Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, júní 26, 2008

miðvikudagur, júní 25, 2008

fékk að tala bönsj af frönsku í gær, og smá þýsku líka. elska tungumál. vildi að ég kynni líka spænsku, þá er ég eitthvað svo vel sett. það er skátafílingurinn, við öllu viðbúin. annars var vinkona mín í gær að benda mér á að kínverska væri 6. mest talaða tungumál heims, svo ég ætti kannski að ná kínverkunni vel og reyna að komast í listaskóla í peking bara, eftir rúmt ár eða svo. nógu er það ódýrt allavega, og svo gæti ég skrifað nokkra pistla um kínverskt mannlíf, menningu, og þannig. jafnvel verið fréttaritari í peking. já, það væri nú spennandi að fara að nema hina fornu list kalliograpí. (svona teikn með bleki á ríspappa, tákn og hlutir). Já, pöndur tákna heiðarleika, ég á einmitt eina pöndu kallíógraff-mynd. Enda er ég heiðarleg.

mánudagur, júní 23, 2008

Það er mánudagskvöld, og ég að byrja að vinna aftur í Skífunni, Leifsstöð. Vonandi koma bæði Frakkar og Þjóðverjar svo ég geti æft mig í þeim málum. Hlakka til, það er oft mikið stuð á kvöldin. Gott að hafa fullt að gera. Svo eru ekki nema 5 dagar í My bloody valentine í Manchester. Vááááá, hvað það verður gaman.

miðvikudagur, júní 18, 2008

Var í sundi áðan. Er 59 kíló. Langar ekki að vera 59, heldur svona 53-54. Er að spá í að hætta að borða kjöt svona smám saman. Svínakjöt er fyrst til að fjúka af listanum. Enda er talið að svín séu gáfaðri en hundar, og öskri hræðilega þegar þeim er slátrað. Bless, svín, ég reyni að borða ykkur ekki aftur. Já, verð líka að hætta að drekka bjór, sem er einstaklega fitandi. Ætla að halda mér við stöku rauðvínsglas, sem er líka gott fyrir hjartað. Já, unnar kjötvörur eru nú voða slæmar líka. Verst að ég á beikonbréf inni í kæli, sem sameinar að vera svínakjöt og unnin kjötvara. Má bjóða einhverjum beikon? Ég er bara búin að borða ávexti og ávextasafa, og drekka grænt te í dag. Ætla að fá mér meira te...

fimmtudagur, júní 12, 2008

Ég gat! Mér tókst! Vei!

miðvikudagur, júní 11, 2008

Krepputal og kreppuhækkanir og bensínverð almennt hefur fengið mig til að hugsa meira um Berlín en áður. Þar eru allir jafn-fátækir, og vanir því að bregðast við litlum efnum og gera sér ávallt mat úr öllu. Á Íslandi er þetta svo nýtt ástand fyrir marga að fólk er rétt að kveikja á hlutunum, og er að byrja að narta aðeins í að prufa að vera meðvitað um verð í búðum og svona. Í dag er loks ekki hallærislegt að lesa strimilinn í búðum, en það var eitthvað sem þótti ægilega niðrandi að gera fyrir um einu ári hérlendis. Ég smitaðist einmitt af strimlalestri Þjóðverja sem allir gera þetta, og þykir það sjálfsagt enda getur þetta sparað heilmikinn pening á mánuði. En ég ætlaði ekki að tala um strimlalestur eða endurvinnslu eða verðmeðvitund þegna. Nei, í gær fór ég nefnilega að hugsa um það sem væri til í búðum hér og í Berlín. Ég áttaði mig allt í einu á því að búðirnar hérna eru fullar af dóti sem við þurfum ekkert á að halda, og svo er erfitt að finna brýnar nauðsynjar. Vöruverð er eitt, en vöruúrval er annað. Ég man eftir öllum litlu grömsubúðunum í Berlín, þar sem hægt var að fá hjólapumpur og allt til að gera við hjólhesta, hitapoka, hnífasett, krydd í massavís, rafhlöður, vasaljós, veggfóður, stimpla, og já, ýmislegt gott sem hvatti til þess að maður gerði við eitthvað sjálfur. Í þýskalandi er það gert aðgengilegt að gera við skó eða hjól, og lítið mál þykir að stoppa í sokka eða sauma í föt. Já, í Þýskalandi er meiri skynsemi í vöruvali, og svo er ef til vill heilmikið mál að finna flatskjá eða eggjasuðutæki, sem eru einmitt svona raftæki sem eru á hverju strjái hér. Íslendingar eiga langt í land þar til þeir sörfa á kreppuöldunum og koma á land þurrir í fæturnar. Ég sakna Berlínar.

mánudagur, júní 09, 2008

Nýr linkur: http://mp3.blog.is/blog/mp3/. Velkominn, Maggi strump.

mánudagur, júní 02, 2008

Ég var að lesa svo rosalega mikið á þessari síðu í gær: http://aftaka.org/

Mér finnst bara eitthvað mjög fallegt og frábært þar í gangi. Hópur fólks sem er ekki hrætt við að segja sínar skoðanir. Fólk sem hvetur aðra til að vera heldur ekki hrætt. Fólk sem er greinilega fært um að draga ályktanir eitt og óstutt og jafnvel gera hitt og þetta sem er svolítið á skjön við hinn venjulega veruleika, og auðvitað til þess að opna augu fólks fyrir því að allt ÞURFI EKKI AÐ VERA SVONA FASTMÓTAÐ og Í KÖSSUM. Íslendingar hafa hræðst róttækni gífurlega í gegn um tíðina, rétt eins og þeir hræðast að klæðast litsterkum fötum og kjósa sér fremur svartan klæðnað. Já, því miður, Íslendingar eru hræddir við að vekja á sér athygli. Ef einhver skyldi horfa, fordæma og jafnvel tala um mann.
Hins vegar er lausnin á þessu öllu sú að kæra sig bara kollóttan. Ef maður er hræddur á maður að gera eitthvað sem maður er hræddur við, og æfa sig í að verða alveg og að öllu leiti laus við þessa spéhræðslu og pempíuhátt sem hefur allt of lengi verið landslægur hér. Já, þetta hugsaði ég þegar ég las http://aftaka.org/ í gær, og ég er enn að hugsa það. Nú ætla ég að borða og svo bara verð ég að fara og gera eitthvað spennandi sem ég er hrædd um að ég eigi ekki að gera, en langar samt svakalega.