Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, maí 23, 2013

Spritti er byrjaður að blogga mp3-blogg aftur. Ég æstist öll upp í bloggmennsku eftir þær fréttir, enda auðvitað ótækt að láta bloggið sitt, sem maður er búinn að halda úti síðan 2004, deyja, út af facebook-notkun og alls kyns annarri tölvunotkun. Nú, ég hef ekkert endilega neitt merkilegt að segja á hverjum degi, en það má alveg segja frá því hversdagslega stundum. Ég er í Keflavík að bíða eftir að bíllinn komi af verstæði og þá ætti ég að geta fengið skoðun: Ljós að aftan, viftureim sem hefur verið biluð í yfir ár, handbremsa og skott sem lokast illa. Smá bland í poka sem verður gott að fá í lag. Gamli góði bíllinn okkar klikkar ekki, og er ég farin að halda að við höfum hitt á einstaklega gott eintak bara. Corolla 1999 sem við keyptum sjö ára gamlan og höfum nú bætt sjö árum ofan á. Hva, þetta er enginn aldur fyrir spræka Corollu. 14 ára. Komin á fermingaraldurinn. Ef Corolla væri stelpa fengi hún bílpróf eftir 3 ár og mætti kjósa eftir 4. Hún hefur þó líklega það eitt að hlakka til að ef hún reynist extra spræk og endist og endist þá verður hún fornbíll 25 ára (eftir 11 ár) og þá má hún keyra í skrúðgöngu á 17. júní ef hún vill. Elska bílinn minn. Ef ég væri með mp3-blogg myndi ég núna setja inn lagið "Bíllinn minn" með Gunnari Jökli. Í staðinn verðið þið, lesendur mínir, að hafa fyrir því að finna það sjálf einhvers staðar á veraldarvefnum. Bæó.

1 ummæli:

spritti sagði...

Ég var að telja það upp. Síðan ég keypti minn fyrsta bíl árið 2000 er ég búinn að eiga 16 bíla. Tók með í reikninginn sem ég keypti bilað og lagaði og kom í gegn um skoðun og eitthvað fleira bílaskiptahórelsi og allskonar brask.