Leita í þessu bloggi

mánudagur, september 13, 2004

Það er aðallega tvennt sem ég þarf að tjá mig um og hefur verið að brjótast um í kollinum á mér í marga marga klukkutíma. Annað er um jógúrt og hitt um kúk.
Jógúrtvalið er svo fáránlega mikið hér í Berlín, að ég veit ekkert hvað ég á að kaupa. Og áðan keypti ég nokkur, til dæmis eitt með poppkornsbragði!!!! Það var enn betra en ég hafði vonað, og nú spyr ég: Hvar er fólkið með ímyndunaraflið á Íslandi? Framandi bragðtegundir eru stundum það eina uppbrot í hversdagslífi sem maður getur leift sér (ég er ekki að meina að ég sé strax orðin leið á Berlín, að tala um hversdaginn, ég meina bara svona almennt í lífinu). MS: Grípiði tækifærið, experimentið eitthvað. Og þá er ég ekki að meina að setja á markaðinn Aloh-Vera jógúrt sem bragðast eins og gubb.
Klósettin í Þýskalandi eru eins og þau amerísku og ég er í smá aðlögun með þau. Maður verður óneitanlega miklu betur var við sinn eigin úrgang, þegar hann liggur splunkunýr og glansandi á sérstakri skoðuhillu þegar maður stendur upp, heldur en ef hann er marandi á hálfu kafi í vatni. 2 ókostir hillusystemsins: Þú veist allt of mikið um hvað þú borðaðir, og það er meiri lykt. Ég er að venjast þessu en það er skrýtið maður.

Engin ummæli: