Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, mars 02, 2010

Góðan og blessaðan daginn! Þegar ég var að fletta í gömlum bloggfærslum hjá mér um daginn fattaði ég að ég þyrfti líklega að halda áfram að blogga, og helst daglega, því í blogginu er svo mikið af minningum sem annars hefðu dofnað með tímanum. "Skemmtilegt að vera til ef maður vill" er 6 ára upp á dag í dag, og ég skrifaði fyrstu færsluna sem var: "Komiði öll sæl og blessuð! Þetta er prufa." í eldhúsinu mínu á Hólatorgi 6 þar sem ég bjó áður en ég fór til Berlínar. Þarna vorum við samt búin að ákveða að fara sem Erasmus-nemar til Berlínar í ár frá hausti 2004, svo ef til vill hefur það hjálpað til við að ég hóf blogg, að ég gæti ávallt látið fjölskylduna mína á íslandi vita hvað væri að gerast hjá okkur. En í raun og veru fannst mér ég aldrei vera að tala við engan, því jafnvel þótt enginn hefði verið að lesa þetta, þá eru færslurnar litlar vörður um líðandi stund á leiðinni sem enginn veit hvert liggur. Þegar maður horfir yfir farinn veg er svo margt sem skipti litlu máli þá, en var samt skrifað, sem getur veitt manni heilmikinn lærdóm eða innblástur í dag. Að því sögðu: Til hamingju Skemmtilegt. Blóm og kransar afþakkaðir, heillaóskir vel þegnar í kommentakerfi. Og bloggið lengi lifi, feisbúkk er fyrir fávita.....

Engin ummæli: