Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

ó nei, gunni kítlaði mig, og það þýðir að ég á að koma með lista yfir 5 hluti sem fara í taugarnar á mér eða bögga mig:

1) Kuldi fer í taugarnar á mér. Ég er algjör kuldaskræfa, er fyrst manna til að viðurkenna það. Ég er yfirleitt í 3 peysum og yfirhöfn á veturna á Íslandi, en á móti kemur að ég fúnkera vel þótt yfir 30 stiga hiti sé úti. 30-35 er mitt draumahitastig.

2) Það er böggandi að geta ekki farið ferða sinna um allt á hjóli svo auðvelt sé. Það sárvantar betri hjólastíga út um alla Reykjavík, svo hægt sé að nota hjólið sitt sem samgöngutæki.

3) Það er mjög pirrandi að vera svona háður kaffi til að komast í gang á morgnanna. Hef oft óskað þess að ég gæti glaðvaknað fyrirhafnarlítið eins og margar A-manneskjur sem ég þekki. Ég er mjög þung í gang á morgnanna.

4) Hraðinn í þjóðfélaginu sem við lifum í er böggandi. Velti því oft fyrir mér hvort ekki væri betra að búa annars staðar en í Reykjavík, því stressið er svo mikið.

5) Ég verð að segja að það fer í taugarnar á mér að ekki sé hægt að fá ferskjur með hvítu kjöti hér á landi. Weissfleichige Pfirsche er eitthvað sem ég vandi mig á í Þýskalandi, og ég sker þær niður ásamt svörtum vínberjum og ferskum apríkósum (sem einnig er erfitt, en þó ekki ómögulegt að fá hér) og læt út í jógúrt án bragðefna. Þetta er besti morgunmatur í heimi og það böggar mig hræðilega að nú eru komnir 5 mánuðir síðan ég fékk svona síðast.

ég kítla nú Sif Ingvarfyndna HerraT Rjúpuna og Guffa

Engin ummæli: