Leita í þessu bloggi

sunnudagur, september 19, 2004

Í dag var haldið niður í bæ í vestur-berlín, á Potsdamer-Platz. Ég og Óliver skoðuðum smá í gær þar, og komust að því að það var barnahátíð sunnud. 19. sept. Þannig að fjölskyldan dreif sig öll í dag. Hælætin voru: Barnakór sem var svo væminn að ég fékk ógeðshroll og gæsahúð og næstum tár í augun, en þetta hvar hvorki frábært eða ömurlegt. Óliver elskaði kórinn og fékk póstkort með eiginhandaráritunum allra krakkanna. Svo fengum við ís, og fengum að ,,veiða" járndrasl, eins og dósir og batterí og fleirra, með segulveiðistöngum. Það var í boði endurvinnsludeildar Berlínar, og börnunum kennt að flokka draslið í mism. ruslapoka í leiðinni! Svo varð óliver þreyttur og vildi fara heim, en það var endalaust mikið hægt að gera og margir krakkar, og allt frekar dýrt. Þarna fékk óliver litla blöðru og við borguðum 3 evrur fyrir. Það hljómar næstum íslenskt verð, en þetta er eitthvað um 250 kall. Mjög gott að stíga út úr neðanjarðarlestinni og vera kominn til Austurberlínar aftur. Allt rólegra og ekki króm og gler. Svo datt eitthvað kubbadót sem óliver var að byggja í gólfið og hann sagði hátt og snjallt ,,ANDSKOTANS"!!!!!! ég hló og hló og spurði hver hefði sagt svona, og hann sagði ,,Pabbi minn" og brosti út að eyrum. Hann er yndislegur!

Engin ummæli: