Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, september 29, 2004

leiðist....
jæja, nú er ég lasin, svo ég er búin að vera að lesa blogg hjá hinum og þessum í allan dag. Bætti við tveimur linkum, hjá pönkaravinum. Vantaði smá meira pönk í þetta. Á morgun verður mér batnað, en í dag er ég með hálsbólgu og verki út um allan líkama. Ætla að ljúka við bókina Góðir Íslendingar eftir Huldar Breiðfjörð. Hún er prýðileg, sérstaklega gott að lesa hana þegar maður er ekki á Íslandi, það er nefnilega svo mikið um veðurlýsingar í henni. Íslenskt veður, nei takk!

mánudagur, september 27, 2004

hadló adlir. Ég er soldið orðlaus, en langaði að segja eitthvað smá. Í gær lærði ég til hálf 3 um nóttina og sofanði 3 og vaknaði 8 til að fara í skólann, svo ég svaf fimm tíma... eins og Lára var að lýsa yfir að hún gerði venjulega þessa dagana. Ég er ekki sátt við árangurinn, þetta er ekki fyrir mig. Auðvitað gott að læra á nóttunni, í raun eini tíminn sem gefst næði hér heima, en þá þarf ég líka að sofa til hádegis daginn eftir...pjúfff flókið. Mér skilst að Ghandi hafi alltaf bara hallað sér í 2-3 tíma á nóttu. Þá væri ég nú búin með síðustu ritgerðina mína, ef ég væri Ghandi. Ég er að spá í að halla mér fljótlega og ath. hvort ég geti vaknað fyrir allar aldir á morgun (kl.7), þ.e.a.s. áður en restin vaknar og hefur læti og fjör. Þá get ég massað þessa ritgerð og búið spil og úr sögunni. Það er sko frí í skólanum á þriðjudögum hjá mér, þannig að á morgun er heimspekidagur. Annars gerðum við helling um helgina. Fórum í dýragarðinn á sunnudaginn, og sáum alls konar fín dýr, apa og gíraffa og fíla (sem kúkuðu svo stórum haug af kúk að ég held bara að það hafi verið tugir kílóa). Kannski svona sirka ein Heiða af fílakúk.... Svo í dag (mánudag, sko) fórum við að ósk Ólivers í double-decker bus að skoða Berlín. Tveggja tíma rúntur og stoppað hjá 14 mikilvægum stöðum og byggingum. Óliver vakandi helminginn og mjög lifandi í þessari ferð. Böggaði samt engann því allir voru með heddfón á hausnum að hlusta, og misstu því af lögunum sem hann var að syngja um það sem fyrir augu bar. Svo sofnaði hann í kjöltunni minni, þessi elska! Elvar fór svo á tónleika á sunnudagskvöld með amerísku hljómsveitinni The Paperchase, og lét mjög vel af. Tónleikarnir voru í Kreutzberg, dáldið tyrkjahverfi sem er víst æðislegt. Ég þarf að fara þangað við fyrsta tækifæri og skoða. Skoðunarferðin í dag var frábær, því maður fékk smá tilfinningu fyrir stærð borgarinnar, eitthvað sem maður skynjar ekki nógu vel þegar maður ferðast með neðanjarðarlestum. Bla bla bla,,,,,nenni ekki meiru. Hver vill passa á fimmtudagskvöld svo ég og Elvar komumst tvö ein út í bíó?

laugardagur, september 25, 2004

Ókey...Genesis P. Orridge sem er aðalkallinn í Psychic TV er kelling!!
Ég sá á honum brjóstin í gær. Mig rámar eitthvað í að hafa heyrt af þessari kynskiptiaðgerð hans, en var hins vegar búin að steingleyma því þegar hljómsveitin steig á svið í gærkvöldi. Upphitunarbandið To Roccoco Rot var aðalástæðan fyrir því að ég vildi á tónleikana, en ég á eina plötu sem Gunni gaf mér fyrir nokkrum árum, og fíla ég einstaklega vel. Þeir eru þrír listaspíruþjóðverjar, líta allir út eins og litlu frændur Blixa Bargeld, en samt einhvernvegin heilbrigðari í útliti. Ég var sem dáleidd í þær 40 mín. sem bandið spilaði og allt var í sómalagi. Hefði þess vegna getað farið þá, bjóst svo sem ekki við neinu af seinna bandinu, því jafnvel þótt fyrri plötur þeirra hefðu verið tilraunakennd snilld hafði ég heyrt eina sem kom út 95 eða 96 sem var mjög leiðinleg danstónlist og alveg týpísk svona e-pillupartýleiðindi....Hvað um það, ég sat sæl og glöð á hörðu trégólfi Volksbuhne, (gamalt leikhús í austur-berlín), og svo bara byrjaði fríksjóvið. Lessuleg bassastelpa, sem var með fráhneppta skyrtu niður í nafla, (þrusubassaleikari), pönkaratrommari með hanakamp, hommi á hljómborð sem var að nudda sér upp við hljómborðið á mjög ögrandi hátt allan tímann, og endaði með nærbuxurnar á hælunum, robert smith-lookalike á gítar, icequeen sem var stífmáluð í minipilsi og háumhælum og skipti ekki um svip allan tímann á trommuheila og laptop, og theraminleikari í síðustu lögunum. Þetta var bandið. Genesis P. leit hins vegar út eins og fimmtug kelling sem verslar fötin sín í Hagkaupum, með aflitað kellingahár, sjúskuð og komin með pínu bjórvömp, í gallaminipilsi og flegnum bol sem sýndu brjóstin hans ágætlega!!!!!! Tónlistin var misgóð, á köflum smá pönk og drungi, annað soldið hressilegt léttpopprokk eitthvað, næstum eins og kolrassakrókríðandi einu sinni, en nýjustu lögin voru bara næstum eins og Velvel Underground. Ekki mjög frumlegt, verð ég að viðurkenna, en viðeigandi var'ða. Tæpir tveir tímar af fríksjóvi, og á meðan var verið að sýna alls kyns rugl á risabiótjaldi á bak við þau. Meðal annars sýnt þegar Genesis P. fær sér sílikonsprautu inn í varirnar til að verða meira "sexí" (lesist kellingalegur). Ó já ég gleymdi, hann er búinn að skipta öllum tönnunum sínum út fyrir gulltennur, en úr fjarlægð og með ljósunum kemur það vægast sagt illa út, eins og hann sé bara tannlaus. Þannig að þessi fyrrum maður, lítur nú út eins og tannlaus drusluleg ensk miðaldra kelling, og svo syngur hún með karnmannsröddusinni.....Vá.....ég er rosalega glöð að hafa séð þetta

föstudagur, september 24, 2004

er á leiðinni á tónleika sem er reyndar uppselt á, en ég ætla að standa fyrir utan og redda miða. Hljómsveitirnar Pshycic TV og To roccoco Rot spila. Ég fer ein því það er bara rugl að reyna að finna einhvern með sér. Við þekkjum næstum engan, og engin barnapía, enn að minsta kosti. Því verða skemmtanir að vera eins manns verkefni hér í stórborginni. Elvar fer svo einn eitthvert, kannski á Slayer á sunnudagskvöldið. Verðum að redda barnapíu bráðum, það er dáldið einmannalegt svona...

fimmtudagur, september 23, 2004

http://www.hardkjarni.com/photo/?display=DYS%2FSjonvarpshusid_281102-eva%2FDYS9.jpg" alt="Example" />
Nú er ég hálfnuð með þýskunámskeiðið mitt, og finnst ég bara orðin nokkuð lunkin. Get skammlaust lesið fyrirsagnir í blöðum, og einstaka greinar þar sem innihald er um eitthvað af þeim orðum sem ég kann. Eins og á mið. í einhverju Berlínarblaðanna, þá var heillöng grein um Herbst, sem þýðir haust, og ég held alveg að ég hafi bara skilið það. Þetta sama kvöld, miðvikud.kvöld, fórum við svo loksins í bíó, en þar sem Óliver var að sjálfsögðu með fórum við á hina stórkostlegu mynd Twei Bruder (tveir bræður). Það er dýralífsmynd, en með söguþræði.Bræðurnir eru tígrisdýrastrákar, og þetta var prýðismynd. Á þýsku auðvitað, og Óliver skildi söguþráðinn vel, og ég held ég bara jafnvel. Svo þýddi ég official enskt skjal um að við værum nem. við H.I. og erasmusnemar yfir á þýsku (með hjálp orðabókar). Vona bara að þetta hafi ekki verið eitthver "Hotspring river this book, I river cock"-þýðing.



" alt="Example" />

Er að prófa hvort þetta virkar hér, að blogga myndum sem maður finnur á netinu.
virkaðu...plíssss (þetta á að vera mynd af mér með gítar...)


miðvikudagur, september 22, 2004

brrrrrr, íslenskt skítaveður í berlín. Ég er að mana mig upp í að fara út í vind og raka og kulda, en á að mæta í skólann eftir um klukkutíma. Gott að lesa blogg og blogga á morgnanna með morgunmat og te. Það er greinilega allt á öðrum endanum á Íslandi vegna kennaraverkfalls, sé ég, og votta ég foreldrum hvers líf fer úr skorðum samúð, en sendi jafnframt baráttukveðjur. Ég er að spá í að fara í allar peysurnar mínar (tók 3 og svo 10 stuttermaboli með eins og asni). Ég held að ég hafi ruglast þegar ég pakkaði niður og fannst ég væri að pakka fyrir Spán. Óliver vaknaður...heimtar axlabönd á náttbuxurnar af því að þær eru aðeins of síðar, hélt þær væru að detta niður um sig. Hann átti afmæli í gær, og fékk að fara á alvöru gamaldags leikbrúðusjóv. Kostaði fullt, en var bara nokkuð gott. Sjö karakterar, og allir mjög sannfærandi, meira að segja nokkrir prumpubrandarar sem þýsk börn kunna ekki síður að meta en íslensk. En ég tók eftir einu. Þegar svo allt var búið og þýsku börnin voru að leika prumpubrandarana prumpuðu þau ekki eins og við íslendingarnir, þ.e.a.s. með tunguna út og láta vaða. Neeeei, þau prumpa með vörunum, já sko ég get það ekki einu sinni alveg. Meira svona eins og að spila á trompett, ekki að herma eftir lofti úr endaþarmi.....Mjöööög merkileg menningarstúdía. En nú held ég ég hlaupi í neðanjarðarlestina.

sunnudagur, september 19, 2004

Í dag var haldið niður í bæ í vestur-berlín, á Potsdamer-Platz. Ég og Óliver skoðuðum smá í gær þar, og komust að því að það var barnahátíð sunnud. 19. sept. Þannig að fjölskyldan dreif sig öll í dag. Hælætin voru: Barnakór sem var svo væminn að ég fékk ógeðshroll og gæsahúð og næstum tár í augun, en þetta hvar hvorki frábært eða ömurlegt. Óliver elskaði kórinn og fékk póstkort með eiginhandaráritunum allra krakkanna. Svo fengum við ís, og fengum að ,,veiða" járndrasl, eins og dósir og batterí og fleirra, með segulveiðistöngum. Það var í boði endurvinnsludeildar Berlínar, og börnunum kennt að flokka draslið í mism. ruslapoka í leiðinni! Svo varð óliver þreyttur og vildi fara heim, en það var endalaust mikið hægt að gera og margir krakkar, og allt frekar dýrt. Þarna fékk óliver litla blöðru og við borguðum 3 evrur fyrir. Það hljómar næstum íslenskt verð, en þetta er eitthvað um 250 kall. Mjög gott að stíga út úr neðanjarðarlestinni og vera kominn til Austurberlínar aftur. Allt rólegra og ekki króm og gler. Svo datt eitthvað kubbadót sem óliver var að byggja í gólfið og hann sagði hátt og snjallt ,,ANDSKOTANS"!!!!!! ég hló og hló og spurði hver hefði sagt svona, og hann sagði ,,Pabbi minn" og brosti út að eyrum. Hann er yndislegur!

þriðjudagur, september 14, 2004

Fór í miðlungs-hópinn í þýskunámskeiðinu, eins og ég bjóst við. Fékk held ég eitthvað sirka 7.5 eða 8 í prófinu sem við tókum á mánudag. Og ég var í rúma sex klukkutíma í þýsku í dag, dáldið búin að drekka í mig. Með þýskusvamp í heilastað núna. Kennt mán. mið.fim. og fös. frá 10 til 13:30. Þrjár og hálf vika eftir, þrjár og hálf vika til að læra nógu mikla þýsku til að meika að skilja það sem þýskir háskólaprófessorar í heimspeki eru að segja um leyndardóma heimsins. Ég hef löngum verið talin bjartsýn stúlka. Bjart-sýn

mánudagur, september 13, 2004

Það er aðallega tvennt sem ég þarf að tjá mig um og hefur verið að brjótast um í kollinum á mér í marga marga klukkutíma. Annað er um jógúrt og hitt um kúk.
Jógúrtvalið er svo fáránlega mikið hér í Berlín, að ég veit ekkert hvað ég á að kaupa. Og áðan keypti ég nokkur, til dæmis eitt með poppkornsbragði!!!! Það var enn betra en ég hafði vonað, og nú spyr ég: Hvar er fólkið með ímyndunaraflið á Íslandi? Framandi bragðtegundir eru stundum það eina uppbrot í hversdagslífi sem maður getur leift sér (ég er ekki að meina að ég sé strax orðin leið á Berlín, að tala um hversdaginn, ég meina bara svona almennt í lífinu). MS: Grípiði tækifærið, experimentið eitthvað. Og þá er ég ekki að meina að setja á markaðinn Aloh-Vera jógúrt sem bragðast eins og gubb.
Klósettin í Þýskalandi eru eins og þau amerísku og ég er í smá aðlögun með þau. Maður verður óneitanlega miklu betur var við sinn eigin úrgang, þegar hann liggur splunkunýr og glansandi á sérstakri skoðuhillu þegar maður stendur upp, heldur en ef hann er marandi á hálfu kafi í vatni. 2 ókostir hillusystemsins: Þú veist allt of mikið um hvað þú borðaðir, og það er meiri lykt. Ég er að venjast þessu en það er skrýtið maður.

sunnudagur, september 12, 2004

Hér er gaman, allt í lagi, byrja í skólanum í fyrramálið.
Adressa: Belforter strasse 18
10405 Berlin
tel: 0049-3044044003

laugardagur, september 11, 2004

Er í Berlín, eitthvað skrítið konneksjón í húsinu, en ég gerði heillangan og flotta texta um allt, svo bara fór hann út í loftið, með þráðlausa netinu. Það er stundum verra en oftast gott. Prófa bara að hafa þetta stutt, þegar það er stabílt geri ég annan langan ítarlegan texta. En það er gaman, allt er flott, fólk er kátt, Óliver fínn, íbúðin æði!

fimmtudagur, september 09, 2004


What metal band are you?

Iced Earth

You are Iced Earth! Your music stems from classic heavy metal with slight thrash roots. You love melody in your music, and you definitely love adding the element of fantasy with reality when you write your songs. Rhythm speed, heaviness, and melody are what you're all about!

Personality Test Results

Elska að skoða síðuna hjá flosafellibyl, hann er alltaf með eitthvað skemmtilegt hvaða "eitthvað" ertu. Og ég er sumsé þetta blackmetalband, sem ég hef ekki heyrt í en Elvar segir að sé æði. Þar sem ég fíla blackmetal mjög vel er ég sátt, sko.
Er hætt að vera stressuð, hef gefist upp á því. Það gerist sem gerist.


það er skemmtilegt:
Að skulda minna en í gær
Að vita að bráðum á ég aftur heimili
Að vera á leiðinni í meiri hita
Að vera að fara að læra nýtt tungumál
Að eiga vini sem segjast sakna mín
Að hætta að vera stressuð
Það er skemmtilegra:
Að vera orðin rugluð af stressi, því ég veit að ég kem ekki til með að geta gert allt sem ég þarf að gera. En hver segir að ég þurfi nokkuð. Ég gæti hent öllum fötunum mínum, og þá þarf ég ekki að pakka þeim. Ég hendi samt ekki gítururururururrunum. (sko þetta var fyndið inni í hausnum á mér...þar sjáið þig ástandið á mér).
ÆTLA að klára allt sem ég get
ÆTLA að gera mitt besta
og svo ætla ég að sleppa restinni, og stinga af til útlanda..hahah

þriðjudagur, september 07, 2004

Nú eru 3 sólarhringar í för. Ég er enn að rita gerð, gera ritgerð. Það er snúið að klára marga hluti fyrir eina tímasetningu. Oftast gerir maður bara eins og maður getur og klárar rest eftir helgi, eða svona einhvernvegin þannig. En það sem ég klára ekki fyrir föstudag um hádegisbil, verður ekki gert fyrr en næsta sumar. Ég er að nálgast það að hafa borgað öllum sem ég skulda, líka skattinum. Þá er ein ritgerð, ganga frá L.Í.N. (ég meina ekki myrða, heldur ljúka við umsókn, o.s.frv.), og nokkrir svona litlir sætir blesskossar á kinnar eftir. Þeir sem vilja blesskoss á kinn geta hringt í mig, og ég kem og kyssi og drekk kveðjukaffi. Þarf að vera í Reykjavík daglega fram á föstudag hvort eð er.
Ljósanótt reyndist vera sú besta skemmtun sem ég hef upplifað í Reykjanesbæ. Það var hreinlega æði. Hljómsveitin mín er bara geðveik, og mjög leiðinlegt að vera að leggja henni í bili. Svo hitti ég endalaust mikið af skemmtilegu fólki, og drakk náttúrulega ótæpilega með þeim, en það var bara alveg ókey. Ég þakka fyrir mig, vona að Ljósanótt sé byrjunin á aukinni heimsmenningu í Keflavík. Hingað til hefur verið hending að sjá fólki bregða fyrir á götum úti, nema á bílunum sínum. En þarna var allur bærinn og hálf Reykjavík líka, bara allir á röltinu og að leika sér niðri í bæ. Mjööööööög gaman.
Bæ...

föstudagur, september 03, 2004

Kominn september,
ég er að tapa mér.
Ákvað því að semja ljóð
því að í því er ég góð.
Lýsa mínu stressi og streitu
sem að orsakast af þreytu.
Allt sem þarf að klára hér
áður en af landi fer.
Til þess hef ég sjö daga,
á nóttunni ligg ég andvaka,
skatta borga, ritgerð smíða
horfi á tímann líða og líða,
redda öllu, og verða klár
til að fá ekki magasár.
Spila á morgun á Ljósanótt,
þar til er mér ekki rótt.

Þarf að hætta að hugsa um allt
í einu, bara drekka malt
tjilla svo og ákveða
að taka bara klukkutíma.
Gera hann að góðri stund
skreppa líka kannski'í sund
Kaupa gott í bakarí
fara loks að treysta því
að allt fari að lokum vel
ÞVÍ ÉG Á ÞAÐ SKILIÐ!!!!!!!!!!
(and the crowd went wild -aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa)
takk fyrir, takk fyrir