Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, október 27, 2009

ostapungar, steiktar naríur, fiskigammosíur, horlagaðir kattarassar. þetta er uppáhaldsmaturinn minn, samkvæmt honum óliver elvarssyni. takk fyrir það.

sunnudagur, október 25, 2009

Um helgina hefur aldeilis margt gerst. Ég keyrði með Hauki Morðingja og Gunna og spilaði á Búðardal, en á undan performanceinu fengum við kjötsúpu með lambahakki og reyktan rauðmaga á rúgbrauði, algjört lostæti! Eftir tónleika var brunað aftur í bæinn, þar sem ég átti að flytja fyrirlestur um heimspekinginn Martin Heidegger á laugardagseftirmiðdegi, sem ég og gerði og eyddi öllum laugardagsmorgninum í að snurfusa hann. Það eina sem mig langaði að gera að afloknum öllum Heidegger-lestri undanfarinnar viku með klæmaxinu á laugardag, var í fyrsta lagi: Lesa reyfara; í öðru lagi: hlusta á HAM og spila HAM á gítar. Þannig að ég er búin að vera að gera bæði. Pikkaði upp Demetra í gærkvöldi og Alexandra pikkaði upp bassann og svo spiluðum við þetta okkur sjálfum til mikillar gleði, aftur og aftur. Það er skrýtið með Demetru, ég hef aldrei haldið neitt sérstaklega upp á það, bara fundist það gott lag, en ekkert mitt uppáhalds. Ég meina, það er náttúrulega ekki til leiðinlegt HAM-lag, en þau eru ekki öll jafn-skemmtileg. Held til dæmis minnst upp á Voulez-vous koverið þeirra. Hef lengi vel haldið mikið upp á Svín, Sanity, Austur, Lonesome Duke, Death, Æskublóm, Marinering og fleirra. Nú vinn ég á Víkingasafni í dag, og hugsa um pizzu. Og í kvöld ætla ég að ljúka við Henning Mankell-reyfarann minn.

miðvikudagur, október 21, 2009

Á sunnudaginn sá ég: Captain Fufanu á Nasa: (mjög góðir)

...og fór svo yfir á Bachus og horfði á trúbadoragigg með Markúsi Skáta:

eftir það aftur á Nasa og sá endann á Wareika frá Þýskalandi.
og svo Gusgus:





takk fyrir mig, Airwaves 2009! Rosalega skemmtilegt og fallegt.
Á laugardaginn sá ég: Japanese supershift and future band spila sína fyrstu tónleika á Kaffistofunni, Hverfisgötu, eitt og hálft lag með Lole frá sviss á Kaffibarnum og það lofaði MJÖG góðu, hún vinnur nú að næstu plötu með Valgeiri Sigurðssyni, klassískt verk stýrt af Daníel Bjarnasyni, mjög flott, Mugison á Kaffistofunni, hann var rosa, fór svo heim í pásu þar til Ghostigital byrjaði á Batteríinu, og það var líka svona stórskemmtilegt að ég gleymdi að taka myndir, hljóp yfir á Egil Sæbjörnsson á Iðnó og hans nýja efni er frábært, ætla svo sannarlega að kaupa mér þá plötu, hljóp til baka yfir á Batterí til að sjá norsku hljómsveitina The Megaphonic Thrift sem ég heyrði í á mjög háværu sándtékki fyrr um daginn. Besta erlenda band Airwaves 2009, án efa;

kíkti svo á Dýrðina á Amsterdam og dansaði og skemmti mér vel með þeirra giggi, ansi góð ný lög og Blodie-kover, Dýrðin á svingi þessa dagana, fór svo inná Sódómu og myndaði Klink í bak og fyrir, þetta var nú bara brjálæði og ekkert annað:
Á föstudag sá ég Togga í Norræna húsinu, (nokkuð flottur bara, fékk tár í augun þegar hann spilaði sína/upprunalegu útgáfuna af þú komst við hjartað í mér), Kippa Kanínus á Karamba,(kippi er snillingur, allt gott sem hann gerir), Hudson Wayne í 12 Tónum,(kommbekk vonandi á næsta leiti, þetta er ein af mínum uppáhalds), Vicky accoustic á Hemma og Valda,(Eygló aldrei sungið betur en þarna),
Bárujárn á Sódómu:(Vá!)

byrjunina á Me, the Slumbering Napoleon, á Sódómu,
Stereo Hypnosis:(rosa flott hjá þeim)spiluðu á Batteríi

Á eftir þeim komu The Tiny frá Svíþjóð (fyrsta leiðinlega sem ég sé á Airwaves þetta árið), á Dillon sá ég Who Knew:

og Jan Mayen sem spiluðu svo flott gigg að ég bara gleymdi að taka myndir! Rosalegir tónleikar hjá Jan Mayen og líklega með því flottara sem ég sá þetta árið.
Airwaves-blogg: Missti af miðvikudeginum en þá var reyndar Kimi-kvöld sem ég hefði svo innilega viljað sjá. Á fimmtudaginn sá ég:

Ghostigital og Finnboga Pétursson í reykfylltu i-8 rými


Bárujárn á Kaffistofunni,Hverfisgötu


...og Vicky á Grandrokki

fimmtudagur, október 15, 2009

....og þá má ég fara á soldið af tónleikum. ætla örugglega að sjá ghostigital klukkan 17.00 á gallerí I-8 á eftir, en svo er óráðið með kvöldið. þarf að læra hædegger í fyrramál og horfa á groundhogday í skólanum í hádeginu, svo meira airwaves. að djöggla skóla og tónlistarhátíð er góð skemmtun. rosalega var ég stressuð í prófinu áðan, maður. bara kaldar hendur og hjartsláttur og læti. ég er fullkomlega viss um að ég gerði mitt besta, samt, og það er ómetanleg tilfinning. en þessi vika hefur samt tekið á og nú er ég upptjúnuð eins og góður gítar. þarf að róóóóóa mig niður. kertaljós og hugleiðsla í kvöld, eftir að ég hef airwavað aðeins.

miðvikudagur, október 14, 2009

Mæli með: Pönksýningunni í kópavogi! Noodle Station á skólavörðustíg! Diary of a country priest (Journal d'un curé de campagne), s/h mynd frá 1950, Airwaves! Því að vera ekki stressaður þótt maður sé að fara í próf á morgun og vera með nemendafyrirlestur á mánudag og það sé Airwaves-helgi þar á milli.
Eru ekki allir í stuði?

mánudagur, október 12, 2009

Í dag er ég að spá í að lesa soldið mikið um heimspeki og kvikmyndir og jafnvel aðeins um heidegger og svo jafnvel soldið um foucault. var að finna út að það eru 9 foucault-textar sem voru settir fyrir þennan tíma í dag og ég náði ekki að lesa neinn þeirra um helgina. var reyndar að vinna báða dagana, en gat aðeins kroppað í kvikmyndaheimspekina. þetta mjatlast, hægt og bítandi. það endar alltaf þannig að allir textar eru lesnir, það er bara leiðin þangað sem er þyrnum stráð, aðallega vegna þess að maður tekur að sér svo mörg hlutverk: móðir, kærasta, tónlistarnemi, tónlistarmaður, heimspekinemi, ....og svo í ofanálag draumóramaður eins og john lennon, þannig að ég þarf að labba um og horfa á fólk og hugsa. þá er það ljósritun og prentun foucault-texta: einn tveir og sjö!

sunnudagur, október 11, 2009

sunnudagur til sælu og súkkulaðis. eða ávaxta ef maður vill grennast.

laugardagur, október 10, 2009

Safn víkinganna er mjög fagurt í dag. sit við gluggann sem snýr út að hafinu og horfi á öldurnar hvissast um allt. heyri brak í skipi og líka í húsinu sjálfu. brak og vindhljóð og þetta dásamlega fagra útsýni er alveg að gera daginn minn fullkominn. fáir gestir í dag, en ef þú lest þetta og langar í góða víkingastemmningu með náttúruskoðun í baksætinu er opið hjá mér til sex í dag, og á morgun frá ellefu til sex. það er ótrúlega gaman að sitja hér og lesa heimspeki og svo þegar ég þarf andpásu kíki ég bara út um risaglugga og mér líður eins og ég sitji bara í fjörunni. fjör í fjörunni. er ekki til eitthvað lag sem heitir það? Ætla að gúggla, andartak.......svei mér þá, ég held það sé bara ekki til....það verður að semja þetta lag, alveg klárt mál. verkefni kvöldsins: horfa á vídeó m. óliver og svo m. elvari og semja fjör í fjörunni, helst á píanó, því þá get ég æft mig á það í leiðinni. á sko að æfa KK-lag heima og halda áfram með eitt bob dylan-lag. Oh, the joy of it all!!!!!!

miðvikudagur, október 07, 2009

Er að reyna að eiga dag þar sem ég geri bara það sem mig langar að gera en geri það sem þarf að gera. Þannig fékk ég mér góðan morgunsjeik í morgun og knúsaði elvar í sófanum og lagði því aðeins of seint af stað til að taka rútuna (út af knúsinu) og missti af henni. en það var í lagi því ég fékk far með pabba í bæinn sem var miklu betra og upp að dyrum þjóðarbókhlöðu. fyrst langaði mig að lesa bara film as film-bókina og gerði það, en svo varð ég sybbin og las því eina grein og svo aftur í film as film. svo varð ég verulega sybbin þannig að ég lagði mig bara!!! svaf í svona klukkutíma og vaknaði endurnærð og fór aðeins á netið og langaði að blogga svo ég gerði það. nú langar mig að lesa aðeins meira og fara svo og labba niður í bæ. langar í kaffi og eftirmiðdagshressingu. gott að reyna að gera bara það sem mann langar, þá er maður svo mikið í núinu.

þriðjudagur, október 06, 2009

jájá, þannig er nú það. ég dugleg. í allan dag. meira dugleg á morgun, vonandi lungan úr honum. mikið af orðum sem lesa þarf í mastersnámi. sum löng og erfið. þessvegna gaman að blogga í símskeytastíl með stuttum og hnitmiðuðum setningum og orðum. friður. ást. frétti að yoko kæmi aftur. langar að fara og senda henni fingurkossa á móti og standa með henni. vera ein af fáum sem gerir ekki grín og híar. hvílíkur snillingur. eru boðskort til að fara í viðey og taka þátt í ástinni og friðinum? ef svo, má ég þá fá eitt? ég skil yoko, og vil búa til frið með henni.

föstudagur, október 02, 2009

er í hendrix/björk-partýji. er hendrix. mjög. eitthvað.