Leita í þessu bloggi

laugardagur, júní 18, 2011

Í gær fengum við fólk í garðveislu sem hófst klukkan 2200 og lauk klukkan 0300. Varðeldinum var við haldið allan tímann, og furðulegt að hann hékk þurr í næstum allan gærdag og gærkvöld, þrátt fyrir að það væri sautjándi júní. semsagt, viðraði vel til varðeldaveislna (hvað eru mörg v í því?). Einn veislubúinn bauð upp á afnot af 4 manna kúlutjaldi með himni sem er víst létt að tjalda, og ég er að spá í að take him up on his offer síðar í sumar, júlí kannski. Ef það er ekki þungt ætla ég að hjóla með það, svefnpoka og mat einhvert út í buskann. hvalfjörður, hvað er maður lengi þangað? er kannski betra að byrja bara á einhverju stuttu, mosfellssveit, er hægt að tjalda þar einhversstaðar? hvar er næsti foss við reykjavík? þar væri ég til í að tjalda, það er nefnilega svo gott að heyra í rennandi vatni í tjaldútileigu. svo er alveg spurning um að redda sér bara einsmannstjaldi og fara alein í svona ævintýraferð. hef aldrei á ævinni hjólað ein eitthvert og bara tjaldað og dvalið ein í náttúrunni. kannski kominn tími til, orðin fertug og svona. hahahaha. orðið "fertug" lýsir ekki því hugarástandi og þeirri innri stemmningu sem ég er í núna. svooooooooooooo skrýtið.

3 ummæli:

Valur sagði...

Þvílík snilldarhugmynd þetta með einsmannstjaldið og ferðalag á reiðhjóli. Svei mér þá ef ég reyni ekki bara sjálfur að koma því í verk á næstunni.

Valur sagði...

Hér eru lög sem gagnlegt getur verið að kunna skil á, ef maður ætlar bara einn að hverfa út í buskann: http://is.visiticeland.com/Gistingogtjaldsvaedi/Hvarmaogmaekkitjalda/

Nafnlaus sagði...

Síðasta sumar gekk ég inn í Marardal, sem er á Hengilsvæðinu (Hellisheiði) bara rétt fyrir utan Reykjavík. Það er ekið upp einhvern virkjanaveg þarna og lagt á bílastæði og svo gengið. Alveg hægt að hjóla þangað og svo ganga. Mig dreymir um að fara þangað aftur, með tjald og útbúnað og eyða þarna nóttu. Dásamlega fallegt og friðsælt. Reyndar sáum við mótorhjólaför og heyrðum þarna í hjólum eftir dágóða kókosbollupásu í kvöldsólinni, svo kannski er ekki alltaf jafnfriðsælt. En dalurinn er gersemi samt.