Leita í þessu bloggi

sunnudagur, apríl 29, 2007

...og enn er kominn sunnudagur. síðan síðast hef ég: farið í Bláa lónið, farið í hljóðver, gengið soldið meðfram Þjórsá, borðað lífræna súpu sem prestur bjó til, setið nokkra fundi, farið á Hellu, sungið við opnun í Ráðhúsinu, verið hjúkrað í Hveragerði, verið veik, kvefuð, hálsbólgin, ljósfælin, hausverkin og slöpp. Komst heim til að vera veik í gær, laugardag. Flensan ræður núna, og ég er búin að sofa og svitna, vaknaði til að borða og drekka, og næ líklega að klára þetta blogg áður en líkaminn heimtar að ég sinni frumþörf aftur. Geri ráð fyrir almennum hressleika og stuði á morgun, í síðasta lagi annað kvöld. Að lokum:

HOR OG KVEF OG ÓFRÍSKIR MENN (Með sínu lagi)

Hor og kvef og ófrískir menn
finnast hér á landi enn
með hita og hausverk en langar í sund
þett'er mikil raunastund.

Engin ummæli: