Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, desember 18, 2007




Annars er svakalega dimmt úti eitthvað og undarlegt hvað það róar mann alltaf niður og gerir mann að bjarndýri. Í fréttum er það annars helst að Elvar braut stórutá, og situr því í öllu spileríi sem framundan er. Óliver er í stuði, fer í jólafrí á miðv. en litlu jólin eru á fimmtudagsmorgunn kl. 9 og þá er svo komið frí. Búin að tala við skólaskrifstofu um að hann flytjist upp í Barnaskóla Hjallastefnunnar uppá velli. Djö, verður það fínt, maður. Lítill og sætur skóli, lítið og sætt háskólasamfélag, stór og sæt íbúð, stórt pláss fyrir stærri hugmyndir. Hausinn minn telur niður daga í jólatjill, en í dag eru 3 dagar til viðbótar eftir af vinnu þar til komið er frí. Spilum svo eins og við getum, tökum öll tilboð héreftir, já ef ykkur vantar að fá band til að leika nokkur lög er Hellvar til. Erum ógeðslega hress, sko. Akureyri síðustu helgi sannaði það, því við lékum afar fína tónleika þrátt fyrir að helmingurinn af græjunum okkar hefði verið sendur til Egilsstaða fyrir misskilning. Já, engin lágdeyða lífi Hellvar þessa daga.

Engin ummæli: