Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, mars 30, 2011

Las það einhvers staðar að internetið væri bara bóla, sem myndi springa. Bloggið hefur margoft verið dauðadæmt, og síðustu fréttir herma að facebook muni bara endast í sirka 5 ár í viðbót því japanir séu ekkert of spenntir fyrir þeim vef. Spurt er: Hvað er það sem maður gerir þegar maður fer á netið sem ekki er "hægt" að gera öðruvísi?
Þetta er vitleysisleg spurning, því auðvitað fara bréfasamskipti nútímans fram í gegn um rafpóst, það veit hver heilvita maður og meira að segja mamma mín er farin að skrifa rafpóst. En það er ennþá HÆGT að senda venjulegt sendibréf, og ég fékk einmitt eitt í síðustu viku, það fyrsta á árinu, frá mjög skrítinni þýskri pennavinkonu minni sem hefur örugglega aldrei kveikt á tölvu. Hún sendi mér einmitt ljósmyndir í bréfinu, svona rétt eins og maður sendir myndir í viðhengi í rafpósti. Gaman að því. Jæja hvað svo? Maður fer á facebook, sem er þvæluvefur þar sem allir eru að segja onelænera og vinir að "læka" það. Vissulega er hægt að hringja bara í vini og fá sama fídbakk, en onelænerarnir myndu aldrei komast eins víða og símreikningurinn yrði dýrari...en það er HÆGT, svo mikið er víst. (plús það að meiri hluti þess sem sagt er á facebook þarf enginn og vill enginn vita hvort eð er svo...).
Gott og vel. Það sem ég geri oft á netinu og sonur minn er mér sammmála í því er að fara á jútjúb, og skoða myndbönd. Já, þar er komin spennandi fídus, því sjónvarpið er ekki að sinna sínu hlutverki í myndbandaspilun, eins mikið og vinsældir myndbanda virðast alls ekki vera í rénun. En auðvitað ætti að vera svoleiðis þáttur eða þættir á íslenskum stöðvum, og svo er hægt að fá sér aðgang að VH1 og MTV og það gerði maður auðvitað hér áður fyrr. (ég var með aðgang að fjölvarpinu í lok 10. áratugarins til að geta horft á VH1 og tekið upp á spólur, og líka til að sjá súmóglímuna á Europort, mmmmmm nostalgía). Nú eru öll lög í heimi aðgengileg á jutúb, sem verður að teljast minn uppáhaldsvefur,....en hann gæti misst sig líka ef maður hefði sjónvarpsstöðvar sem tæku hlutverk sitt alvarlega og sinntu menningu sem skyldi.
Svo er það heimabankinn. Jáá, segja flestir, hann er nú alveg nauðsynlegur. Svo finnst mér allavega, og hef notað hann óspart síðan tja 2002/3 eitthvað svoleiðis held ég. Var að hitta vin minn í gær, sem fussaði og sveijaði yfir heimabönkum. Sagði að hann notaði aldrei slíkt (tek fram hann er yngri en ég, ekki gamall maður). Sagðist ekki finna sig í þessu dæmi, notaði þá aldrei. Hann tekur bara út kasj og notar það....jahá, fer í banka semsagt, svona eins og í gamla daga....Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst það mjög sjarmerandi ennþá, og gleðst alltaf pínu þegar bankar og pósthús eru á todo-listum mínum.
Næsta sem er vinsælt net-dundur er blogg. Ég hóf að blogga árið 2003, soldið seint en á undan bloggbylgjunni íslensku með tilheyrandi moggabloggum og því öllu. Ég blogga enn á sama stað (hér) enda trúi ég ekki á að skipta reglulega um neitt nema íverustaði. Á alveg föt í 20 ár, og nota enn sama heimasímanúmer og gsmnúmer og ég fékk fyrst, og hjá sama símafyrirtæki líka.
En allavega, blogg er útdautt, nema kannski hjá dagbókarskrifandi og sendibréfasendandi einstaklingum eins og mér. Ég gæti átt dagbók, en ég veit að þá væri ég ekki eins dugleg að skrifa í hana. Hvers vegna? Jú, vegna þess að það er fídbekkið frá fólki sem les, sem heldur í manni blogglöngun. Ég hef eignast bloggvini, bæði íslenska og erlenda, suma hef ég aldrei séð, aðrir dúkka upp og þá er maður ofsa glaður að sjá hvernig viðkomandi lítur út. Þannig að það lítur út fyrir að blogg sé það fyrsta sem ekki er hægt að gera nema á netinu. Hvað meira gerir fólk á netinu? Leitar heimilda í ritgerðir...Ok, þar er netið að valta yfir allt sem áður var, ég viðurkenni það. Hefði engan veginn, í alvöru, getað gert mastersritgerðina mína á þennan hátt, nema út af netinu. Fólk skrifaði alveg ritgerðir fyrir net en öll heimildavinna fór fram á bókasöfnum og stundum tók það óratíma að panta heimildir milli safna. Man aðeins eftir þessu, en netið var komið á fullt áður en ég fór að gera langar ritgerðir, svo ég get ekki talað af fullkominni reynslu. Samt: Netið hefur bætt þetta mörg hundruð prósent. Niðurstaða: Internetið er til að blogga og finna heimildir í heimildaritgerðir. Allt anna er hægt að gera á annan hátt.

miðvikudagur, mars 23, 2011

vúhú, músiktilraunir eru að fara að byrja: musiktilraunir.is

föstudagur, mars 18, 2011

Las í fréttablaðinu að einhver Rebecca Black væri að slá í gegn með slöppu lagi sem kallast "friday". Hún er bara 13 ára og 13 milljónir manns hafa horft á myndbandið á youtube:

http://www.youtube.com/watch?v=CD2LRROpph0



Youtube er sniðugur vefur vegna svona hluta. Allir geta sett það sem þeir vilja inn og leikið sér. Eftir að hafa horft á þetta myndband (sem er í sjálfu sér ekkert alslæmt, en svona bara soldið unglingaflipp eitthvað) fór ég í smá rannsóknarvinnu og fann þetta frábæra "kover" af sama lagi:

http://www.youtube.com/watch?v=9FISHEO3gsM



Nú er hægt að dæma hvort lagið er flottara!!!

mánudagur, mars 14, 2011

Ég hef lengi verið áhugamaður um "bestu blönduna", sem er brauðsneið með allskonar góðu ofaná, helst einhverju ólíku sem maður blandar ekki venjulega. Nú held ég að ég hafi náð þessu: Brauð með rúsínum frá brauðhúsinu í grímsbæ (auðvitað hvíthveitilaust), ristað. Reyktur lax ofaná, svo sneiðar af búra-osti, svo léttsósa með steinselju og graslauk frá salathúsinu. bara þetta. ekki flókið, en þarna bara gerðist eitthvað. feitur ostur, feitur reiktur fiskur, rúsínur í brauði með stökkri ristaðri skorpu og ferskleiki jógúrtsósunnar með graslauknum og steinseljunni. Ég get hætt að leita...

sunnudagur, mars 13, 2011



Streetlife serenader
Never sang on stages
Needs no orchestration
Melody comes easy

Midnight masquerader
Shoppin' center heroes
Child of Eisenhower
New world celebrator

Streetlife serenaders
Have such an understanding
How the words are spoken
How to make the motions

Streetlife serenaders
Have no obligations
Hold no grand illusions
Need no stimulation

Midnight masqueraders
Workin' hard for wages
Need no vast arrangement
To do their harmonizing

miðvikudagur, mars 09, 2011

Hjálpið okkur að klífa hærra á topp 30-vinsældalista rásar 2:

Kjósið hér

föstudagur, mars 04, 2011

Hér er mynd af tunglinu. Alveg ofsalega skýr og það merkilega er að þetta er sú mynd af tunglinu sem er í hæstri mögulegri upplausn. muniði að smella á myndina því þá súmmast inn. Hér er hægt að súmma enn meira inn, virkilega spennandi stöff. Tunglsýkiskveðjur.

fimmtudagur, mars 03, 2011

Vá hvað harðsperrur eru miklu skemmtilegri sársauki en annar. Kann einhver að lækna bólginn ökkla?

þriðjudagur, mars 01, 2011

nú er það jógaátak til að koma líkama mínum í lag. vinstri hliðin er eitthvað biluð svo jóga og mikið af því getur jafnað það út. fór á fimmtudag í prufutíma í kramhúsið (labba í 2 mín. og þá er ég komin í jóga, hvílíkur tíma- og peningasparnaður) og leist vel á. fór svo í gær og var að koma úr tíma tvö í þessari viku áðan. stefni á hádegistíma á morgun, mið. og svo kvöldtíma á fimmtudag. þá hef ég farið 4 daga í röð. hvíli svo fös. lau. sun, fer bara í gufu og svoleiðis þá. þetta plan ætti að styrkja stoðkerfið svo ég sé ekki alltaf svona slöpp og aum og með endalausa verki og furðulegheit. áfram jóga, áfram ég!