Leita í þessu bloggi

laugardagur, janúar 21, 2006

Ég er í Vestmannaeyjum. Já, það er gaman að tjilla í Eyjum, en það er ég að gera í dag, áður en hljómsveitarkeppnin „Allra veðra von“ hefst klukkan 17:00. Þar verð ég kynnir og dómari. Áðan fékk ég mér borgara og franskar og kók á bensínstöðinni. Þar var verið að selja gamlar spólur, VHS, sem enginn vill eiga lengur. Ég keypti fjórar: Superman III, Bowling for Columbine (Michael Moore), The Waterboy (Adam Sandler) og Supercop (Jackie Chan). 2000-kall, og endalaust skemmtilegt með Óliver að horfa. Hefði getað keypt nokkrar Schwartzeneggermyndir og Jet Li-myndir og eina John Waters-mynd (um ljósmyndastrákinn), en lét þetta nægja. Það er bara svo gaman að eiga góðar bíómyndir til að horfa á með fjölskyldunni. Nú er ég á bókasafninu, að leika mér í tölvunni, og svo ætla ég á Kaffi María, að fá mér kaffi. Herjólfur klukkan átta í fyrramálið. Þetta verður svakalega fínt. Það er fjör í Eyjum!

Engin ummæli: