Leita í þessu bloggi

laugardagur, júní 06, 2009

Ég hef alltaf fílað betur að láta sultuna ofaná ostinn á ristuðu brauði. Það er einhvern veginnn bara meira svona: ,,Já hér er sultan og ég finn mikið og sterkt bragð af henni í munninum"-fílingur. En áðan langaði mig að bera þetta tvennt saman. Svo ég gerði vísindalegan samanburð á tveimur sneiðum af ristuðu brauði. Báðar með smjöri, ein með kirsuberjasultu og SVO osti og ein með osti og SVO sömu sultu. Niðurstöðurnar komu á óvart. Ég held ég hafi fílað ostinn ofaná sultunni betur. Þá finnur maður fyrst ostbragðið og svo læðist sultann aftan að manni, og spýtist jafnvel undan ostinum uppi í manni ef maður er heppinn. Þetta liggur því ljóst fyrir: Framvegis mun ég láta sultu undir ostinn á ristaðbrauð, allavega tímabundið á meðan ég er í stuði fyrir það. Ég er greinilega að fíla svona subtle betur en bold í dag. Ákvað svo að vera mjög bresk með ristabrauðinu og fékk mér earl grey-te með 1 teskeið af sykri. Það var ekkert spes. Mundi svo að ég átti sítrónu og kreisti smá út í. Skánaði lítið. Earl grey er í mínum huga drykkur með hunangi og mjólk út í, og ég drekk ekki lengur mjólk svo það er soldið off. Möndlumjólk útí bjargar þessu samt, en vildi gjarnan athuga með möguleika mjólkurlauss earl grey. Mig minnir nefnilega endilega að bretarnir drekki það mjólkurlaust með sykri og sítrónu...þarf að gúggla þetta. Svo fékk ég jarðarber í laginu eins og hundshaus í gær og borðaði það náttúrulega undireins. Það er happa að borða ávexti og grænmeti sem eru í laginu eins og eitthvað sem maður þekkir. Enda er ég einstaklega heppin kona í dag: Sit í seventíslega eldhúsinu með appelsínugulu hinti, sem elvar málaði. Við rifum út og röðuðum inní æfó í gær. Elvar tengir í dag og þá er komin vinnuaðstaða. Ekki seinna vænna að fara að semja ódauðleg listaverk.

Engin ummæli: