Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, janúar 17, 2012

Ég var að átta mig á því að ég kom fram á 4 plötum árið 2011, og ég lauk Mastersritgerðinni minni í Heimspeki. Ég hlýt að hafa verið sæmilega dugleg, og samt finnst mér eins og ég hafi engu áorkað. Það er svolítið algeng tilfinning hjá mér, að átta mig ekki á því fyrr en eftirá að ég hafi haft mikið að gera. Plöturnar sem ég gerði/kom fram á árið 2011 eru: ,,Stop that noise" með Hellvar, ,,Noise that stopped" með Hellvar, ,,I need a vacation" með Ruddanum og ,,Svartir sandar" með Sólstöfum. Á Hellvar og Ruddaplötunni syng ég allt, eða meirihlutann, en hjá Sólstöfum bara í einu lagi, Fjöru. Það var einmitt verið að gera myndband við það lag og frumsýnt í dag. Hér má sjá lagið. Sólstafir eru að halda sína stærstu og metnaðarfyllstu tónleika á Íslandi til þessa þann 9.febrúar næstkomandi, í íslensku Óperunni, eða þ.e.a.s. Gamla bíói. Hér má finna miða á tónleikana. Platan verður spiluð í heild sinni, og allir gestaleikarar plötunnar koma fram. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og miðaverð er tæpur 5000-kall. Ef þú, lesandi, hefur einhvern snefil af áhuga á íslensku rokki ættirðu að fá þér miða á þetta, því það er rugl að fá að sjá Sólstafi í þessu umhverfi, í þessu húsi, við þessar aðstæður.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég á alveg eftir að heyra þetta Ruddadót. Þú verður að redda mér rudda einhverntíman. Albert Suomi :)

Heiða sagði...

já, það er hægt. annars er hann á gogoyoko ef þú vilt heyra strax...