Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Sko, ég átti svona ofur-íslenska reynslu áðan. Þannig er að ég þurfti að húkka mér far á Laugarás, til að fara til læknis. Fyrsti bíll sem stoppaði var kennari sem kennir íslenku og dönsku, prýðiskall, og gaman að spjalla. Næst stoppuðu 4 konur sem voru að vinna á Geysi og allar ofurhressar og voru afar glaðar að taka upp puttaling. Svo stoppaði hestamaður sem var að blasta Björk í bílnum sínum, ansi hressilegur og þetta var allt svo íslenskt og náttúrulegt og skemmtilegt. Ég hélt að það yrði nú varla meira íslenskt en þetta, og var ég líka komin til Laugaráss, en nei. Það sem toppaði þessa íslandsreynslu var að Reynir Pétur sat á biðstofunni, og var hinn hressasti. Spjölluðum við um hesta, tölvur, og sci-fi-myndir, og hann er algjör snillingur! Gerir að gamni sínu til hægri og vinstri. Jájá, einhvern veginn efast ég um að ég hefði hitt allt þetta fólk og spjallað við það og skemmt mér svona vel ef ég hefði verið að ganga Austurstræti. Svona er nú sveitin frábær.

Engin ummæli: