Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, júlí 28, 2010
speki heims gengur vel. náði alslemmu í síðustu viku (5 virka daga af 5 á bókasafni). Held ég sé komin með um einn þriðja af lengd ritgerðar, en það eru bara glósur, svo á ég eftir að gera það að texta. hef minni áhyggjur af þessu, og sannast nú málshátturinn góði: hálfnað verk þá hafið er. ég hóf loks að skrifa niður í tölvu og þá bara urðu 20 síður til eins og töfrasprota væri veifað. nú er tilhlökkun eftir utanlandsferð hins vegar að ná hámarki, bara 5 dagar til viðbótar. að sama skapi er ansi margt sem þarf að gera á þessum 5 dögum: klára að skrifa það sem ég get í ritgerð, æfa tvisvar, redda hellvar-bolunum (já hellvar er loks orðin alvöru hljómsveit, og er að gera boli!!!, meira um það síðar) hitta balla í spjall, fara í klippingu á föstudag, búa til handfarangurstösku úr gallabuxum (hehehe, það verður gott verkefni) taka á móti tveimur listatúristum og hýsa þá, fyrri í kvöld, næsti á fimmtudagskvöld....should I go on??? neinei, það er bara dútl og gleði í gangi. uppgötvaði í gær að ég er með nostalgíu fyrir núinu: þ.e.a.s. ég veit að ég á eftir að sakna núlíðandi stundar í framtíðinni og ég finn næstum fyrir því hvernig sú saknaðartilfinning verður. alltaf í þjóðarbókhlöðu, alltaf í hámu, alltaf í rútu að bögglast við að lesa, alltaf með heimspekibók í töskunni, ef ske kynni að ég næði smá lestri, alltaf með ákveðnar hugmyndir á bak við annað eyrað sem eru svona að vinna á bak við tjöldin. nýt þess í botn að vera í skóla núna. alveg tvímælalaust áhugaverðasta djobb sem ég hef unnið, fúll tæm djobb við verufræðilegar rannsóknir. Sooooooo practical!!!!
fimmtudagur, júlí 22, 2010
skunda til móts við heimspeki, 4 daginn í röð á þjóðarbókhlöðu. tvímælalaust góð nýting á skrst. þessa vikuna. enda er ég að verða klár í að fara að skrifa eitthvað af viti annað en að pára niður í litlu stílabókina mína. þar eru reyndar komnar ansi margar síður af pári. pár verður að ritgerð í word, blaðsíður hrannast upp og áhyggjusúlan í hryggjarsúlunni minni fer lækkandi. Í kvöld spilum við fyrir fólk á Paddys, og við hlökkum svo svakalega til að fá að frumflytja nýtt efni og fá viðbrögð. En í dag er röðin þessi: Heimspeki -og svo músik!
miðvikudagur, júlí 21, 2010
Hvernig er hægt að ætla að stilla klukku á 08.30 en stilla hana óvart á 03.30? Er ég blind og gömul eða hvað? Allavega vaknaði útfrá mjög svo súrum draumi klukkan 10.00, búin að missa af rútunni og þarf nú að bíða til 11.30 eftir næstu...Þetta er líklega "the downside" við að búa í kef....hefði ég vaknað kl. 10.00 í rvk. hefði ég fengið mér snöggan morgunmat og hjólað svo upp í bókhlöðu og verið komin þangað vel fyrir 11.00. í staðin kem ég nú kl. 12.30. (get reyndar byrjað að lesa í rútunni, sem ég á auðvelt með, því ég verð aldrei bílveik). en ægilega er ég vel útsofin. Svo erum við hrikalega vel æfð, og tónleikar á morgun, 22.07 á Paddys! ÞAÐ verður rosalegt.
mánudagur, júlí 19, 2010
var að taka út á bókhlöðunni "The rough guide to New York", "Coping with America" e. Peter Trudgill, "The Great cities - New York" myndabók, og síðast en ekki síst "In America" e. Maxim Gorky. Þetta ætti að kenna mér eitthvað. Svo þarf ég bara að eignast svona Lonely Planet New York bók, og þá ætti þetta að hanga þarna ein í stórborginni í 3 daga. get ekki beðið...alein í suðupotti milljóna. Hjartað slær örar bara við tilhugsunina. En fyrst....já þið vitið, ritgerðin...
Vaknaði 08.45, úthvíld! Gerði hráfæði, mundi eftir fúkkalyfjum, fór í bað, Óliver fór í bað, sentist um og útrétti í rvk, settist á skrifstofu og opnaði smá bók, lokaði aftur, hékk á neti, og nú er inspiration komin aftur. ætla að vera til 5 hér á skrifstofu en svo í sund og gufu smá. það eru 2 vikur, 14 dagar, þar til við förum út. verð að skrifa ritgerð, bara verð. finnst eins og ég viti ekki nóg, en það er klassískt syndróm...vita meira áður en maður fer að skrifa. annars kemur eitthvað bull á blaðið. bla bla blaðið. blablabla. en ég vakna á morgna og sofna fyrir miðnætti...og það er mjög jákvætt. svo er ævintýralega gott veður. jájá, það er nú svo.
föstudagur, júlí 16, 2010
þriðjudagur, júlí 13, 2010
barkabólga. netið segir mér að það sé svona frekar mikill barnasjúkdómur...týpískt. rúmliggjandi með barnasjúkdóm, get bara ekki "act my age". allavega, með fúkkalyf, sagt að reyna að hósta ekki, kyngja frekar. drekka heitt, anda að mér gufu. parkódín fyrir svefn til að slá á hóstann...þá ætti þetta að vera komið á nokkrum dögum, mesta lagi 1 viku. Einhver fleirri ráð? Anybody???
fimmtudagur, júlí 08, 2010
mánudagur, júlí 05, 2010
sunnudagur, júlí 04, 2010
laugardagur, júlí 03, 2010
Jæja, sökum ábendingar um augnverki sem ég fékk ákvað ég að prufa aðra liti en hina sterku uppáhalds mína og datt niður á þessa ofur-smart skemmtilegu "lita-sjatteringu" (ég er 80 ára þegar ég segi þetta). Allavega er grátt og bleikt og rautt og smá órans (pabbi segir órans, ekki appelsínugult, finnst það svo skemmtilegt), og þetta er bara fagurt!
Fagurt og teið kallar,
fagurt og bókin bíður,
fagurt og úti er heitt og tíminn líður,
fagurt og maginn tómur,
fagurt og bóndinn blíður,
fagurt og vindur vanga strýkur, þýður.
heiða rómantíker sænar út!
Fagurt og teið kallar,
fagurt og bókin bíður,
fagurt og úti er heitt og tíminn líður,
fagurt og maginn tómur,
fagurt og bóndinn blíður,
fagurt og vindur vanga strýkur, þýður.
heiða rómantíker sænar út!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)