Leita í þessu bloggi

sunnudagur, júlí 11, 2004

Markaður aftur í dag. Þessi markaður er líklega bara kominn til að vera í sumar. Fólkinu sem er að selja allskonar þarna finnst svo gaman að enginn vill hætta. Ég seldi sum sé smá föt og nokkra geisladiska og slatta af óskalögum í dag, og fékk nokkra þúsundkalla upp úr krafsinu, og svo keypti ég mér yndislegt sushi þarna, og líka mohito-kokkteil. Þetta var náttúrulega bara æðislega gaman. Sérstaklega vegna þess að Óliver stuðbolti var með, og manni finnst bara allt skemmtilegra þegar hann er með. Hann hjálpaði mér að syngja nokkur lög og einu sinni sagði hann um leið og lagið hafði klárast: ,,Búið, næsta lag!!!" Hann skilur greinilega um hvað sjóvbissnessinn snýst, er ekkert að flækja þetta. En....næsta helgi, í klink og bank, gengið inn úr portinu, mjölnisholtsmegin, frá eitt til sex, báða daganna. Frábært!!

Engin ummæli: