Leita í þessu bloggi

sunnudagur, desember 12, 2004

Jæja, nú hef ég loks frá einhverju að segja. Ég og Elvar vorum að koma heim frá smá spileríi, en við vorum fengin til að spila fyrir "Die internationale Messe für das isländiche Phärd" eða hvernig sem það er nú á þýsku, en þýðir allavega alþjóðleg sýning um íslenska hestinn. Þar voru um 1000 gestir (uppselt), og við opnuðum hátíðina, sungum "Tangó", ein í miðjum hring fullum af sandi, og svo hófum við leik á hinu sígilda og ofuríslenska "Á Sprengisandi" og þá komu allir hestarnir inn og fóru að leika listir allt í kring um okkur.!!! Vá þetta var næst því að vera með atriði í einhverjum Sirkus og ég hef komist. Fékk gæsahúð í seinna laginu, þetta var eitthvað svo ofuríslenskt og æðislegt. Ríðum ríðum rekum yfir sandinn, og þarna kom einn hestur á fullu....nei hann fór ekki á mig,... Rökkrið er að síga á Herðubreið!!!! Ég sver'ða, þetta er eitt það skrýtnasta sem ég hef gert. Óóóóóóóóógeðslega gaman, samt. Vorum að fabúlera á leiðinni heim hvort þetta væri undarlegustu aðstæður sem við kæmum til með að spila í á ævinni, en ég get vel ímyndað mér undarlegri aðstæður. Það væri til dæmis hægt að spila í partýinu sem er haldið rétt áður en geimflaug er skotið upp,...við myndum spila eitt lag, svo hæfist niðurtalningin.tíu,...níu....Þá er bara að reyna að koma sér í mjúkinn hjá NASA eða öðru geimflaugaráhugafólki.
Þessa íslensku diska verð ég að eignast:

Æla-nýr diskur /hmmmm ef einhver í Ælu les þá langar mig mest í þennan disk af öllum þeim útkomnum eða væntanlegum diskum....og það myndi veita mér ófáar gleðistundir í útlandinu að eignast fleirri en þau 3 lög sem ég hef í fórum mínum og hef spilað til skiptis í þrjá mánuði....;-) -váááááá hvað Magnari er gott lag!! ÆÆÆÆÆÆÆÆLLLLLLLLAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA

Hjálmar -nýr diskur /Veit ekki hvað hann heitir, en þetta er fyrsta alvöru ragggíið sem komið hefur út á Íslandi (sorrý Utangarðsmenn). Ég felldi nærri tár þegar ég var á tónleikum með þeim á Grandrokk síðasta sumar.

Skátar -nýr diskur /Svaka spennó nýtt band, með söngvara sem minnir mig á Þeysara og Baraflokkinn. Ótrúlega flottir læf líka.

Björk -nýr diskur(Fabúla)verð bara að heyra hann allmennilega og Björk er víst öll í tilraunamennskugír... hef bara heyrt eitt og eitt lag...

og síðast en ekki síst Mugison!!! vá, alveg bara flottasta læfperformans sem ég hef séð, (þegar hann spilaði í Gísla Marteini) síðan ég sá Ammæli í sjónvarpinu rétt eftir að það kom út....

af erlendum diskum liggur mér mest á þessum:

Tom Waits - nýr
Nick Cave - nýr
P.J.Harvey -nýr (heldann heiti uh huh her)
Streets -nýr
Robert Wyatt -nýr
...kannski fæ ég mér einn þeirra ef ég á einhvern afgang þegar okkar jólainnkaupum er lokið.
Nú er stefnan sett í bíó með Óliver á morgun (sunnudag), og líka í heimsókn til Sunnu og Jónu, svo eru jólagjafakaup í snattinu í 3 daga, og svo förum við í fluuuugvél.
ætli ég kíki ekki bara í háttinn...les í Harry Potter á þýsku þar til ég sé ekki augna minna skil...


Engin ummæli: