrsta skipti sem ég geri það. Takk fyrir.

laugardagur, maí 06, 2006

Ég geri eiginlega allt sem ég á að gera á hverjum degi: Dugleg að skrifa á morgnana, dugleg að mæta í sund og synti t.d. 30 ferðir áðan. Ég drekk mikið vatn, forðast sætindi nema á laugardögum, og er meira að segja að gera magaæfingar stundum. Ég bara gleymi alltaf að spila á gítarinn, en það var ég búin að ákveða að gera á hverjum degi. Frá og með morgundeginum tek ég gítarspilunarátak! Já, núna ætla ég að spila ævintýralög. Sæl að sinni.

fimmtudagur, maí 04, 2006

Óliver fékk sitt annað tækifæri til að vera gítarrótari þegar Elvar spilaði í Iðu-bókabúðinni í lækjargötu, síðasta þriðjudagskvöld. Hann tók hlutverkið alvarlega, stóð einbeittur með krosslagðar hendur og passaði gítarinn meðan pabbi fór að ná í magnarann. Svo þagði hann alveg allan tímann sem ljóðskáldin voru að lesa upp ljóðin sín og stóð sig mjög vel, þótt hann viðurkenndi seinna um kvöldið að honum hefði nú leiðst pínulítið. Hann er alveg frábær listunnandi og kemur sífellt á óvart hversu heimsvanur hann er, ekki eldri en fjögurra ára. Í gær var allt að gerast frá morgni til kvölds og ekki einu sinn hægt að íhuga að ná eins og einu bloggi, en svoleiðis eru bara sumir dagar. Aðdáendur útvarpsþáttarins Næturvörðurinn fá nú heldur betur eitthvað að gleðjast yfir í sumar. Heiða næturvörður verður nefnilega með þátt milli hálf-8 og hálf-9 mán.-fim. út maí-mánuð, og svo þriðudags- og fimmtudagskvöld frá hálf-8 til 10 í júní, júlí og ágúst. Næturvörðurinn verður samt áfram á sínum stað og næsta þema eru sögur, ævintýri, adventure(s), fairytale(s), fable(s), tale(s), story/ies, l'aventures, o.s.frv. Hugmyndir óskast...

þriðjudagur, maí 02, 2006

Í kvöld verður sætur strákur að spila á gítar í Iðu, Lækjargötu. Finn það bara á mér...

mánudagur, maí 01, 2006

Vá maður! Þessi niðurstaða gladdi mig alveg óstjórnlega mikið. Hvað segir það eiginlega um mig???

You Are 80% Boyish and 20% Girlish

You have a tough exterior - and usually a tough interior to match it.
You're no nonsense, logical, and very assertive.
Sometimes you can't understand women at all, even if you're a woman yourself.
You see things rationally, and don't like to let your emotions get the best of you.
Kynni inn 3 nýja bloggara í tenglasafnið: Steinn, Andaktugi ungi maðurinn og Hallur. Allir hafa þeir verið duglegir að koma með hugmyndir í þemu Næturvarðarins. Velkomnir! Já, og gleðilegan 1.maí. Það er ekki laust við að maður sakni óeirðanna í Kreuzberg, Berlín frá því í fyrra. Vá, hvað það var mögnuð stemmning, en vissulega mjög eldfim, og við vorum soldið heppin að dragast ekki inn í neinn hasar þarna.