Leita í þessu bloggi

föstudagur, janúar 15, 2010

Ég er búin að vera að hráfæðast svona í og með, núna er 12 dagurinn af 21 daga sjálfsskorun (nýyrði fyrir sjálfs-áskorun). Ég er meira en hálfnuð og hef heldur ekki borðað neitt kjöt, neitt hvítt hveiti, neinn hvítan sykur eða neinar mjólkurvörur þennan tíma. Finn ekki fyrir neinum söknuði í kjötið, smá í svona venjulega brauðsneið, og einstaka sinnum löngun í jógúrt, en ég var náttúrulega löngu hætt að nota kúamjólk svo það er ekkert böggandi. Hef nú keypt mér spelthveiti og að spá í að baka mér bollur eða brauð, sem ég get átt í frysti þegar brauðlöngunin er of sterk, en ég hef 2svar á 12 daga tímabilinu fengið mér spelt-pasta og það virkar fínt. Aðalatriðið er að ég byrja hvern dag á safa sem inniheldur eitthvað kál, smá engifer, eina sítrónu með berki, eina rauðrófu, eitt stórt/tvö minni epli, og sellerí eða gúrku. allt djúsað og drukkið og svo bara ferskir ávextir til hádegis, hætta að borða hálftíma áður en hádegismatur er. Í hádegismat fókusa ég á hráa grænmetisrétti, en fæ mér auðvitað stundum eitthvað eldað eins og súpu eða slíkt, en svo á kvöldin er ekkert atriði að borða bara hráfæði, bara ekki borða ávexti í kringum kvöldmat. mítan um að fá sér ávöxt eftir kvöldmat er röng. fá sér frekar 70% dökkt súkkulaði í desert. Er semsagt hvorki vegan eða vegetarian því ég borða fisk og egg, en borða ekki mjólkurvörur.....er til orð yfir mig? Allavega líður mér frábærlega. nýr linkur til vinstri. hæ ellastína.

Engin ummæli: