Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, desember 29, 2010

ég fann svona gamlan spurningalista á einhverju bloggi hjá einhverjum og var að lesa færslu frá 2008. allt í einu langaði mig til að svara svona lista, það er oft jafn upplýsandi fyrir mann sjálfan og það er fyrir lesendurna:


Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey

1. búa í japan
2. læra spænsku
3. vinna við að taka upp geisladiska og spila þá á tónleikum
4. eiga landrover-jeppa og hafa aðgang að enskri sveit til að keyra um í
5. skrifa og gefa út ljóðabók/bækur
6. eiga plötubúð og útvarpsstöð sem starfar fyrir jaðartónlistarmenn
7. finna "heimalandið" mitt

Sjö hlutir sem ég get gert

1. sungið og spilað á gítar
2. elskað
3. brosað breytt
4. gert fína útvarpsþætti
5. samið lög
6. skrifað góðan texta
7. verið frumleg og komið (sjálfri mér) á óvart

Sjö hlutir sem ég get ekki gert

1. Skipulagt tíma minn
2. Sofið þegar ég þarf að sofa
3. elskað kulda
4. hlustað á leiðinlega tónlist
5. vaknað klukkan 6 á morgnanna (djöfull væri það svalt...)
6. horft á sjónvarp
7. samsamað mig við íslenskan raunveruleika (mainstream-veruleika, þ.e.a.s.)

Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið

1. gáfur
2. kímnigáfa
3. mjóslegin líkamsbygging
4. tónlistarhæfileikar
5. hjartagæska
6. rómantík
7. jákvæðni og gleði

Sjö staðir sem mig langar á

1. japan, búa þar í framtíðinni einhverntíma
2. færeyjar, heimsókn, aldrei komið, algjör synd.
3. írland og bretlandseyjar, húkk- eða hjólatúr með elvari og óliver!!! væri geðveikt
4. berlin (fæ aldrei nóg, flytja þangað aftur)
5. barcelona (fæ aldrei nóg, fara á primavera-tónlistarhátíðina)
6. suður-frakkland, þvælast rómantískt með elvari
7. hudson í upstate new york, búa þar eitt sumar með elvari og óliver

Sjö orð eða setningar sem ég segi oft

1. geðveikt
2. sjitt
3. djöfull
4. næææs
5. ókey
6. vó
7. óliver

Sjö hlutir sem ég sé núna

1. gítar
2. gráa teppið
3. vínil-plötur
4. elvar
5. töskur og poka
6. ullarsokka
7. tölvur

Engin ummæli: