Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, ágúst 21, 2012

Jæja nú er ég að taka 11 (ELLEFU!) virk efni sem eiga að hjálpa slíminu að fara og slá á bronkítis, asma og flensueinkenni. Ég keypti jurtablöndu í duftformi sem heitir Mímir, og í henni er: Sólhattur(Echinacea angustifolia), Engifer (Zingiber off.) Piparmynta (Mentha piperita), Cayenne pipar (Capsicum min.) Valhumall (Achillea millefolium) og Hvítlaukur (Allium sativum). Duft í heitt vatn, tastes like shit.... Svo keypti ég poka af jurtablöndunni Læðingur, og úr honum er gert seiði, 1 lítri fyrir hvern dag. Í Læðingi er: Hálsurt (Inula helenium), Lakkrísrót (Glycyrrhiza glab a -vantar einn staf þarna...?)Hvannarót (Angelica rad.) og Síberískt gingseng (Eleutherococcus senticosus). Gott tebragð með lakkrískeim. Svo tek ég 15 dropa af oregano-olíu út í matskeið af ólífuolíu, mjaaaa, ekkert það vont, soldið skrýtið að gleypa olíu úr skeið. sleppur samt. Þetta allt á ég að gera 3svar á dag, þar til ég lagast. Eins var mér ráðlagt að sleppa algerlega sykri og mjólkurvörum þar til þetta lagast. sykur, ekkert mál, er núþegar laus við það. mjólk, jógúrt, skyr, ekkert mál. smjör á brauð og ostar.............oooooooooooo, ég sem var að kaupa camenbert og fetaost....en ég get nú alveg borðað bara ost í dag, (klárað allt sem er til í ískápnum) og svo ekki söguna meir. jájá, mjólkurvörur veikja ónæmiskerfið og halda slíminu í líkamanum. staðreynd. sykur er bara vondur, punktur. hjálpar ekki til að vera að láta líkamann vinna á að brjóta hann niður og hreinsa út úr systeminu, þegar það er eitthvað annað sem ætti að vera að einbeita sér að. farin upp í sófa að lesa, og borða ost.

1 ummæli:

spritti sagði...

Mjólk er bölvaður óþverri í skrokkinn á fólki. En maður úðar þessu í sig samt. Þetta er náttúrulega bara bilun.