Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, maí 07, 2009

Er að hlusta á Nærlífi með Spilverkinu. Rosalega er það góð plata! Hún er lang-lang-lang-besta Spilverksplatan, enda Valgeir og Siggi Bjóla í blússandi góðri samvinnu þar. Mikið hlustað á hana á mínu æskuheimili og ég sé enn mömmu og pabba fyrir mér sirka um það leiti sem platan kom út, sitjandi í sófa á síðkvöldum að syngja með, og kertaljós og dempuð birta. Góð stemmning! Uppáhaldslagið hennar mömmu var Blue, og þá var það líka mitt uppáhaldslag því ég var bara lítil stelpa sem vildi vera eins og mamma mín. Núna er ég stór stelpa og VEIT að ég vil vera eins og mamma mín sem er sætasta og besta og yndislegasta konan í heiminum.
Takk pabbi og mamma fyrir að kenna mér svona margt skemmtilegt í tónlist og öðru.

Engin ummæli: