Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, desember 14, 2004

Nú er jólagjafakaupum I lokið, og þá taka jólagjafakaup II við. Þarf líka að ná að þrífa föt, þrífa smá íbúð og þrífa mig áður en klukkan slær átta miðvikudagskvöld. Þá eigum við nefnilega von á barnfóstrum og/eða leikfélögum Ólivers, sem einnig eru leikfélagar okkar hér í Berlín. Mér taldist til að 9 manns hafi passað eitthvað...gott að skipta þessu aðeins. Síðan er nokkrum öðrum líka boðið, og því verður þetta áræðanlega hið myndarlegasta bjóð. Ætla rétt að vona að dagurinn í dag verði happadrjúgur til að klára fataþvott,...og jafnvel að hægt sé að byrja á að skrifa inní jólakortin sem ég var að vatnslita um daginn. Þetta er nokkuð sniðugt sístem, að vera búin með megnið af jólastöffi áður en klukkan slær 16. des í staðin fyrir að klára áður en búðum lokar á Þorláksmessu...Ég held að stressið sé þar með útilokað, og það er einmitt markmiðið. Keypti mér meira að segja sturtusápu sem lofar á umbúðunum að hún eyði öllu stressi. Til þess notar hún Patchuli, Lavender og Ylang Ylang (hvernig er þetta nafn á ilmolíu eiginlega borið fram?)
Jájá, fórum í meira tívólí í gær. Elvar drakk sitt fyrsta og síðasta Eggjapúns. Ég treysti honum, þannig að þetta verður hér með eitt af þeim hlutum sem ég ætla ekki að prófa áður en ég dey. Hann kúgaðist yfir þessum vinsæla drykk, hvernig myndi ég þá vera sem er eitthvað svo viðkvæm fyrir svona slepjudrykkjum? Man að ég ældi næstum yfir AlohVera-drykkjarjógúrtinni sem kom á marðaðinn hjá MS á síðasta ári. Hún bragðaðist nú reyndar eins og gubb, en margir fíluðu það samt alveg súper vel. En mysudrykkirnir sem voru hér í gangi inðeeitís, Mangósopi og eitthvað...jakk. Smakkaði einhvern mysu-based drykk hér, blanda af mysu og jógúrti með framandiávaxtabragði. Það var bara æði!! Held að trikkið sé að blanda mysu og jógúrt. Í minningunni er Mangósopi ógeð, en AlohVera mun verra,....Elvar segir að heita Eggjapúnsið toppi þetta allt!

Engin ummæli: