Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

náttúruhamfarir og manndráp og sprengjuárásir og ég veit ekki hvað og hvað. Það er nú bara alls ekkert skemmtilegt við það, hvernig sem maður lítur á það. Það eina sem hægt er að gera í svona hlutum er að reyna að hugsa jákvætt og muna að við erum öll fólk sem býr saman í heiminum og eigum það sameiginlegt að fæðast og deyja. Allir eru menn, en allir eru líka mismundandi og eiga rétt á sínum skoðunum. Enginn má setjast í dómarasæti og vita betur um eitt né neitt. Það er oft og tíðum eitthvað sem á sér stað sem er erfitt að skilja og sætta sig við, en við verðum að reyna að hætta að fordæma og reiðast hvort öðru. Ef við reynum að einbeita okkur að því að elska annað fólk í kring um okkur, sama hvernig það er, þá erum við að minnka líkurnar á því að eitthvað slæmt gerist og auka líkurnar á að heimurinn verði að betri stað, sem allir geti sætt sig við að búa í. Ég legg mitt að mörkum með því að byrja á að brosa til allra sem ég mæti í dag, og þagga niður í röddum fordóma sem eru ávallt eitthvað að röfla um hitt og þetta. Verum góð hvort við annað!!!

Engin ummæli: