Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, febrúar 01, 2012

Nú er bakið slæmt, og ég þarf að muna að ganga aftur. (hahaha, ganga aftur, náðuði þessum?) Annars hjólaði ég smá í gær, í fyrsta sinn síðan í október eða eitthvað og það var ansi hressandi, þótt ég gæti ekki slakað fullkomlega á sökum hálkuresta á stöku gangstéttum. Gangur er öruggari í þessu færi. Spá í að ganga í klukkutíma eða svo á eftir og fara svo á kaffihús. Bakið á eftir að þakka mér fyrir ganginn og heilinn þakkar mér fyrir kaffið. Ég sjálf hef ekkert með þetta að segja, bara geri það sem mismunandi líkamshlutar heimta af mér. Axlirnar myndu gjarnan vilja að ég héngi minna í tölvunni, og ég held að handakrikarnir séu að segja mér að fara í bað fljótlega...

2 ummæli:

Skarpi sagði...

Það er nokkuð ljóst að þegar handakrikar þínir tala þá hlustar þú með nösunum. Sem opnar á frasann „þegar [manneskja sem mér mislíkar] talar þá hlusta ég með rassinum.“

Heiða sagði...

auauauauauauauauauauauauauauau. komment frá mér og óliver saman, sem var að pæla í því ef maður ætlaði að skrifa svona langt "au" þú veist hljóðið sem á að lýsa aðdáun, hvort það væri endurtekið aftur og aftur, eða skrifað einu sinni. eins og óóóóóóóóó eða æææææææ. en "au" er víst óvenjulegur sérhljóði og endurtekur sig því. jamm.