Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Hallúúú
Markaður verður víst ekki þessa helgi, en þá næstu á eftir er það öruggt. Það er sama helgin og menningarnótt, og giftingin sem ég er að fara að syngja í og alls kyns gleði. Ég er þó ekki aðgerðarlaus um helgina, ætla meðal annars að reyna að nýta bókasafnsaðstöðu í Kef. og vinna að ritgerð um Descartes. Svo er kominn tími á að leigja sér vídeómynd og borða nammi. Vinn enn í póstinum og geri út mánuðinn. En ég verð að játa að í mig er kominn leiði. Þetta gerist næstum því alltaf með mig og vinnur. Eftir svona sirka 3-4 mánuði hef ég einfaldlega fengið nóg og finnst ég vera að eyða tímanum mínum í vitleysu að sækja vinnu. Þetta er náttúrulega afskaplega heimskuleg afstaða, ég geri mér grein fyrir því. En svona er það bara,...nema þegar kemur að tónlist, þá fæ ég aldrei leið. Og vinna mín sem Næturvörður á Rás 2 hefur bara orðið skemmtilegri, en hún er samt bara einu sinni í viku í undirbúning, og svo 4 tímar í beinni. Það er ekki sama og mæta dag eftir dag. Gæti ég verið með rútínufóbíu? Á þessum síðustu og bestu tímum þegar til eru fóbíur fyrir öllu, og um allt.....Ég er alla vega ekki með rúsínufóbíu...mmmmmm rúsínur, helst með súkkulaði. Sko, ég er nefnilega hætt að éta nammi. Og þetta er í annað skipti sem mér dettur nammi í hug í þessu eina bloggi. Hvað er í gangi? Ég er fráhuga rútínum, en háð nammi....Vill einhver vinsamlegast sálgreina mig!!!!!!!!!!!!!!!Núna!!!!!!!!!!!!!

Engin ummæli: