Leita í þessu bloggi

mánudagur, mars 16, 2009

Ég er ekki alveg viss hvað ég gerði um helgina, en mér finnst að það hafi örugglega ekki verið neitt hættulegt. Ég las reyndar glæpasögu í baði...sem gæti endað ílla. En annars fór smá tónlist í gegn um systemið á föstudagskvöld og svo var opnun kosningaskrifstofu á laugardag, en tekið rólegt sjónvarpskvöld á laugardagskvöld. Á sunnudag fóru Elvar og Óliver í bíó en ég í leikhús. Þeir á Þessa og ég á þetta

Já reyndar er Rústað með óhuggulegri hlutum sem ég hef á ævinni upplifað, en að sama skapi mjög eftirminnilegt og alls ekki tilgangslaust ofbeldi og þ.a.l. tilgangslaust leikrit. Áhorfandanum er dálítið stillt upp og hann minntur á hvernig heimi við búum í. Allavega langaði mig bara að fara heim í fjölskylduknús um leið og sýningin var búin, og mig langar eiginlega bara enn að vera heima í fjölskylduknúsi. Svo líklega hefur þetta verið nokkuð góð helgi bara. Ég ætla að skreppa í bæ eftir hádegi og vera samt ekki of lengi. Rétt að kíkja á nokkra staði. Svo ætlar Elvar að elda bleikar fiskibollur í kvöld sem hann lofar mér að verði sælgæti...Spennandi

Engin ummæli: