Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, júní 14, 2011

Fór til alicante, barcelona og valencia á spáni. allt æðislegt. kom til íslands og viku síðar fór ég (um hvítasunnuhelgina) til víkur, kirkjubæjarklausturs og laugarvatns. komum heim í fyrradag, sunnudag. nú er ég heima en hef farið í endalausar hjólaferðir um reykjavík þvera og endilanga. stoppa bara á kvöldin til að horfa á bíómyndir heima og svona. ég er með ferðaflugu í hausnum og væri helst til í að fara með tjald og svefnpoka og smá mat ein út í sveit á hjólinum mínu (ok, reyndar bara ef ég væri viss um að það myndi ekki rigna...sem er aldrei öruggt). en mig langar ótrúlega mikið að vera á ferðinni. ferðaferðaferðaóð. já, bara svona að segja ykkur frá því.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eh..
öh..
það er nebblega það.

spritti sagði...

Passaðu bara hnakkinn. Það var nefnilega þannig að kona ein ætlaði hjólandi til Borgarnesar og hnakkurinn var eitthvað laus og datt af einhverstaðar á kjalarnesinu. Heyrðu... konan endaði á Egilsstöðum.

Heiða sagði...

múhahaha!