Leita í þessu bloggi

mánudagur, febrúar 21, 2005

Sáum Butterfly effect. Rosa góð, mæli með'enni. Fjallar um að allt sem maður gerir skipti máli. Skiptir allt sem ég geri máli? Skipti ég máli? Ég vona það. Ef ég skipti máli fyrir einhvern annan en mig, þá er bara það að ég sé til gott, og allt hitt sem gerist eða ég geri er þá bara bónus umfram það. Soldið eins og eitthvað leikrit sem ég lék í með VOX ARENA -hinu stórkostlega leikfélagi Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Leikritið hét "Hjólreiðaverkstæði Hennings", og fjallaði um téðan Henning sem var dáldið dapur og drykkfelldur og að spá í að fremja sjálfsmorð. Þá kom draugur Johns Lennons og sýndi honum hvernig fullt af fólki hefði hreinlega farið í hundana ef hans hefði ekki notið við. Hann bjargaði fólki frá vondum "örlögum" bara með því að tala hressilega við það á verkstæðinu, eða brosa fallega. Hann gaf vonlitlu fólki von, án þess að hafa hugmynd um það. Hann bjargaði fólki, bara með því að vera til. Auðvitað hætti Henning við að drepa sig, og allt fór vel og happy ending....Ahhhh nostalgían úr stuttum leikferli mínum hríslast niður um bakið. Jamm, en Butterfly Effect er góð. Allir að taka hana.

Engin ummæli: