Leita í þessu bloggi

mánudagur, ágúst 30, 2010

labb m. óliver í Austurbæjarskóla. check. sundferð. check. þjóðarbókhlaða. check. lært. check. borðað. check. það er líka kominn vetrartími aftur svo ég er enn þar, (má vera til 10, en held ég nenniðí ekki). er samt bráðum aftur svöng. síminn aftur batteríislaus, hleðslutæki ófundið eftir flutninga. á einhver fataskáp að gefa/selja ódýrt?

laugardagur, ágúst 28, 2010

Flutt í Reykjavík. Allt rað verður þó að bíða, því ég á eitt stykki Masters-ritgerð eftir. Er þó komin með þokkalega kósí baðherbergi sem ég baðaði mig í áðan. Veitti ekki af, þar sem baðferðir höfðu hamlast tölvert sökum skorts á aðgengi. Nú er ég líka í hreinum nærbuxum (yndælt) og í kjól, í stað skítugra nær- og gallabuxna. Sit á kaffihúsinu "C is for coffee", sem er netkaffihús og statt á Óðinstorgi. Þar er nú ágætt að sitja, og svo þarf ég bara að skrifa svona 30 síður eða svo. Óraunveruleiki þessarar setningar er fullkominn, þetta er svo mikið að ég næ ekki að hugsa þetta, og þess vegna er ég ekkert stressuð. Bara veit að þetta þarf að gera og þetta mun ég gera. Og við það hefst lestur dagsins.

fimmtudagur, ágúst 19, 2010

næstum því búin að ná mér eftir flug. samt enn hálf vönkuð, en góður nætursvefn í nótt mun laga það. þarf að pakka búslóð og pakka inn hugsunum fyrir ritgerð um helgina, þ.a.l. engin menningarnótt fyrir mig. elvar er að vinna um helgina svo þetta verður bara heiðudútl, sem er alveg í lagi. vinn vel ein undir álagi...stressed out loner. óliver langar á menningarnótt í rvk. hann er eins og ég, elskar fólk og læti. ef einhver vill fara með hann í fjörið er það velkomið. hann er stilltur og vel upp alinn piltur (og djö. er gott að vera kominn heim til hans og knúsa). horfðum saman á school of rock í gærkvöldi, í áreiðanlega 10. skipti. alltaf jafn gaman. svo var gott fólk í heimsókn í dag, bæði að heimsækja mig og óliver. fullorðnir: inni að drekka kaffi og kjafta, börn: úti í fótbolta. þarf í búð, en nenni ekki. þarf að ná í kassa og kaupa mat, en nenni ekki. búin að þvo 3 vélar samt í dag. gott að sitja og anda inn og anda út. helst til skiptis. á morgun er fös. svo hef ég lau og sun. það er nægur tími fyrir bjartsýnis- og léttlyndissjúkling.

þriðjudagur, ágúst 17, 2010

finn ekki cel-ray, thad er ad gera mig gedveika. geri lokatilraun a morgun. for meira ad segja i gydingahverfi i dag til ad reyna ad fara i stormarkadina thar. enginn kannadist vid selleridrykkinn cel-ray. en eg gef thessu einn sens enn. fann einhversstadar bloggsidu sem lysti einmitt thvi sama, endalaus leit og ekkert cel-ray, en thad fannst tha loks i deli sem heitir 2 ave. deli en er ekki a 2 ave. heldur a 162E 33rd street. tek litla morgunferd thangad i fyrramalid. panta svo leigubil sem pikkar mig og dotid mitt upp klukkan 4. their lofa klukkutima ferd ut a JFK fyrir 32 dali, sem er liklega thad besta i stodunni fyrir mig. thung ferdataska, gitar i flightcase (fekk sko flightcase i budinni hans rob notad fyrir 50 dali, nice!) tolva og handfarangur, thetta er naestum omogulegt i lestum thar sem thad eru alltaf stigar og eg hef ekki elvar og ola til ad kippa thungri tosku upp. klukkan er um 11, er ad spa i ad skrida i hattinn fljotlega. alveg buin a thvi eftir labb um allt og margar gardaferdir i dag. thad er ekki neitt leidinlegt vid new york, en mikid er hun nu stor. vandamalid er ad af thvi hun er stor er allt haegt ad gera i henni, en ef madur ferdast of langar vegalengdir til ad gera eitthvad verdur madur bara allt i einu buinn a thvi og tha er enn eftir ad fara i kannski 3 nedanjardarlestir og thad tekur um 45 minutur. rugl!

laugardagur, ágúst 14, 2010

æ, það er ekkert gaman að vera að fara frá Hudson. Þetta er tvímælalaust galdrabær með endalaust af skapandi fólki sem hefur ákveðið að hanga hér. í þessum litla 7000-manna bæ er næstum því meira um að vera en í reykjavík....ótrúlega skrýtið. enda sagði patty smith í pistli sem hún reit um daginn að Hudson væri "happening". Í dag tók ég þátt í listaverki sem var tekið upp á vídeó og mun vera partur af vídeólúppu sem gengur í listagalleríi við aðalgötuna næsta mánuðinn. svo hélt ég lítið erindi um Heidegger fyrir 3 gamla menn (sá yngsti 68 ára, sá elsti 78 ára), en þeir voru allir að fá sér sinn vikulega öllara á Spotty dog, sem er besta kaffihúsið í Hudson, klukkan 3 í dag. Við spiluðum Bítla-útgáfuna af Monopoly hjá Rob í kvöld og hlustuðum á demóupptökur af hvíta albúmi bítlanna á meðan (já mamma og pabbi, ég fékk kópíu af því, þetta eru upptökur sem þeir gerðu á Indlandi, meðan þeir voru að hanga með Maharishi). Hvílíkt snilldarkvöld. Hvílík snilldarferð. Hvílíkur snilldarbær, og hvílíkur snilldarmaður sem Rob er. Svo virðist sem ALLIR nenni að pæla í tónlist ALLTAF, og Rob er ekki einu sinni með sjónvarp....til hvers svo sem? Hann er með fullt af hljóðfærum og bókum, og frjóan huga og nóg af góðum vinum sem eiga ekki heldur sjónvarp. Ég er ekki búin að horfa á sjónvarp í 10 daga....Sakna ég þess? Nei alls ekki. Sakna ég Íslands? Tja, ég sakna Mömmu og Pabba og Ólivers.....smá Reykjavíkur.....sakna að fara á skrifstofuna mína á bókasafninu.....ég held að svona dvöl erlendis setji allt í rétt samhengi. Þarf ég yfir höfuð að eiga eitthvað? Get ég losað mig við helminginn af fötunum mínum og bókunum og vídeóspólunum/dvd-diskunum og plötunum? Auðvitað. Hef ég ekki í raun og veru bara áhuga á tónlist og góðu fólki og fjölskyldunni og gæti verið án alls annars? Jú, auðvitað. Ekkert annað er spennandi....Fréttir af bulli og áhyggjum......gerir mig bara óhamingjusama og áhyggjufulla. Þetta er svo einfalt í raun. Ef þú átt ekki pening þá eyðirðu honum ekki. Það þarf ekki neitt til að lifa. Bara smá mat, og hugmyndaflug. Ég nenni ekki einu sinni að hafa internettengingu heima, ég ætla bara að fara á kaffihús með nettengingu. Ég meina, hvað er fólk að borga fyrir? Er hamingjan fólgin í góðri nettengingu og miklu sjónvarpsefni? Ég held nú ekki, sorry guys. Íslendingar eru að misskilja eitthvað, big time. Farin í draumalandið, skil ykkur eftir með spurningar eins og sönnum heimspekingi og listamanni sæmir (já ég er listamaður og heimspekingur og það er góð blanda). Næsta blogg í NYC.

miðvikudagur, ágúst 11, 2010

Gigg i Brooklyn a manudag tokst med afbrigdum vel. thad var ofurstemming og jafnvel hugsanlegt ad eg laedi inn myndum i kvold eda a morgun af tonleikunum. for a Coney-island adan, i tivoli og a strondina. Vauvauvauvau! Heitt i dag, um 100 gradur a fareinheit, eda 37 gradur. klikkad. allir ad deyja. en samt gott.

sunnudagur, ágúst 08, 2010

(I dreamt in English last night). I am up to 15 different types of root beer/birch beer/cream sodas. I haven't found any bottles marked out as Sarsaparilla yet, still looking. We had a great gig yesterday, down by the waterfront of Hudson River. I am so much in love with Hudson and the people I've met here, and Rob's apartment is out of this world cool! Sitting on top of his music store, so each time the fancy grabs you to try an instrument (any instrument!) you just go down there. Woke up around 8.30 yesterday morning and heard Sverrir banging on his bass, just having a blast! How cool is that? We're having a b-b-q on the patio in front of Rob's music-store (Musica) in the afternoon of today, as well as a small gig. Can't wait. Then tonight: a train to the city! (I am surrounded by English speaking people, it kinda influences me to write like that too)

föstudagur, ágúst 06, 2010

m´kay, við erum búin að spila eina órafmagnaða tónleika á sænska veitingastaðnum DA BA í gær. fórum svo í viðtal á útvarpsstöð í grenndinni klukkan 9 í morgun og ég og elvar spiluðum krummi svaf í klettagjá og give me gold. svo erum við að tjilla yfir okkur í dag, fórum í sund hjá yndislegri listakonu áðan og ætlum að fara út að ganga eftir um klukkustund, þangað til er verkefnið "gera ekkert" í fullum gangi. gigg á morgun, svo ferð til borgarinnar sem mun halda nær endalaust áfram (eða til 17. ágúst). búin að prufa nokkra rootbeer, cream soda og einn birch-beer. fékk rootbeer-float áðan, í fyrsta sinn. gott. síjú.

þriðjudagur, ágúst 03, 2010


going, going, gone!