Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, júlí 10, 2013
Friðrik Dór - Glaðasti hundur í heimi
Fyrst ég er farin að blogga upp á nýtt þá er víst alveg tilvalið að deila með ykkur þessu lítilræði. Þetta er nú svosem ekkert annað en FYRSTI SINGULL AF VÆNTANLEGRI BREIÐSKIFU DR.GUNNA OG VINA HANS! Platan mun heita "Alheimurinn" og kemur út í október.
þriðjudagur, júlí 09, 2013
Lax, lax, lax og aftur lax...
Lífið, krakkar mínir, heldur alltaf endalaust áfram, hvort sem maður skrifar um það í bloggið sitt eða ekki. Allur júní leið, með skemmtilegri tónleikaferð hringinn í kringum landið, og nú er byrjun júlí, og hið vel heppnaða All tomorrows parties-festivalið er búið, og næsta festival, Eistnaflug er handan við hornið. Í millitíðinni hef ég verið upptekin við að taka upp plötu í Geimsteini, farið tvisvar í Sirkus (Wally and friends og Burned out Punks) og er á leið á Dionne Warwick með foreldrunum á morgun, 10.júlí. Ég er svo auðvitað að fara á Eistnaflug með Elvari og Óliver og verður það mitt 5.flug og Ólivers 2.flug því hann kom með í fyrsta sinn sem við fórum, árið 2009, og þá var hann 7 að verða 8 ára. Ég gæti ekki verið spenntari fyrir næsta festivali, þótt ég sé búin að fara hringinn þetta sumar og búin að fara á endalaust marga góða tónleika á ATP. Þetta er bara sýki, þessi tónlistardella. Er þetta ekki bara eins og laxveiði? Maður segir ekkert laxveiðimanninum að hætta bara að veiða lax...
Við ætlum norðurleiðina úteftir og suðurleiðina til baka. Munurinn á þessari ferð núna er sá að við förum ekki fyrst á Strandir. Mig langar samt að komast aftur á Strandir sem fyrst, ekki láta líða nokkur ár eins og ég lét líða milli ferða á Djúpavík. Það þarf bara að koma reglulega á Djúpavík, Trékyllisvík, Hólmavík, í sund á Krossnesi o.s.frv. Það þarf líka að koma reglulega á Neskaupsstað, lágmark einu sinni á ári. Ég toppa mig í ár, 2 ferðir á Neskaupsstað árið 2013.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)