Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, ágúst 26, 2009

Djöfull var hot yoga-ið gott í gær! Ég skellti mér umsvifalaust á kort í Sporthúsinu, en þetta hot-yoga-námskeið byrjar þann 7. september, þannig að ég hef þangað til þá að ná úr mér harðsperrunum sem eru að hrjá mig. Jóga-ið var ekki svo erfitt en upphitað herbergið sem við gerðum æfingarnar í gerði það að verkum að svitinn hreinlega spíttist af manni. Svo fór maður aðeins dýpra í allar teygjur en ella, því líkaminn var mjúkur sem kúkur (eða bráðið smér, fer eftir velsæmiskennd hvers og eins). Niðurstaðan: Harðsperrur dauðans.
Datt einmitt í hug skemmtilegt nafn á skólahljómsveit nemenda í Íþróttakennaraskólanum:

Hæ, við erum Strengir! Skemmtilega tvírætt, þegar maður setur það í íþróttasamhengi.

Hellvar að fara að spila með Docteur Gunni þann 4. sept á Grandrokk.
Minni líka á http://www.ruv.is/topp30/ að fara þarna inn og haka við lagið Falsetto með Hellvar. (Hlusta á lagið á myspaceinu okkar). Hey, það er gott lag og við sömdum það og þeim mun meira sem það heyrist í útvarpi, þeim mun auðveldara verður að eiga salt í hinn margumtalaða graut á næsta ári þegar stefgjöldin koma.

Engin ummæli: