Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, september 01, 2005

-ég er búin að mála, allt antikhvítt nema eldhúsið sem er okkur-gult (us-yellow?)og smá azure-blátt. -ég á gallapils og græna converse-eftirlíkingaskó. -hellvar aflýsti tónleikum sem við áttum að spila á á gaukástöng í kvöld, því við erum að mála og flytja. mér finnst ég vera að svíkja rokkið en beita skynseminni, og því er ég stolt með samviskubit núna. -ég er komin með vinnu á blaðinu og byrja á mánudaginn, mánudaginn. -ég er með heeeeví vöðvabólgu eftir málið og er á leið í heitapottinn hjá maogpa í kef. -mér finnst reeses peanutbutter cups besta súkkulaði í heimi. -og besta gosið er dr. pepper, sem er ennþá pantað inn í söluturninum á eiðistorgi, og það er rétt hjá þar sem ég er að flytja. -þarf að fara yfir fullt af drasli sem ég á og henda eða gefa. -nenni'ðí ekki. -gerði eitt af 5 bestu salötum sem ég hef gert á ævinni áðan, kláruðum næstum allt, en skildum eftir smá fyrir mömmu sem var úti, en kemur heim á eftir. -bless.

Engin ummæli: