Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, október 21, 2009

Á laugardaginn sá ég: Japanese supershift and future band spila sína fyrstu tónleika á Kaffistofunni, Hverfisgötu, eitt og hálft lag með Lole frá sviss á Kaffibarnum og það lofaði MJÖG góðu, hún vinnur nú að næstu plötu með Valgeiri Sigurðssyni, klassískt verk stýrt af Daníel Bjarnasyni, mjög flott, Mugison á Kaffistofunni, hann var rosa, fór svo heim í pásu þar til Ghostigital byrjaði á Batteríinu, og það var líka svona stórskemmtilegt að ég gleymdi að taka myndir, hljóp yfir á Egil Sæbjörnsson á Iðnó og hans nýja efni er frábært, ætla svo sannarlega að kaupa mér þá plötu, hljóp til baka yfir á Batterí til að sjá norsku hljómsveitina The Megaphonic Thrift sem ég heyrði í á mjög háværu sándtékki fyrr um daginn. Besta erlenda band Airwaves 2009, án efa;

kíkti svo á Dýrðina á Amsterdam og dansaði og skemmti mér vel með þeirra giggi, ansi góð ný lög og Blodie-kover, Dýrðin á svingi þessa dagana, fór svo inná Sódómu og myndaði Klink í bak og fyrir, þetta var nú bara brjálæði og ekkert annað:

Engin ummæli: