Leita í þessu bloggi

sunnudagur, febrúar 28, 2010

...og þetta er það fallegasta sem ég hef heyrt lengilengilengilengi...



Í gær horfðum við á mynd sem heitir "Logan's run". Elvar hafði séð kápuna af rælni í vídeóleigunni okkar og las aftan á, og í ljós kom að þetta var sæ-fæ frá 1976. Hann tók hana, en hafði aldrei heyrt orði minnst á þessa mynd. Ekki ég heldur, en nú verður þetta að teljast með skemmtilegri og frábærari myndum sem ég hef séð. Þetta er framtíðarmynd með Utopiu/Dystopiu-pælingum, og fjallar um eðli mannsins, frelsi mannsins, framtíð mannsins, tilgang mannsins. Ég var alveg heilluð, gjörsamlega spennt allan tíman, og svo voru tæknibrellur og lúkk allt svo ótrúlega spennandi. Hljóðheimurinn var líka troðfullur af flottum múggum og bara alveg nákvæmlega eins og svona mynd á að hafa. Þess má geta að Logan's run fékk óskarsverðlaun fyrir tæknibrellur, sem þóttu alveg "out there" miðað við 1976.

laugardagur, febrúar 27, 2010

Fann þetta á netinu, á þessari síðu: http://www.tubegotchi.com/watch?v=nPV15FvroEA&s=V%C3%A9+la+gonzesse

Ég segi bara vá, flott myndband, við prýðislag!!!

það er svo ótrúlega gaman að blogga, versus fáránlega fávitalegt að uppfæra statusinn sinn á facebook, svo ég ætla að blogga daglega. bleiki sæti liturinn á blogginu er líka svo sætur, enda valdi óliver hann. ég mun hér eftir blogga daglega. bless.

föstudagur, febrúar 26, 2010

Þessa uppskrift að hráfæði-gulrótarköku fann ég á þessari síðu: http://www.the-raw-recipe.com/?cat=7 og virðist þarna vera ýmislegar góðar og aðgengilegar uppskriftir. Ég hef ekki enn gert þessa köku, en boy-oh-boy hvað hún hljómar vel. Það er helst að cashew-hnetukremið sé vesen fyrir mig, því blenderinn virtist ekki vilja hlýða mér og gefur frá sér skrýtin hljóð, síðast þegar ég reyndi að nota hann. Djúserinn er sterkari og betri en nokkuð annað raftæki sem ég hef notað í eldhúsi, en blenderinn var jú keyptur á afslætti, var meira að segja sýniseintakið og fékkst á slikk. Þá er bara að taka því. Kaupa betri næst. Held því miður að það sé komið rétt rúmt ár frá blenderakaupum, og ábyrgðin útrunnin. En aftur að síðunni með gulrótarkökunni. Hana fann ég þegar ég var að reyna að finna út hvers vegna ég væri með svona rosalega löngun í Tahini. Fann það á þessari síðu: Tahini er fullt af kalki og þar sem ég hef að mestu sneitt hjá mjólkurvörum hefur mig vantað það. Tahini og banani og valhnetur saman. MMMMM. Eða ristað spírubrauð með tahini og rauðri papriku í strimlum ofaná.....MMMMMMMM. Elska Tahini.

Carrot Cake

ingredients

2 cups of carrot pulp from your juicer or super finely grated carrot

2 cups fine almond meal

1 cup ground flax seed

1 cup dessicated coconut

1/2 cup agave or honey/maple syrup

1/2 cup pineapple juice

1 TBsp coconut butter warmed to liquid state

2 tsp cinnamon

1 tsp mixed spice

pinch of salt

Method:

mix everything well in a bowl. Press into a spring form cake tin and put in the fridge for 24 hours. Remove cake tin, ice with cashew frosting and serve with ice cream.

Cashew Frosting

ingredients:

1 1/2 cups soaked and drained cashews

1/2 cup agave nectar

1/2 cup warmed coconut butter/oil

Juice of 1 lemon

zest of 1 lemon

Method:

Place the ingredients in a blender and cream to a fine buttery consistancy using a rubber spatula to move the contents around as necessary.

This will firm up in the fridge.

fimmtudagur, febrúar 25, 2010

hahahaha, stræka á allt fyrirframákveðið bloggumhverfi. er ennþá með eitthvað html-doityourself dót hér á blogger og kann ekki neitt á neitt, en breyti stundum tölum hér og þar og sé hvort eitthvað gerist. svo get ég skrifað inn colour: einhver litur og þá breytist eitthvað. eða font:einhvertala% og þá stækka eða minnka einhverjir stafir. veit ekkert hvað ég er að gera. en núna lítur síðan mín öðruvísi út. fílaða.
Morgunstemmninginn innan úr snjóskaflinum sem húsið okkar er var óborganleg þennan morgunn. Eftir að dúðaður Óliver hafði verið sendur í skólann plantaði ég mér fyrir framan sjónvarpið og horfið á kvennakeppni í bob-sleðum án hljóðs, hlustaði á Pavlov's dog af vínil, og var með Kim: Sá hlær bezt sem síðast hlær við höndina ef dauður tími kom, ásamt því að dreypa á rótsterku svörtu kaffi. Snjókoma úti og snjókoma í sjónvarpinu. Eftir gönguferð í banka og bókasafn, þar sem við björguðum einum bíl úr skafli, erum við hætt við að keyra í bæ og til baka í dag. Verðum bara að læra eitthvað hér, og vona það besta á morgun.

miðvikudagur, febrúar 24, 2010

Ekki varð nú áframhald á "vaknaklukkanfimm"-stemmningunni. Meira svona vakna klukkan 7, eða í dag: Vakna klukkan 9. Það er víst með þetta eins og annað, mér finnst best að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi. En ég sé það í ægilega miklu rómantísku ljósi að vakna á hverjum morgni klukkan fimm, sitja ein og dreypa á tebolla og lesa, ja eða skrifa ef því er að skipta. Ef til vill mun ég gera áframhaldandi tilraunir á þessu sviði þegar það fer að verða almennilega bjart nægilega snemma. Það er nefnilega ekkert því til fyrirstöðu að ákveða að nota þennan tíma sólarhringsins í eitthvað annað en svefn. Tek það fram að ég elska að sofa, svo það er greinilega að koma vor þegar mér hættir að finnast ekki neitt lógískt nema að fara að sofa um eitt til að geta sofið til 10 á morgnanna, því það birtir hvort eð er ekki fyrr en þá. En að vakna klukkan 5 er soldið New York-legt eitthvað. Hef ekkert fyrir mér í þeim málum, finnst það bara. Eina morguninn sem ég hef vaknað í New York fóum við að sofa tæplega þrjú að nóttu, (með herkjum, það var svo erfitt að róa sig niður í stórborginni, og eftir flug og ferðalag og allt), og ég stillti klukku klukkan svona 9, til að ná nú einhverri hvíld. En ég rauk á fætur eins og gormur klukkan tæplega hálf-átta, eftir 4 og hálfan tíma af svefni sem sagt, glaðvakandi, brosandi, dansandi: Ég fann fyrir stemmningunni og púlsinum í stórborginni, og læddist því út alein, til að anda að mér borginni. Endaði á því að standa í röð sem í voru fyrir bissnessklæddar konur og menn, og keypti kaffi handa mér og alexöndru, einhverjar afar góðar beyglur og ávaxtasafa í glerflösku, sem kostaði líklega þá (2007) um tvöþúsundkall allt!!!! Og þá var dollarinn bara á 65 krónur, notabene. Allavega mjög dýr morgunverður, og hefði getað sagt mér það sjálf að versla ekki þar sem svona fólk var að bíða, en mig hafði bara dreymt um að gera þetta svo ofsalega lengi. Þetta var eitthvað svo ekta eitthvað sem maður gerir í New York. Ég hefði ekkert á móti því að dveljast svolítið lengur þarna til að finna út hvort hægt sé að lifa af litlum peningi þrátt fyrir hátt gengi krónunnar. Draumur minn núna: Hanga í New York í 3 vikur, gista hjá vinum, á nokkra, og labba bara ein á daginn og skoða. Kanna borgina. Þetta verð ég að gera fyrr en síðar.

mánudagur, febrúar 22, 2010

Tók smá Gunna á þetta og vaknaði rétt fyrir fimm í morgun. Ekki af því að ég vildi það, heldur bara vakti líkaminn mig og sendi mig fram til að byrja að vinna að fyrirlestrinum sem ég á að halda á eftir um Speech-Codes og baráttu Daphne Patai gegn því að Speech-Codes-lögin verði innleidd í bandarískum háskólum. Daphne þessi eignast óvini í flokki feminista sem vilja bara banna ákveðin orð og búið mál. Daphne tekur t.d. skemmtileg dæmi úr kvikmyndinni Demoliton man þar sem hetjan, leikin af Sylvester Stone, hefur verið frystur árið 1996 en þýddur aftur árið 2032 og þar er bannað að blóta og allir sektaðir sem það gera. Hér er ansi fyndið atriði úr myndinni:

föstudagur, febrúar 19, 2010

Er hvílíkt búin að múltítaska að kvenna sið.....því ég er svo kvenleg hahahahhah. Allavega síðasta klukkutímann eða svo hef ég gmailað, buzzað, myspace-að, facebookað, bloggað og verið í pet society á sama tíma. Vildi athuga hvað væri hægt að vera að gera margt á sama tíma, og þetta virðist vera hægt. En ef ég myndi bæta einhverju einu í viðbót við jöfnuna myndi heimurinn hugsanlega falla saman.

miðvikudagur, febrúar 17, 2010

http://www.glamrocker.dk/kim.htm

Hér er hægt að finna ansi skemmtilega lesningu um kim-bækurnar á dönsku. Merkilegt að maður skilji dönsku þótt manni sé hreinlega ómögulegt að tala hana af viti. Þarna eru alls kyns áhugaverðar upplýsingar um þessa vinsælu bókaseríu, m.a. að það kom út ein þátta-sería á ensku, í samvinnu við þýska sjónvarpsstöð, gerð upp úr bókunum, og hún er víst fáanleg á VHS. Bækurnar voru svo 25 talsins í allt, og ef ég hef skilið rétt hét sú síðasta Kim og kóngulærnar.....er það virkilega rétt?

þriðjudagur, febrúar 16, 2010

Ég veit hvað ég vil og ég vil það sem ég veit.

sunnudagur, febrúar 14, 2010

Í gærkvöldi gerði ég lag sem heitir Kola Nut. Í dag er ég að vinna og horfa soldið á Muppetshow á netinu. (komiði í víkingaheima, þar er sko skemmtilegt að vera).

Hér er alveg svakalega gott Muppetshow-atriði:

föstudagur, febrúar 12, 2010

morgunmatur: heimagert granóla með möndlumjólk og rótsterkt kaffi á eftir. hitta kennara klukkan eitt, hugsanleg læritörn eftir það, en líka hugsanlega söngstund með ruddanum. ljóðaslammdómgæsla á árlegu ljóðaslammi borgarbókasafnsins í kvöld. fjölbreytnin í fyrirrúmi.
...ég er búin að fatta buzzið. buzzið bjargar bloggunum því þú tengir bloggin þín inná buzz-síðuna og þá póstast tenging. very interesting.

þriðjudagur, febrúar 09, 2010

ummm. jámmmm, heymmm. er ég að villast?

fimmtudagur, febrúar 04, 2010

Er soldið að reyna að koma mér í lærugír. Furðulegt hvað einbeiting er ekki hægt að gera ráð fyrir. Fyrir áramót bara var hún, núna kemur hún og fer ófyrirsjáanlega. Hjólaði í gær, það gerði mér gott. Er að spá í að reyna að fara í göngutúr í kvöld til að sofna fyrr, og vakna hressari. Finnst eins og ef ég geti notað morgnana til að læra þá nýtist tíminn betur. Gott að geta tekið sér hádegishlé og komið svo aftur að textanum, þá klárast þetta allt. Eins og þið sjáið veit ég alveg hvað ég þarf að gera, ég bara get ekki alveg gert það eins vel og ég get lýst því. Febrúarkuldinn o.s.frv. Ekki að mér sé kalt í góðum hlýum fötum. Þetta er allt spurning bara um að harka af sér, og elska sængina sína aðeins minna. Eða elska hana nóg til að skríða undir hana löngu fyrir miðnætti.....ooooog ég held ég sé farin að hugsa of mikið. Nú bara hætti ég að hugsa í dag.

mánudagur, febrúar 01, 2010

Skrýtið, mánudagar eru einu dagarnir sem ég þarf að mæta í skólann, og það er alltaf eitthvað sem er að gera að verkum að ég kemst ekki eða eitthvað. Fyrir viku: afmælið mitt og plan og stöff í kring um það. Í dag: Fór til ofnæmislæknis sem greindi testið sem ég fór í: Er eins og ég var hræddust um, með ofnæmi fyrir svörtum hárlit!!!!!!!!!!!!! Hvað á nú gotharinn að gera? Það er ónýtt að vera með hið hversdagslega skollitaða hár mitt. Það er mest af efninu PPD (eða PPT man það ekki alveg) í svörtum hárlit, og svo minna eftir því sem liturinn er ljósari. Þetta efni er meira að segja í dökkum hennalitum, og náttúrulitum sem eru án ammóníaks og alls hins ógeðsins. En hvað, á ég að vera ljóshærð þá? Nenni ekki stuttu, nenni ekki sköllóttu. Langar í attitjúd. Verð að setjast niður með stílista bara og spá og spekúlera. Furðulegt, finnst vera dauf ælulykt af öllu, aðallega höndunum á mér. Enginn annar finnur þetta, og ég þarf varla að taka fram að enginn hefur ælt neins staðar, hvorki heima hjá okkur eða á hendurnar á mér......