Leita í þessu bloggi

föstudagur, nóvember 26, 2010

ókey, þetta krefst uppskriftar, meira fyrir sjálfa mig og framtíðina, þetta var bara svo gott!!!

Sjóða dökk hrísgrjón, ca. 1 bolla,
steikja á pönnu í olíu og sojasósu einn kínverskan hvítlauk, hálfan rauðlauk, eina rauða papriku, blanda soðnum kjúklingabaunum úr dós útí (ca. 3 matskeiðar) setja til hliðar.
steikja eitt egg, hræra, á pönnu, setja til hliðar.
sjóða vatn fyrir jasmín-te og mísósúpu (úr pakka, kommon...ekki orðin það klár enn...)

soðin hrísgrjón á disk, egg og grænmeti ofaná, klippa ferskan rósmarin ofaná allt. bera fram með skál af mísósúpu og einum katli af jasmín-tei og tebolla.

VÁ!

2 ummæli:

spritti sagði...

Þetta virkar eins og eitthvað asískt

Heiða sagði...

þetta var tilraun til að gera japanskt...