Leita í þessu bloggi

mánudagur, maí 30, 2005

Jæja, komin heim eftir ótrúleg ævintýri á Spáni. Ég er afar sátt við þetta PrimaVera-festival sem ég fór á, og mæli nú eindregið með því. Hver veit hvort maður skelli sér ekki bara aftur á næsta ári. Það fer náttúrulega eftir því hver er að spila, en þetta er upp til hópa mjög alternatív hátíð, og fólkið sem mætir þangað alveg með á nótunum. Ég sá soldið mikið af hljómsveitum í bara nokkur lög og þurfti svo að þjóta annað, því það eru fimm svið þarna og því náttúrulega ekki hægt að sjá öll böndin. En á föstudag náði ég að sjá í heild sinni: Gravenhurst, (breskir, mjög indí, hægt og með uppbyggingu, pínu kimonofílingur), Erase Errata,(3 stelpur frá bandaríkjunum, ææææææðislegar, og söngkonan, sem spilar líka á gítar, lítur út alveg eins og ég, það var fríkað, ég bara stóð og starði...), Psycic TV, (rosalegt show, Genesis P.Orridge með brjóstin út um allt allan tímann),Kristine Hersh (úr Throwing Muses, ein með kassagítar, alveg bara mjög gott, og hún með vel rispaða rödd sem er samt mjög sjarmerandi, sá hana sándtékka fyrr um daginn og þá hélt hún á litla stráknum sínum í fanginu á meðan ooooohhh), Piano Magic (er hlutdræg, því vinur minn er í henni, en samt, þetta var frábært gigg, rosa kraftur og geðveikt gítarsánd, soldið hrátt og flott). Á laugardag sá ég í heild sinni: Text of light,eða missti bara af byrjuninni (sólópróject Jim O'rourke úr Sonic Youth, mjög tilraunaeldhúslegt, sem betur fer inni í auditoriuminu, og maður gat sitið í þægil. stól og hallað aftur augunum og gleymt sér), Tortoise (líka inni í auditoriuminu, óóóóóógeðslega flott tónlist, með tvö trommusett stillt upp á móti hvoru öðru fremst á sviðinu, og svo spiluðu trommararnir svona lífrænt dansíbít eitthvað, og alls konar skrítin hljóðfæri dúkkuðu upp hér og þar, sjúklegt), Wedding Present, (sá næstum allt, þurfti að rjúka alveg í lokin, en mjög gott sjó,.......og svo............Sonic Youth!!!!!
Ég tróð mér í fremstu röð fyrir miðju,og það var alveg þess virði, þau voru ótrúlega flott og einbeitt, og að gera alls kyns vitleysu uppi á sviði eins og að klifra eitthvert upp á hliðina á sviðinu og hengja gítarinn þar og láta hann svo bara vera þar að fítbakka, og bara þau voru á fullu allan tímann, tóku mikið af Sonic Nurse, en uppklappið var Expressway to your skull í brjáluðustu útgáfu sem ég hef heyrt, og eftir það þá bara nennti ég ekki að sjá neitt meira og fór upp á hótel. Vildi bara vera ein og jafna mig. Þetta eru tvímælalaust langbestu tónleikar sem ég hef farið á á ævinni, betra en bæði Tindersticks og PJHarvey sem voru saman í fyrsta sæti hjá mér áður. En ég hugsa að ég fari ekki á neina tónleika fyrr en bara á S.Y. þegar þau spila í ágúst. Finn fyrir smá tómleikatilfinningu núna, ligg bara í sófanum og hugsa um ævintýrin öll á Spáni. Rosa þreytt, en glöð. Held'að ég sofni snemma í kvöld.

sunnudagur, maí 29, 2005

enn i barcelona, berlin a morgun, s.y. bestir i heimi! lifid er fint, aetla ad skrifa almennilega um tonlistarhatidina a morgun, of threytt nuna.

fimmtudagur, maí 26, 2005

Nu er gaman, komin i alvoru tolvu a alvoru kaffihusi med alvoru spaensku lyklabordi sem bydur upp a spurningarmerki a hvolfi og allt. ¿Viltu kaupa hass? spurdi svartur madur mig a strondinni i dag. Eg helt nu ekki en spurdi hvort hann seldi vatn. Hann gerdi thad, og svo fekk hann ad geyma kaelikassann a bak vid solstolinn minn thvi loggan var ad koma og hann hafdi ekki leyfi. Svo fekk eg afslatt af vatninu i stadin. svo spurdi hann mig hvort mig vantadi ekki kaerasta a medan eg vaeri i Barcelona, hann gaeti reddad mer einum slikum fyrir rett verd. Eg sagdist vera haestanaegd med vatnid, bara og hann thyrfti ekki ad redda mer neinu odru. Vid skildum satt. Svo labbadi eg og labbadi. 27 stiga hiti krafdist 2gja isa, og 2gja glasa af koki med sitronu og ismolum. Thad er sko miklu heitara i Barcelona en Berlin, eg meina, thad eru palmatre herna for crying out loud!! Eg er rosa threytt. Aetla "heim" i hustokuhusid sem er heimili mitt i fjorar naetur i vidbot. Sofna liklega fljott eftir thennan mikla labbdag. A morgun hefst tonlistarveislan min. Er med hljomsveitir til ad sja fra klukkan sex annad kvold til 3 um nottina, med einu hlei til ad snaeda kvoldmat. Laugardagurinn er adeins skarri,...en tha se eg loksins mina astkaeru S.Y. sem eg er buin ad hlusta a i allan dag i vasadiskoinu minu. Jibbi....og ?¿?¿?¿?¿?¿?¿?¿?¿?¿?¿?¿?¿?vuhu, aldrei gert thetta adur. Vona bara ad thessi takn sjaist. Elska spurningamerki a hvolfi.

mánudagur, maí 23, 2005

Nú, ég er heppnasta stelpa í heimi. Þekki strák sem er í hljómsveit sem er að spila á tónlistarhátíðinni Primavera-festival sem er rétt hjá Barcelona, og þar er rosa mikið undergránd og ekki meinstrím, og hann reddaði passa fyrir mig!! Ég borga því farið frá Berlín til Barcel. og gisti ókeypis hjá kunningjum, og fer ókeypis á hátíðina föstud. og laugardag í næstu viku. OG SONIC YOUTH SPILA ÞAR! Ég hef sko aldregi séð þetta band, og nú fæ ég fyrst tækifæri og þá mörg á sama ári. Oooo hvað ég er heppin. Nú er bara að nota ferðina, er á leið í búð að kaupa brennanlega diska og svo fer ég bara til Spánar vopnuð HELLVAR-demóum. Takk, Franck (ef þú ert að lesa, en þú skilur ekki íslensku svo það skiptir ekki máli, hahahah). Fer á miðvikud.25/5 kem mánud.30/5. Ætla að sjá eins mikið af góðum sveitum og ég get. Meðal annars eru American Music Club, Erase Errata, M83, Gang of four, Piano Magic (sem Franck er í), Tortoise, Human League (sá þau í Höllinni '82), Iggi and the Stooges, og Psycic TV með Genesis P.Orridge (kynskiptingnum sem er með gulltennur og brjóst í stíl við konuna sína...) Jahérna hér, ótrúlega hressandi. Þess má geta að ég fór síðast á tónlistarhátíð árið 2000, á Hróarskeldu, og það ringdi allan tímann. Wish me luck!

föstudagur, maí 20, 2005

salsajóðl, norskir kissarar og trommuamma, þetta er snilldarkeppni!! Ok, það hefði ekkert verið leiðinlegt ef Íslandi hefði verið hleypt í aðalkeppnina, og Selma söng rosa vel, bara lagið var ekki nógu gott, face it. Ég blæs á allar samsæriskenningar um pólitíska samstöðu eða annað. Ótrúlega hressandi að þau lög sem voru að komast áfram voru frumlegu lögin, ekki þau sem hljómuðu alveg eins og Ruslana. Reyndar fílaði ég slatta af lögunum þarna. Fannst til dæmis, fyrir utan salsajóðl Austurríkis, glamrokk Noregs og trommuömmuna, öll baltic-löndin flott þ.e.a.s. Eistland, Lettland og Litháen. Ég held samt með Noregi, eina lagið sem ég man og syng með í viðlaginu.
En talandi um Júróvissjón, kannast einhver við lagið "Gloria", frá sjötíu og eitthvað? Veit ekki frá hvaða landi, en ég dýrka það, og langar svo að eiga það. Þetta hefur verið þýtt á ensku líka, er svona dáldið diskólegt og maður sem syngur og það gæti verið frá latínó-landi....Koma svo, ef þið getið hjálpað mér, skrifiði þá svarið í komment. Áfram Noregur, við erum hvort eð er upprunalega þaðan og því sjálfsagt mál að halda bara með þeim.

miðvikudagur, maí 18, 2005

nýr hlekkur: http://www.myspace.com/hellvar Svo er ég bara farin út að böska aftur. Verðum að græða peninga, þá er svo gaman. Júróvisjón næsta helgi, og ef ég fæ ekki aur, er ekki einu sinni hægt að kaupa hnetur, hvað þá bjór. Túdilú.

sunnudagur, maí 15, 2005

...annars dreymdi mig Óla Palla í nótt. Mig dreymdi að við værum saman í hljómsveit og værum í hljómsveitarrútu á leið á tónleika, og já...hann var líka litli bróðir minn!!! Mjög skemmtilegur draumur, og Óli, ef þú lest þetta, þá bið ég að heilsa, við stofnum bara band þegar ég kem til baka.
böskaði svona fyrir alvöru í fyrsta skiptið áðan. Það var rosa skrýtið en skemmtilegt. Ég sat ein á götuhorni í 2 tíma og spilaði og spilaði, bara allt sem mér datt í hug: bítla, cure, police, u2, david bowie, svona týpísk kassagítarslög sem ég hef lært í gegn um tíðina. Þetta var bara fínt. Ég fékk svo 5 evrur upp úr krafsinu, svo tímakaupið er afar lágt, en hey, 5 evrur eru 5 evrur, og ef ég sit kannski tvisvar til þrisvar í viku í 2 tíma þá bara er þetta ágætt. Svo má geta þess að í dag er hvítasunnudagur, og því frekar lítið af fólki, svo kannski er meira virka daga. Fyrsta tilraun var allavega ánægjuleg með eindæmum, og í stað þess að sita heima og glamra á gítar gerði ég það bara úti á götu og fékk smá aur.

laugardagur, maí 14, 2005


table border='0' cellpadding='5' cellspacing='0' width='600'> You scored as Existentialism. Your life is guided by the concept of Existentialism: You choose the meaning and purpose of your life.



“Man is condemned to be free; because once thrown into the world, he is responsible for everything he does.”

“It is up to you to give [life] a meaning.”

--Jean-Paul Sartre



“It is man's natural sickness to believe that he possesses the Truth.”

--Blaise Pascal



More info at Arocoun's Wikipedia User Page...

Existentialism

95%

Hedonism

80%

Justice (Fairness)

45%

Kantianism

40%

Utilitarianism

35%

Divine Command

30%

Apathy

25%

Strong Egoism

20%

Nihilism

20%

What philosophy do you follow? (v1.03)
created with QuizFarm.com
jæja, í dag segir netið að ég sé tilvistarsinni (existentianlist). Ég bý til mín eigin örlög, ræð semsé hversu mikla þýðingu allt hefur í lífi mínu, og get þá gert lífið eins gott eða eins slæmt og ég sjálf vil...Nokkuð til í því bara. Allavega, fyrir hina heimspekilega þenkjandi, þá er þetta hin besta skemmtum. Ég er farin að klára ritgerð!<

föstudagur, maí 13, 2005

Netið segir mér að ég sé listræn en ég tali of mikið!!! Ég er nefnilega eins og Grikkir. Kannski hefur heimspekin litað mig hér. En hvað veit ég svo sem? Ég er nú soldið mikið ein hér í Berlín, og hef jafnvel talað við sjálfa mig, ef ég hef eitthvað mikilvægt að segja. Elvar greyið, hann bara neyðist til að hlusta á mig tala nonstop, og svo tala ég mig í svefn á kvöldin, og tala svo stundum upp úr svefni.
The Greeks were a more relaxed and artistically refined sequel to the civilizations of Mesopotamia.  Yeah you're cool, but it wouldn't hurt to shut up once in a while.
The Greeks were a more relaxed and artistically
refined sequel to the civilizations of
Mesopotamia. Yeah you're cool, but it wouldn't
hurt to shut up once in a while.


What is your ancient civilization?
brought to you by Quizilla

Vonbrigði voru frábærir í gær!!! Svaf í 12 (!!!) tíma, frá miðnætti til 12 á hádegi, púff...og nú er ég farin upp á bókasafn.

fimmtudagur, maí 12, 2005

hjólaði í klukkutíma. Var farin að brosa eins og bavíani og endorfínflæðið á hundrað um æðarnar. Svo er ég líka svo nýjungagjörn, það er nóg að ég komi í lítið sætt úthverfi sem ég hef aldrei komið í áður, og mér finnst lífið bara frábært. Er farin að reyna að komast á tónleika með Vonbrigðum. Ætlum að fara fyrir utan og redda okkur. Tíhíhí...

miðvikudagur, maí 11, 2005

Fór í sund áðan, syndi 400metra. kostar tværog hálfa evru eftir átta á kvöldin. Það er næs, líka betri sundlaug en ég þekkti áður. Nágranninn minn sagði mér frá þessari. Gott að eiga góða granna. tekur mig um 20 mín með sporvagni fyrst og svo lest. Þetta er nú meiri stórborgin, ha.
Er búin að gera lítið af viti í svona 2 daga (mánudag og þriðjudag) Fyrir utan reyndar að fara á kaffihús í gær og læra slatta, en ég átti alveg pínu erfitt með gang að og frá kaffihúsinu. Þannig er að á mánudag vaknaði ég með rooooosalega vöðvabólgu og verk frá mjóbaki og upp að eyranu sem er hægramegin á mér þegar maður horfir framan í mig. Vont. Er búin að liggja á hitapoka dag sem nótt, og fyrir utan göngutúr í gær, bara halda mig inni. Íbúfen og hitapoki í 2 daga. Núna er þetta aðeins betra,en samt pirrandi ennþá. Líklega blanda af of miklu gítarspili undanfarið, mikilli tölvunotkun, lélegri dýnu og vondu formi sem ég er í, því það er dýrt í sund og langt að fara. Kláraði þó Dagbók Önnu Frank, og er langt komin með Harry Potter III, og þá þarf ég að kíkja á bókasafnið og ná í eitthvað skemmtilegt á þýsku. Byrjaði á lítilli grein eftir Nietzsche á þýsku, það er níííííííð-þungt, og ekkert til að leika sér með fyrir byrjendur eins og mig. Held mig bara við ensku og íslensku í heimspekinni for the time being.
VONBRIGÐI spila hér á morgun, Dunkerclub, á Dunkerstrasse. Verð að kíkja á það.

mánudagur, maí 09, 2005

Jæja, ég hef ákveðið að gera eins og allir hinir, þótt ég sé nú sjaldnast vön því. En það er bara svo helvíti gaman að taka þessi próf svo hér er mitt. Veriði nú dugleg að svara því, því það er svo skemmtilegt.
I made a Quiz for you! Take my Quiz! and then Check out the Scoreboard!

laugardagur, maí 07, 2005

úúúúúú ég er svo hamingjusöm, sonic youth spila ekki fyrr en 16. og 17. ágúst á Íslandi, og þá get ég séð þau!!! er alveg ógeðslega hamingjusöm. verð að kaupa miða á báða tónleika þetta er best í heimi. ooooo. eins og ég sagði hér að neðan einhversstaðar 2005 er tónleikaárið mitt. Talandi um það. Tónleikar á Kopenhagenerstrasse 16 í kvöld. Hellvar mætir akkústískur og tryllir lýðinn. Takk. Bless.

föstudagur, maí 06, 2005

Takk MUGISON! Takk KIPPI KANINUS! Frábærir tónleikar.

fimmtudagur, maí 05, 2005

Info/3sat-sjónvarpsstöðin tók sig til og sýndi bara tónleika í allan dag og frá 7 í morgun og til 4 í nótt (næstu nótt). Veit ekki hvort það er sérstaklega út af uppstigningadegi, en þetta er allavega frábært. Er búin að sjá minningartónleika um George Harrison, Cat Stevens-tónleika frá 1975 (VÁ!) og er að horfa á Behind prison walls- Johnny Cash tónleikar í San Quintin-fangelsinu. Missti af Jetro Tull, en þeir voru kl. 07:15 í morgun (of sybbin), og næ líklega bæði Supertramp, Coldplay, og John Petty ef ég nenni seint í kvöld. Verst að vídeóið er bilað, ekki hægt að taka upp á því...

miðvikudagur, maí 04, 2005

Verð að reyna að skrifa blogg á hverjum degi, því sjálfri finnst mér svo gaman að geta lesið ný blogg vina og kunningja með morgunteinu mínu hvern morgunn. Virðist samt bara vera slatti að gera hjá mér, allavega næ ég einhvern vegin ekki að skrifa hér nema annan hvern dag. Skóli alla daga nema föstudaga, bæði þýska og heimspeki. Tónleikar næsta laugardag, akkústískt sett. Klúbburinn heitir Kohlenquelle og er á Kopenhagener Str. 16. Vorum að æfa fyrir það áðan, og þetta hljómar vel. Elvar kemur með flott innpút í þessi nýju lög mín. Hlakka til. En það eru líka tónleikar á föstudaginn: Kippi Kaninus og Mugison spila á Magnet-Club. ÞAÐ verða sko góðir tónleikar. Ha, ég er alveg að tryllast úr spenningi, enda þeir Kippa-tónleikar sem ég hef séð alveg frábærir, og Mugison hef ég enn bara séð í sjónvarpi, og þá var það bara sjúklegt. Ég er svo mikill tónleikafari eitthvað í mér. Það er uppáhaldsupplyftingin mín að fara á góða tónleika í góðra vina hóp. Árið 2005 er greinilega ár tónleikanna fyrir mig, því ég held að ég nái loks að sjá Sonic Youth spila. Þeir eru á festivali sem heitir Primavera, rétt í útjaðri Barcelona, í lok maimánaðar. Þar er líka Franck vinur minn að spila með hljómsveit sinni Piano Magic, og hann ætlar að reyna að redda mér ókeypis á festivalið. Ég og Melli húkkum okkur svo far þangað, og fáum að gista frítt hjá vinum Mella. Þá er kostnaðurinn kominn í lágmark, bara það sem ég þarf að borða á meðan á ferðinni stendur. Ohhh, hvað tónleikar eru nú fínn hlutur.

mánudagur, maí 02, 2005

Mánudagur, og orkan er ótrúlega í lagi, miðað við allt sem við gerðum um helgina. Föstudagskvöld var mjög rólegt og líklega sofnað fyrir tvö, en við náðum samt að fara á rokkabillí-sörf-pönk-hljómsveitina The Baywatchers, sem er tveir-þriðju dönsk og einn þriðji þýskur. Frábær, og mæli eindregið með henni ef einhver sem les er svo heppin(n) að sjá tónleika The Baywatchers auglýsta rétt hjá sér. Á laugardag borðuðum við morgunmat í garðinum því það er loksins að verða heitt. Fórum svo í útflutningspartý til Mella sem spilaði bara HAM hátt, og bauð upp á mjöð að drekka. Þetta partý endaði svo í Mauerpark á heiðinni samkomu og svo drösluðumst við heim seinna um nóttina. Sunnudag, kaffi og með'ðí útí garði hjá okkur, og svo farið í Kreuzberg, sem er hverfi sem á hverju ári, þann 1. mai, brjótast út slagsmál milli óeirðarlöggunnar og ofdekraðra unglinga í uppreisn sem halda að það sé kúl að skemma. Algengt er víst að kveikt sé í kyrrstæðum bílum eða þeim velt, og fleirra í þeim dúr. Við borðuðum súpu og keyptum ís, og röltum um hátíðarhöldin til að skoða hljómsveitir. Ákváðum svo um áttaleytið að segja þetta gott og koma okkur heim á leið. Segi bara sem betur fer, því við gengum fram hjá uppreisn í uppsiglingu og sáum e-n henda kínverja inn í miðjan lögguhóp, og sáum svo bara stóran hóp af fólki taka á rás í burtu út úr hverfinu. Þau vissu semsagt alveg hvað var að fara að gerast þarna. Við vorum á hjólum, og bara hjóluðum eins hratt og við gátum í burtu og mættum ca. 50 óeirðarlöggum með alvæpni og táragas og læti. Hefðum við verið 5 mín. síðar þá værum við eflaust með táragaseitrun og/eða eitthvað slösuð núna. En við sluppum.